Sport

Roma má ekki kaupa í eitt ár

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur bannað ítalska liðinu Roma að kaupa leikmenn í eitt ár. Romaliðið braut reglur þegar það keypti franska leikmanninn Philp Mexes í fyrra. Mexes var búinn að ganga frá samningi við franska liðið Auxerre en forráðamenn Roma settu sig í samband við leikmanninn og hvöttu hann til þess að hætta við félagaskiptin í franska liðið og ganga í staðinn til liðs við Roma. Roma vegnaði illa á síðustu leiktíð og félagið var búið að ganga frá kaupum á þremur leikmönnum: Samuel Kuffour frá Bayern Munchen, Rodrigo Taddei frá Siena og Shabani Nonda frá Mónakó. Nú er óvíst hvort þessum leikmönnum verður heimilt að spila með Roma á næstu leiktíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×