Innlent

Annmarkar á minnisblaði

Verulegir annmarkar eru á minnisblaði Ríkisendurskoðunar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, til að taka þátt í söluferli á Búnaðarbankanum, að mati tveggja hæstaréttarlögmanna, sem stjórnarandstaðan bað um álitsgerð um málið. Óháð rangri upplýsingagjöf S-hópsins um eignatengsl ættingja Halldórs við hópinn, og óháð upplýsingum frá Halldóri um að honum hafi verið ókunnugt um þau, telja lögmennirnir að Ríkisendurskoðun hafi mátt vita af þeirri aðild, vegna ítarlegrar fjölmiðlaumfjöllunar um málið. Lögmennirnir leggja hinsvegar ekki mat á það hvort Halldór Ásgrímsson hafi verið vanhæfur eða ekki, enda hafi þeir ekki verið beðnir um það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×