Atburðarás dagsins 7. júlí 2005 00:01 Skelfing og ringulreið setti mark sitt á morguninn í London þar sem lengi vel var óljóst hvað væri um að vera. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2, rekur atburðarásina. Fyrsta vísbending um að eitthvað væri á seyði barst klukkan ellefu mínútur fyrir níu að staðartíma þegar samgöngulögreglunni var greint frá vanda í neðanjarðarlest á milli Liverpool Street og Aldgate-stöðvarinnar. Hálftími leið þangað til fregnir bárust af því að lögregla hefði verið kölluð á staðinn og rétt fyrir hálf tíu greindi samgöngulögreglan frá því að svo virtist sem tvær lestir hefðu rekist saman. Skömmu síðar voru ferðir neðanjarðalesta stöðvaðar, og nánast á sömu mínútu fréttist af atviki á Edgware Road stöðinni. Tíu mínútum síðar höfðu borist fregnir af rafmagnsvandræðum á Aldgate, Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russel Square stöðvunum. Korter yfir tíu segja sjónarvottar frá öflugri sprengingu í strætisvagni í miðborg Lundúna. Fimm mínútum síðar staðfestir Scotland Yard fjölda sprenginga í borginni. Í kjölfarið er greint frá tveimur strætisvögnum sem sprengingar urðu í: annar við Russel Square og hinn við Tavistock Square. Klukkutíma síðar, upp úr ellefu, kveðst lögreglustjóri Lundúna hafa fregnir af um það bil sex sprengingum. Umferðarskilti við borgina skipa fólki að forðast hana, svæðið sé lokað og að það eigi að kveikja á útvarpinu. Farsímakerfið hrynur nánast undan álagi auk þess sem björgunarliði er veittur forgangsaðgangur að því. Upp úr hádeginu finnur BBC vefsíðu sem tengist al-Qaida þar sem árásunum er lýst á hendur samtökunum. Á henni segir meðal annars að Bretland brenni nú af ótta og skelfingu í norðri, suðri, austri og vestri. Rétt fyrir eitt segir innanríkisráðherrann Charles Clarke að fjórar sprengingar hafi fengist staðfestar; á sama tíma greinir Scotland Yard frá sjö sprengingum á fjórum stöðum. Upp úr klukkan þrjú kom Tony Blair til baka frá Gleneagles og í kjölfarið tóku að streyma inn upplýsingar um fjölda þeirra sem fórust. Talan hefur farið stighækkandi eftir því sem leið á daginn. Þó að lögregluyfirvöld hafi hvatt Lundúnabúa til að vera á verði þótti óhætt að opna á ný hluta neðanjarðarlestakerfisins síðdegis, enda fjöldi fólks sem vildi komast heim eftir vinnu.MYND/APMYND/APMYND/APMYND/AP Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Skelfing og ringulreið setti mark sitt á morguninn í London þar sem lengi vel var óljóst hvað væri um að vera. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2, rekur atburðarásina. Fyrsta vísbending um að eitthvað væri á seyði barst klukkan ellefu mínútur fyrir níu að staðartíma þegar samgöngulögreglunni var greint frá vanda í neðanjarðarlest á milli Liverpool Street og Aldgate-stöðvarinnar. Hálftími leið þangað til fregnir bárust af því að lögregla hefði verið kölluð á staðinn og rétt fyrir hálf tíu greindi samgöngulögreglan frá því að svo virtist sem tvær lestir hefðu rekist saman. Skömmu síðar voru ferðir neðanjarðalesta stöðvaðar, og nánast á sömu mínútu fréttist af atviki á Edgware Road stöðinni. Tíu mínútum síðar höfðu borist fregnir af rafmagnsvandræðum á Aldgate, Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russel Square stöðvunum. Korter yfir tíu segja sjónarvottar frá öflugri sprengingu í strætisvagni í miðborg Lundúna. Fimm mínútum síðar staðfestir Scotland Yard fjölda sprenginga í borginni. Í kjölfarið er greint frá tveimur strætisvögnum sem sprengingar urðu í: annar við Russel Square og hinn við Tavistock Square. Klukkutíma síðar, upp úr ellefu, kveðst lögreglustjóri Lundúna hafa fregnir af um það bil sex sprengingum. Umferðarskilti við borgina skipa fólki að forðast hana, svæðið sé lokað og að það eigi að kveikja á útvarpinu. Farsímakerfið hrynur nánast undan álagi auk þess sem björgunarliði er veittur forgangsaðgangur að því. Upp úr hádeginu finnur BBC vefsíðu sem tengist al-Qaida þar sem árásunum er lýst á hendur samtökunum. Á henni segir meðal annars að Bretland brenni nú af ótta og skelfingu í norðri, suðri, austri og vestri. Rétt fyrir eitt segir innanríkisráðherrann Charles Clarke að fjórar sprengingar hafi fengist staðfestar; á sama tíma greinir Scotland Yard frá sjö sprengingum á fjórum stöðum. Upp úr klukkan þrjú kom Tony Blair til baka frá Gleneagles og í kjölfarið tóku að streyma inn upplýsingar um fjölda þeirra sem fórust. Talan hefur farið stighækkandi eftir því sem leið á daginn. Þó að lögregluyfirvöld hafi hvatt Lundúnabúa til að vera á verði þótti óhætt að opna á ný hluta neðanjarðarlestakerfisins síðdegis, enda fjöldi fólks sem vildi komast heim eftir vinnu.MYND/APMYND/APMYND/APMYND/AP
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira