Bein kosning borgarstjóra 5. júlí 2005 00:01 Vorið 1920 gengu Reykvíkingar til atkvæða og kusu borgarstjóra í beinni kosningu. Knud Zimsen, sem verið hafði borgarstjóri undanfarin sex ár, var endurkjörinn í embætti, en litlu munaði þó á honum og mótframbjóðandanum Sigurði Eggerz fyrrverandi fjármálaráðherra. Hlaut Zimsen 1760 atkvæði en Eggerz 1584. Almenn kosning borgarstjóra hefur ekki verið endurtekin. Á þriðja áratugnum skerptust flokkslínur og stjórnmálaflokkarnir efldust sem stofnanir. Síðan hafa þeir ráðið því hver situr í stól borgarstjóra Reykjavíkur. Ekki er hægt að segja að sú skipan sé órökrétt miðað við skipulag valdakerfisins í borginni eins og raunar öðrum sveitarfélögum landsins. Enda var það haft á orði í aðdraganda kosninganna 1920 að ekki þýddi fyrir neinn að bjóða sig fram til embættis borgarstjóra nema þann sem gæti tekið upp samstarf við þáverandi borgarfulltrúa. Þeir höfðu þá eins og nú úrslitaorð um stjórn og rekstur borgarinnar. Kosningar til borgarstjórnar fóru ekki fram samhliða borgarstjórakosningunni. Fordæmið frá 1920 er hins vegar ágætt til umhugsunar nú þegar undirbúningur borgarstjórnarkosninga vorið 2006 er að hefjast með tilheyrandi samdrætti og ráðagerðum innan stjórnmálaflokkanna. Innan beggja meginfylkinga í borgarstjórn ræða menn um hver eigi að verða leiðtogi þeirra - og þar með borgarstjóraefni - í komandi kosningabaráttu. Einnig ræða menn hvernig standa eigi að vali á leiðtoganum. Í Sjálfstæðisflokknum virðist sú skoðun njóta almenns fylgis að velja eigi borgarstjóraefnið í opnu prófkjöri. Innan flokkanna sem standa að R-listanum hafa einstaka sérvitringar viðrað sömu hugmynd við litlar undirtektir. Þessa dagana sitja forráðamenn listans á lokuðum fundum og skipast á tillögum um völd, embætti og bitlinga. Þar verður vafalaust einnig tekin ákvörðun um borgarstjóraembættið. Bein kosning borgarstjóra er áhugaverð hugmynd en hún er að sönnu óraunsæ án breytinga á sveitarstjórnarlögum. En lögum er auðvelt að breyta ef vilji er fyrir hendi. Borgarstjóri yrði að hafa umtalsverð völd til að réttlæta að hann væri kosinn í almennri atkvæðagreiðslu. Vel má hugsa sér skýra verkaskiptingu milli hans og kjörinna borgarfulltrúa. Borgarstjóri gæti til dæmis haft synjunar- og stöðvunarvald á ákveðnum sviðum, verið nokkurs konar öryggisventill, og sjálfstætt umboð til að afgreiða og ákveða ýmis mál er snúa að einstaklingum í borginni. Ýmsan hégóma sem snýr að tyllidögum og veislustandi mætti fela forseta borgarstjórnar, þó ekki væri nema til að friða stjórnmálaflokkana, sem alltaf hafa meiri áhuga á ímynd en verkum. Því miður er ólíklegt að stjórnmálaflokkarnir taki vel í hugmynd af þessu tagi. Forystumenn þeirra tala mikið um lýðræði en verða órólegir þegar þeir eru teknir á orðinu. En það er staðreynd að fólk almennt kýs einstaklinga frekar en flokka. Það vill geta séð framan í þá persónu sem fer með mál þess. Andlitslausir flokkar eru ótraustvekjandi. "Við kjósum menn en ekki flokka" sagði í frægri auglýsingu nokkurra nafnkunnra listamanna árið1986. Þeir vildu Davíð Oddsson sem borgarstjóra en voru síður hrifnir af Sjálfstæðisflokknum. Fullyrða má ennfremur að sigur R-listans 1994 hafi öðru fremur ráðist af vinsældum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og trausti kjósenda á henni. Uppdráttarsýki listans nú stafar ekki síst af því að hann skortir trúverðugan foringja. Embætti borgarstjóra í Reykavík er mikilvægt trúnaðarstarf. Það gæfi því aukið gildi og traust ef borgarstjórinn hefði milliliðalaust umboð til verka frá borgarbúum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Vorið 1920 gengu Reykvíkingar til atkvæða og kusu borgarstjóra í beinni kosningu. Knud Zimsen, sem verið hafði borgarstjóri undanfarin sex ár, var endurkjörinn í embætti, en litlu munaði þó á honum og mótframbjóðandanum Sigurði Eggerz fyrrverandi fjármálaráðherra. Hlaut Zimsen 1760 atkvæði en Eggerz 1584. Almenn kosning borgarstjóra hefur ekki verið endurtekin. Á þriðja áratugnum skerptust flokkslínur og stjórnmálaflokkarnir efldust sem stofnanir. Síðan hafa þeir ráðið því hver situr í stól borgarstjóra Reykjavíkur. Ekki er hægt að segja að sú skipan sé órökrétt miðað við skipulag valdakerfisins í borginni eins og raunar öðrum sveitarfélögum landsins. Enda var það haft á orði í aðdraganda kosninganna 1920 að ekki þýddi fyrir neinn að bjóða sig fram til embættis borgarstjóra nema þann sem gæti tekið upp samstarf við þáverandi borgarfulltrúa. Þeir höfðu þá eins og nú úrslitaorð um stjórn og rekstur borgarinnar. Kosningar til borgarstjórnar fóru ekki fram samhliða borgarstjórakosningunni. Fordæmið frá 1920 er hins vegar ágætt til umhugsunar nú þegar undirbúningur borgarstjórnarkosninga vorið 2006 er að hefjast með tilheyrandi samdrætti og ráðagerðum innan stjórnmálaflokkanna. Innan beggja meginfylkinga í borgarstjórn ræða menn um hver eigi að verða leiðtogi þeirra - og þar með borgarstjóraefni - í komandi kosningabaráttu. Einnig ræða menn hvernig standa eigi að vali á leiðtoganum. Í Sjálfstæðisflokknum virðist sú skoðun njóta almenns fylgis að velja eigi borgarstjóraefnið í opnu prófkjöri. Innan flokkanna sem standa að R-listanum hafa einstaka sérvitringar viðrað sömu hugmynd við litlar undirtektir. Þessa dagana sitja forráðamenn listans á lokuðum fundum og skipast á tillögum um völd, embætti og bitlinga. Þar verður vafalaust einnig tekin ákvörðun um borgarstjóraembættið. Bein kosning borgarstjóra er áhugaverð hugmynd en hún er að sönnu óraunsæ án breytinga á sveitarstjórnarlögum. En lögum er auðvelt að breyta ef vilji er fyrir hendi. Borgarstjóri yrði að hafa umtalsverð völd til að réttlæta að hann væri kosinn í almennri atkvæðagreiðslu. Vel má hugsa sér skýra verkaskiptingu milli hans og kjörinna borgarfulltrúa. Borgarstjóri gæti til dæmis haft synjunar- og stöðvunarvald á ákveðnum sviðum, verið nokkurs konar öryggisventill, og sjálfstætt umboð til að afgreiða og ákveða ýmis mál er snúa að einstaklingum í borginni. Ýmsan hégóma sem snýr að tyllidögum og veislustandi mætti fela forseta borgarstjórnar, þó ekki væri nema til að friða stjórnmálaflokkana, sem alltaf hafa meiri áhuga á ímynd en verkum. Því miður er ólíklegt að stjórnmálaflokkarnir taki vel í hugmynd af þessu tagi. Forystumenn þeirra tala mikið um lýðræði en verða órólegir þegar þeir eru teknir á orðinu. En það er staðreynd að fólk almennt kýs einstaklinga frekar en flokka. Það vill geta séð framan í þá persónu sem fer með mál þess. Andlitslausir flokkar eru ótraustvekjandi. "Við kjósum menn en ekki flokka" sagði í frægri auglýsingu nokkurra nafnkunnra listamanna árið1986. Þeir vildu Davíð Oddsson sem borgarstjóra en voru síður hrifnir af Sjálfstæðisflokknum. Fullyrða má ennfremur að sigur R-listans 1994 hafi öðru fremur ráðist af vinsældum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og trausti kjósenda á henni. Uppdráttarsýki listans nú stafar ekki síst af því að hann skortir trúverðugan foringja. Embætti borgarstjóra í Reykavík er mikilvægt trúnaðarstarf. Það gæfi því aukið gildi og traust ef borgarstjórinn hefði milliliðalaust umboð til verka frá borgarbúum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun