Útiloka ekki fleiri árásir 7. júlí 2005 00:01 Almenningur verður að vera vel á verði, segja talsmenn lögregluyfirvalda í London, þar sem ekki sé ljóst hvort að hrinu hryðjuverkaárása í borginni sé lokið. Bandarísk yfirvöld hafa einnig ákveðið að hækka viðbúnaðarstigið þar í landi, þó aðeins fyrir lestarkerfi og neðanjarðarlestir. Flugsamgöngur verða eftir sem áður með sama hætti og venjulega. Enn ríkir nokkur óvissa um atburðarásina í morgun, bæði um tölu þeirra sem týndu lífi og fjölda sprengna. Reuters-fréttaþjónusta hefur heimildir fyrir því að fjörutíu og fimm hafi farist; staðfest tala frá Lundúnalögreglunni er þrjátíu og þrír. Slasaðir eru sagðir á bilinu hundrað og fimmtíu, sem eru alvarlega slasaðir, til eitt þúsund. Fjöldi sprengnanna er einnig á reiki en svo virðist sem sjö sprengjur hafi sprungið á fjórum stöðum: á milli Russel Square og King's Cross neðanjarðarlestarstöðvanna; á milli Moorgate, Aldgate og Liverpool Street stöðvanna; sú þriðja nærri Edgware Road og sú fjórða á Tavistock square þar sem sprengja sprakk í strætisvagni. Lundúnalögreglan segir óvíst hvort að sprengjan í strætisvagninum átti að springa þar eða hvort henni var ætlað að vera í neðanjarðarlest, eins og hinar sprengjurnar. Enginn vafi leiki lengur á því að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Áður óþekktur hópur, sem kallar sig "Leynihóp heilags stríðs al-Qaida í Evrópu", lýsti árásunum á hendur sér í yfirlýsingu sem birt var á íslamskri vefsíðu. Á henni segir meðal annars að Bretland brenni nú af ótta og skelfingu í norðri, suðri, austri og vestri. Þetta hefur ekki fengist staðfest og lögreglan segist hvorki hafa fengið viðvaranir né yfirlýsingar þar sem gengist er við tilræðunum.MYND/APMYND/AP Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Almenningur verður að vera vel á verði, segja talsmenn lögregluyfirvalda í London, þar sem ekki sé ljóst hvort að hrinu hryðjuverkaárása í borginni sé lokið. Bandarísk yfirvöld hafa einnig ákveðið að hækka viðbúnaðarstigið þar í landi, þó aðeins fyrir lestarkerfi og neðanjarðarlestir. Flugsamgöngur verða eftir sem áður með sama hætti og venjulega. Enn ríkir nokkur óvissa um atburðarásina í morgun, bæði um tölu þeirra sem týndu lífi og fjölda sprengna. Reuters-fréttaþjónusta hefur heimildir fyrir því að fjörutíu og fimm hafi farist; staðfest tala frá Lundúnalögreglunni er þrjátíu og þrír. Slasaðir eru sagðir á bilinu hundrað og fimmtíu, sem eru alvarlega slasaðir, til eitt þúsund. Fjöldi sprengnanna er einnig á reiki en svo virðist sem sjö sprengjur hafi sprungið á fjórum stöðum: á milli Russel Square og King's Cross neðanjarðarlestarstöðvanna; á milli Moorgate, Aldgate og Liverpool Street stöðvanna; sú þriðja nærri Edgware Road og sú fjórða á Tavistock square þar sem sprengja sprakk í strætisvagni. Lundúnalögreglan segir óvíst hvort að sprengjan í strætisvagninum átti að springa þar eða hvort henni var ætlað að vera í neðanjarðarlest, eins og hinar sprengjurnar. Enginn vafi leiki lengur á því að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Áður óþekktur hópur, sem kallar sig "Leynihóp heilags stríðs al-Qaida í Evrópu", lýsti árásunum á hendur sér í yfirlýsingu sem birt var á íslamskri vefsíðu. Á henni segir meðal annars að Bretland brenni nú af ótta og skelfingu í norðri, suðri, austri og vestri. Þetta hefur ekki fengist staðfest og lögreglan segist hvorki hafa fengið viðvaranir né yfirlýsingar þar sem gengist er við tilræðunum.MYND/APMYND/AP
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira