Erlent

A.m.k. tveir látnir og 90 slasaðir

Hið minnsta tveir eru látnir og 90 eru slasaðir eftir sprengingarnar í Lundúnum í morgun. Að sögn talsmanns lögreglunnar var um sex sprengingar að ræða. Talsmaður lögreglunnar vill ekki fullyrða að um hryðjuverkaárás sé að ræða á þessari stundu. Sprengingarnar hafa átt sér stað í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar í morgun auk þess sem sprengjur hafa sprungið í a.m.k. þremur strætisvögnum. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun ekki yfirgefa G8-fundinn í Skotlandi þrátt fyrir atburðina í Lundúnum að sögn talsmanns ráðherrans. Blair mun flytja ávarp klukkan ellefu að íslenskum tíma. Borgarstjóri Lundúna, Ken Livingstone, er hins vegar á leið heim frá Singapúr þar sem Lundúnir voru í gær valdar til að hýsa Ólympíuleikana árið 2012. Glódís Gunnarsdóttir er stödd í Lundúnum og hægt er að hlusta á viðtal við hana með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×