Erlent

Ótti á Ítalíu

Mikill viðbúnaður hefur verið hjá ítölsku lögreglunni í kjölfar hryðjuverkaárásanna í London í fyrradag en leynileg samtök Al-Kaída í Evrópu, sem lýstu ábyrgð árásanna á hendur sér, tiltóku Ítalíu og Danmörku sérstaklega sem skotmörk fyrir stuðninginn við innrásir í Írak og Afganistan. Sérstakur viðbúnaður hefur verið í kringum Vatíkanið, en alls hefur verið fylgst sérstaklega vel með yfir 13.000 stöðum í landinu eftir árásirnar, það eru hernaðarmannvirki, og miðstöðvar almenningssamgangna og fjarskipta. Þá hefur líka verið fylgst sérstaklega vel með keppnissvæði Vetrarólympíuleikanna sem halda á í Turin árið 2006. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur varað við því að Ítalía kunni að vera í hættu og hefur hvatt þjóðina til árvekni og varðstöðu. Ítölsk stjórnvöld telja líklegt að Ítalía verði næst í röðinni eftir að árásir hafa verið gerðar á Bandaríkin, Spán og Bretland.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×