Partý, stuð og sviti í ræktinni 6. júlí 2005 00:01 Body Jam er skemmtilegt æfingakerfi úr Les Mills æfingakerfinu. Um er að ræða hressilega danstíma þar sem skemmtunin skiptir í raun meira máli en hreyfingin en allir ná þó að svitna rækilega. Tíminn byggir á fjölbreytilegum danssporum sem eru stigin við tónlist úr öllum áttum. Hipp hopp, salsa, fönk og djass svo fátt eitt sé nefnt. Í vor var haldið námskeið hér á landi á vegum Les Mills og þangað mættu kennarar frá ýmsum líkamsrækarstöðvum. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir hjá líkamsræktarstöðinni Bjargi á Akureyri var ein þeirra og hún var fyrst til að byrja að kenna Body Jam á Íslandi "Við byrjuðum að kenna þetta í maí og svo fylgdi Hress í Hafnarfirði í kjölfarið," segir Aðalbjörg. Sem stendur eru þetta einu líkamsræktarstöðvarnar sem bjóða upp á Body Jam tíma en Aðalbjörg býst fastlega við því að fleiri bætist í hópinn. "Þetta er bara partý, stuð og sviti og ég held að það hafi einmitt vantað eitthvað slíkt." Aðalbjörg segir að sporin séu ekki sérlega flókin og menn séu fljótir að komast inn í þetta. "Hvert lag hefur sína rútínu og í byrjun lagsins er byrjað á auðveldum sporum. Þau verða flóknari eftir því sem líður á lagið en ef maður treystir sér ekki til að gera þau getur maður bara haldið áfram í grunnsporinu." Meðan verið er að kynna Body Jam á Bjargi er boðið upp á fría tíma. Aðalbjörg segir að fólk hafi verið duglegt við að nýta sér það. "Sú elsta var 77 ára. Svo hafa strákarnir líka verið duglegir við að mæta og enginn þeirra hefur gefist upp," segir Aðalbjörg. Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdarstjóri líkamsrækarstöðvarinnar Hress í Hafnarfirði, tekur í sama streng. "Body Jam er gjörsamlega búið að slá í gegn hjá okkur. Við héldum kynningartíma í Björkinni og þangað mættu 110 manns. Það kom verulega á óvart enda er sumarið ekki beinlínis líflegasti tíminn í líkamsræktarstöðvunum. Þessir tímar eru ofboðslega vinsælir, það er alltaf fullt og fólk þarf að skrá sig til að fá að vera með," segir Linda en Body Jam er á stundatöflunni í Hress þrjá daga í viku. Linda segir að alls konar fólk mæti í tímana. Í byrjun hafi fastagestir stöðvarinnar fjölmennt en nú sé nýtt fólk komið inn. Til dæmis gamlir dansarar. "Þetta er alveg nýtt og dálítið ólíkt öðrum tímum. Þarna eru engir pallar og engin tæki heldur bara þú á gólfinu og frábær tónlist. Það má eiginlega líta á þetta þannig að kennarinn sé að bjóða til sín í partý," segir Linda og bætir því við að partýið endi á algjörri endorfínvímu. Heilsa Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Body Jam er skemmtilegt æfingakerfi úr Les Mills æfingakerfinu. Um er að ræða hressilega danstíma þar sem skemmtunin skiptir í raun meira máli en hreyfingin en allir ná þó að svitna rækilega. Tíminn byggir á fjölbreytilegum danssporum sem eru stigin við tónlist úr öllum áttum. Hipp hopp, salsa, fönk og djass svo fátt eitt sé nefnt. Í vor var haldið námskeið hér á landi á vegum Les Mills og þangað mættu kennarar frá ýmsum líkamsrækarstöðvum. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir hjá líkamsræktarstöðinni Bjargi á Akureyri var ein þeirra og hún var fyrst til að byrja að kenna Body Jam á Íslandi "Við byrjuðum að kenna þetta í maí og svo fylgdi Hress í Hafnarfirði í kjölfarið," segir Aðalbjörg. Sem stendur eru þetta einu líkamsræktarstöðvarnar sem bjóða upp á Body Jam tíma en Aðalbjörg býst fastlega við því að fleiri bætist í hópinn. "Þetta er bara partý, stuð og sviti og ég held að það hafi einmitt vantað eitthvað slíkt." Aðalbjörg segir að sporin séu ekki sérlega flókin og menn séu fljótir að komast inn í þetta. "Hvert lag hefur sína rútínu og í byrjun lagsins er byrjað á auðveldum sporum. Þau verða flóknari eftir því sem líður á lagið en ef maður treystir sér ekki til að gera þau getur maður bara haldið áfram í grunnsporinu." Meðan verið er að kynna Body Jam á Bjargi er boðið upp á fría tíma. Aðalbjörg segir að fólk hafi verið duglegt við að nýta sér það. "Sú elsta var 77 ára. Svo hafa strákarnir líka verið duglegir við að mæta og enginn þeirra hefur gefist upp," segir Aðalbjörg. Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdarstjóri líkamsrækarstöðvarinnar Hress í Hafnarfirði, tekur í sama streng. "Body Jam er gjörsamlega búið að slá í gegn hjá okkur. Við héldum kynningartíma í Björkinni og þangað mættu 110 manns. Það kom verulega á óvart enda er sumarið ekki beinlínis líflegasti tíminn í líkamsræktarstöðvunum. Þessir tímar eru ofboðslega vinsælir, það er alltaf fullt og fólk þarf að skrá sig til að fá að vera með," segir Linda en Body Jam er á stundatöflunni í Hress þrjá daga í viku. Linda segir að alls konar fólk mæti í tímana. Í byrjun hafi fastagestir stöðvarinnar fjölmennt en nú sé nýtt fólk komið inn. Til dæmis gamlir dansarar. "Þetta er alveg nýtt og dálítið ólíkt öðrum tímum. Þarna eru engir pallar og engin tæki heldur bara þú á gólfinu og frábær tónlist. Það má eiginlega líta á þetta þannig að kennarinn sé að bjóða til sín í partý," segir Linda og bætir því við að partýið endi á algjörri endorfínvímu.
Heilsa Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira