37 látnir; al-Qaida ábyrg 7. júlí 2005 00:01 Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásum í Lundúnum í dag. Hópur tengdur al-Qaida kveðst bera ábyrgð á sjö sprengingum á fjórum stöðum í borginni. Sprengingarnar urðu í röð hver á eftir annarri á háannatíma í morgun, sú fyrsta skömmu fyrir klukkan níu að staðartíma. Fjöldi sprenginganna var á reiki fram eftir degi en nú er ljóst að sjö sprengjur sprungu á fjórum stöðum: á milli Russel Square og King's Cross neðanjarðarlestarstöðvanna; á milli Moorgate, Aldgate og Liverpool Street stöðvanna; sú þriðja nærri Edgware Road og sú fjórða á Tavistock Square þar sem sprengja sprakk í strætisvagni og þeytti af honum þakinu. Aðstæðurnar á vettvangi voru slæmar: fólk kom sótugt, brunnið og misilla slasað upp úr neðanjarðarlestargöngunum. Sjónarvottar greindu frá líkum og fólki sem misst hafði útlimi. Lögregla og sjúkrahús voru þegar sett í viðbragðsstöðu, tugir voru fluttir á sjúkrahús og lögreglan hófst handa við að komast að því hvað væri á seyði. Nú er ljóst að um skipulagða hryðjuverkaárás var að ræða. Sjö fórust nærri Liverpool-Street stöðinni; tuttugu og einn var myrtur nærri King's Cross og fimm við Edgware Road. Ekki liggur fyrir hversu margir féllu þegar sprengjan sprakk í strætisvagninum en hugsanlegt er að tilræðismaðurinn sé þeirra á meðal og að sprengjan hafi sprungið of snemma. Lögregluyfirvöld segja ekki enn hægt að fullyrða hvort um sjálfsmorðssprengjuárásir var að ræða. Talið er að ekki færri en sjö hundruð séu sárir eftir árásir dagsins og á fjórða tug hafi verið myrtir í árásunum. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásum í Lundúnum í dag. Hópur tengdur al-Qaida kveðst bera ábyrgð á sjö sprengingum á fjórum stöðum í borginni. Sprengingarnar urðu í röð hver á eftir annarri á háannatíma í morgun, sú fyrsta skömmu fyrir klukkan níu að staðartíma. Fjöldi sprenginganna var á reiki fram eftir degi en nú er ljóst að sjö sprengjur sprungu á fjórum stöðum: á milli Russel Square og King's Cross neðanjarðarlestarstöðvanna; á milli Moorgate, Aldgate og Liverpool Street stöðvanna; sú þriðja nærri Edgware Road og sú fjórða á Tavistock Square þar sem sprengja sprakk í strætisvagni og þeytti af honum þakinu. Aðstæðurnar á vettvangi voru slæmar: fólk kom sótugt, brunnið og misilla slasað upp úr neðanjarðarlestargöngunum. Sjónarvottar greindu frá líkum og fólki sem misst hafði útlimi. Lögregla og sjúkrahús voru þegar sett í viðbragðsstöðu, tugir voru fluttir á sjúkrahús og lögreglan hófst handa við að komast að því hvað væri á seyði. Nú er ljóst að um skipulagða hryðjuverkaárás var að ræða. Sjö fórust nærri Liverpool-Street stöðinni; tuttugu og einn var myrtur nærri King's Cross og fimm við Edgware Road. Ekki liggur fyrir hversu margir féllu þegar sprengjan sprakk í strætisvagninum en hugsanlegt er að tilræðismaðurinn sé þeirra á meðal og að sprengjan hafi sprungið of snemma. Lögregluyfirvöld segja ekki enn hægt að fullyrða hvort um sjálfsmorðssprengjuárásir var að ræða. Talið er að ekki færri en sjö hundruð séu sárir eftir árásir dagsins og á fjórða tug hafi verið myrtir í árásunum.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira