Aukningin hjá Cantat-3 ekki FARICE 6. júlí 2005 00:01 Gagnaflutningur um nýja FARICE sæstrenginn er svo miklu dýrari en um gamla Cantat-3 sæstrenginn að RHnet, Rannsókna- og háskólanet Íslands, er með allan sinn gagnaflutning um gamla strenginn. Vegna þessa raskaðist ekki gagnaflutningur rannsóknar- og háskólaneta ekki þegar bilun kom upp í FARICE sæstrengnum við Skotland um síðustu helgi. Að FARICE standa stærri símafyrirtæki á Íslandi og í Færeyjum, auk íslenska ríkisins. Jón Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri RHnet, segist vita til þess að síðasta árið hafi aukning í gagnaflutning til og frá landinu nær öll verið um Cantat-3 sæstrenginn. Hann segir Nordunet, samtök norrænna háskóla- og rannsóknarneta semja um tengingar fyrir RHnet og þau taki einfaldlega lægsta boði. "Til þessa hefur Teleglobe sem rekur Cantat-3 boðið mun betur." Jón Ingi telur einkennilega staðið að gjaldtöku gagnaflutninga um FARICE sæstrenginn. "Þetta er svona svipað og að stofnað yrði flugfélag og fyrsta sætið kostaði jafn mikið og að kaupa alla vélina," segir hann. Forsvarsmenn FARICE segja verð fyrir gagnaflutning koma til með að lækka með auknum viðskiptum, en þau fást tæpast nema að verðið lækki. "Við skiljum þetta ekki alveg, en svona hefur stjórn FARICE ákveðið að gera þetta." Jón Ingi segir þó viðræður standa yfir við stjórnvöld um að þau komi að málum til að RHnet geti flutt sig yfir á FARICE strenginn, sem býður upp á meiri möguleika en Cantat-3, en ekki sér fyrir endann á þeim viðræðum. Cantat-3 sæstrengurinn er kominn til ára sinna og segir Jón Ingi menn nokkuð uggandi um að Teleglobe leggi strenginn niður. Við það yrðu allir nauðbeygðir til að kaupa gagnaflutninga af FARICE. Hann segir þó alveg ljóst að til þurfi að koma varaleið í formi nýs sæstrengs, enda geti einn strengur ekki tryggt öryggi gagnaflutninga til og frá landinu. "Við voru ekki jafnflottir á því og Norðmenn þegar þeir lögðu til Svalbarða, en þeir létu leggja tvo strengi í einu og fengu báða nánast á verði eins." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Gagnaflutningur um nýja FARICE sæstrenginn er svo miklu dýrari en um gamla Cantat-3 sæstrenginn að RHnet, Rannsókna- og háskólanet Íslands, er með allan sinn gagnaflutning um gamla strenginn. Vegna þessa raskaðist ekki gagnaflutningur rannsóknar- og háskólaneta ekki þegar bilun kom upp í FARICE sæstrengnum við Skotland um síðustu helgi. Að FARICE standa stærri símafyrirtæki á Íslandi og í Færeyjum, auk íslenska ríkisins. Jón Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri RHnet, segist vita til þess að síðasta árið hafi aukning í gagnaflutning til og frá landinu nær öll verið um Cantat-3 sæstrenginn. Hann segir Nordunet, samtök norrænna háskóla- og rannsóknarneta semja um tengingar fyrir RHnet og þau taki einfaldlega lægsta boði. "Til þessa hefur Teleglobe sem rekur Cantat-3 boðið mun betur." Jón Ingi telur einkennilega staðið að gjaldtöku gagnaflutninga um FARICE sæstrenginn. "Þetta er svona svipað og að stofnað yrði flugfélag og fyrsta sætið kostaði jafn mikið og að kaupa alla vélina," segir hann. Forsvarsmenn FARICE segja verð fyrir gagnaflutning koma til með að lækka með auknum viðskiptum, en þau fást tæpast nema að verðið lækki. "Við skiljum þetta ekki alveg, en svona hefur stjórn FARICE ákveðið að gera þetta." Jón Ingi segir þó viðræður standa yfir við stjórnvöld um að þau komi að málum til að RHnet geti flutt sig yfir á FARICE strenginn, sem býður upp á meiri möguleika en Cantat-3, en ekki sér fyrir endann á þeim viðræðum. Cantat-3 sæstrengurinn er kominn til ára sinna og segir Jón Ingi menn nokkuð uggandi um að Teleglobe leggi strenginn niður. Við það yrðu allir nauðbeygðir til að kaupa gagnaflutninga af FARICE. Hann segir þó alveg ljóst að til þurfi að koma varaleið í formi nýs sæstrengs, enda geti einn strengur ekki tryggt öryggi gagnaflutninga til og frá landinu. "Við voru ekki jafnflottir á því og Norðmenn þegar þeir lögðu til Svalbarða, en þeir létu leggja tvo strengi í einu og fengu báða nánast á verði eins."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira