Duran Duran lofa góðri skemmtun 29. júní 2005 00:01 Liðsmenn bresku hljómsveitarinnar Duran Duran lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þeir segjast ánægðir með að vera loks komnir til Íslands og lofa skemmtilegum tónleikum í Egilshöll annað kvöld. Liðsmenn Duran Duran komu í einkaþotu frá Stokkhólmi þar sem þeir voru með tónleika og lentu þeir á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag. Vel lá á þeim við komuna til landsins og sögðust þeir spenntir fyrir tónleikana í Egilshöll annað kvöld. Þegar hafa um tíu þúsund miðar selst á tónleikana. Simon Le Bon sagði að Ísland hefði lengi verið á óskalistanum hjá þeim, en þeir hefðu á sínum tíma ekki haft tækifæri til að fara til allra þeirra staða sem þá langaði til. Hann sagði að það væri alltaf spennandi að koma á nýja staði. Það er eitt það besta við að vera í hljómsveit maður fær að ferðast og sjá nýja staði og þetta er nýr staður. Ekki bara hljómsveitina í heild, heldur erum við allir að koma hér í fyrsta sinn. Svo breyttist hljómsveitin auðvitað. Við Nick og John vorum einir eftir og vorum mest í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Nú erum við allir fimm komnir saman aftur og okkur fannst tilvalið að koma hingað núna. Duran Duran lofar áhorfendum skemmtilegum tónleikum og ætlar sveitin að taka gamla slagara í bland við ný lög. Spurðir um hvort þeir væru þreyttir á að vera sífellt tengdir við níunda áratuginn sögðu þeir: „Nei níundi áratugurinn á stóran þátt í upphafi okkar. Maður tengir listamenn alltaf við tímabilið þegar þeir hefja ferilinn. T.d. David Bowie á áttunda áratugnum og Bítlarnir á þeim sjöunda. En okkur finnst við ekki vera fastir á níunda áratugnum. Kannski hugsa aðrir svoleiðis um hljómsveitina því fólk nýtur þess að rifja upp þessa tíma. Allir sem eru fastir á níunda áratugnum eru velkomnir á tónleikana og líka þeir sem eru fastir á þeim áttuna eða þeim tíunda.“ Tónlist Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Liðsmenn bresku hljómsveitarinnar Duran Duran lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þeir segjast ánægðir með að vera loks komnir til Íslands og lofa skemmtilegum tónleikum í Egilshöll annað kvöld. Liðsmenn Duran Duran komu í einkaþotu frá Stokkhólmi þar sem þeir voru með tónleika og lentu þeir á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag. Vel lá á þeim við komuna til landsins og sögðust þeir spenntir fyrir tónleikana í Egilshöll annað kvöld. Þegar hafa um tíu þúsund miðar selst á tónleikana. Simon Le Bon sagði að Ísland hefði lengi verið á óskalistanum hjá þeim, en þeir hefðu á sínum tíma ekki haft tækifæri til að fara til allra þeirra staða sem þá langaði til. Hann sagði að það væri alltaf spennandi að koma á nýja staði. Það er eitt það besta við að vera í hljómsveit maður fær að ferðast og sjá nýja staði og þetta er nýr staður. Ekki bara hljómsveitina í heild, heldur erum við allir að koma hér í fyrsta sinn. Svo breyttist hljómsveitin auðvitað. Við Nick og John vorum einir eftir og vorum mest í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Nú erum við allir fimm komnir saman aftur og okkur fannst tilvalið að koma hingað núna. Duran Duran lofar áhorfendum skemmtilegum tónleikum og ætlar sveitin að taka gamla slagara í bland við ný lög. Spurðir um hvort þeir væru þreyttir á að vera sífellt tengdir við níunda áratuginn sögðu þeir: „Nei níundi áratugurinn á stóran þátt í upphafi okkar. Maður tengir listamenn alltaf við tímabilið þegar þeir hefja ferilinn. T.d. David Bowie á áttunda áratugnum og Bítlarnir á þeim sjöunda. En okkur finnst við ekki vera fastir á níunda áratugnum. Kannski hugsa aðrir svoleiðis um hljómsveitina því fólk nýtur þess að rifja upp þessa tíma. Allir sem eru fastir á níunda áratugnum eru velkomnir á tónleikana og líka þeir sem eru fastir á þeim áttuna eða þeim tíunda.“
Tónlist Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira