Liverpool hafnar tilboði í Gerard
Liverpool hafnaði í morgun tilboði frá Chelsea í Steven Gerard. Enskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að tilboð Chelsea hafi numið 32 milljónum punda auk þess ætlaði Chelsea að borga þrjár milljónir í viðbót ef liðið næði ákveðnum markmiðum. Heildarupphæðin fyrir Gerard er því rúmir 4 milljarðar íslenskra króna. Forystumenn spænska liðsins Real Madríd eru sagðir bíða átekta. Þeir geta boðið Gerard hagstæðari samning m.a. vegna þess að skattar eru lægri á Spáni.