Bretar ósammála um næstu skref 8. júlí 2005 00:01 Margir hryðjuverkasérfræðingar fullyrða að tímasetning hryðjuverkanna í London í gær hafi verið í beinum tengslum við G8-leiðtogafundinn sem haldinn er í Gleneagles í Skotlandi þessa dagana. Fljótlega eftir árásirnar hófust bollaleggingar um hverjir bæru ábyrgð á hryðjuverkunum og hvað þeim gengi til. Fljótlega hafði svo þýska blaðið Der Spiegel upp á arabískri vefsíðu þar sem fullyrt var að samtök sem kalla sig "Leynisamtök al-Kaída í Evrópu" hefðu lýst hryllingnum á hendur sér og aðgerðirnar væru hefnd fyrir hlutdeild Breta í innrásunum í Afganistan og Írak. Líklegt er að kastljós G8-leiðtoganna beinist mun meir að svokölluðu stríði gegn hryðjuverkum en til stóð og hafa stjórnmálaskýrendur og pistlahöfundar bresku dagblaðanna sumir verið duglegir við að benda leiðtogunum á að ekki er hægt að slást við eld með eldi á meðan aðrir styðja ríkisstjórn Tonys Blair, stríðið í Írak og hertar öryggisráðstafanir. Greinilegt er að ekki eru allir einhuga um það hvaða skref skuli taka næst. Rót hryðjuverka liggur í fáfræði og fátæktRobin Cook pistlahöfundur breska dagblaðsins The Guardian fullyrti í blaðinu í gær að ekki væri hægt að sigra í baráttunni gegn hryðjuverkum með hernaðaraðgerðum. Hann snýr orðum forsætisráðherrans Tonys Blair þannig að þegar Blair sagði að hryðjuverkin væru árásir á lífsgildi og viðmið vestrænna þjóða vildi Cook benda á að mikilvægast af þessum gildum væri gagnkvæm virðing fyrir náunganum, umburðarlyndi og fordómaleysi gagnvart mismunandi menningar- og kynþáttauppruna. Cook segir í grein sinni að leiðtogar G8-ríkjanna hafi tækifærið í hendi sér til að svara hryðjuverkaárásunum á hinn áhrifamesta máta; með því að láta engan bilbug á sér finna í leit að lausnum á fátækt þriðja heims ríkja. Cook fullyrðir að rætur hryðjuverkastarfsemi liggi oftar en ekki í löndum þar sem fátækt er mikil og þar sem bókstafstrú býður falska tilfinningu fyrir stolti hjá ungum mönnum sem ekki búa að tækifærum til að mennta sig og brjótast úr sárri fátækt. Því segir Cook að stríð gegn fátækt sé mun áhrifameiri leið til að berjast gegn hryðjuverkum en hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum. Cook lýkur svo grein sinni með því að segja að hvað svo sem megi segja til að verja stríðið í Írak sé aldrei hægt að segja að það hafi varið Breta gegn hryðjuverkum í heimalandinu. Máttu búast við þessuRobert Fisk, sérfræðingur blaðsins The Independent í málefnum Mið-Austurlanda tekur heldur þyngra í árinni en Robin Cook og fullyrðir að hryðjuverkin séu hreinar hefndaraðgerðir vegna íhlutunnar Breta í Írak. Helstu rök Bush í svokölluðu stríði gegn hryðjuverkum hafa að sögn Fisk verið að betra sé að sækja hryðjuverkamennina heim en að bíða eftir því að þeir kæmu til okkar. Segir hann því að rök Bush og Blair fyrir því að stríð í Írak sé stríð gegn hryðjuverkum hafi hrunið þegar ráðist var á London á fimmtudagsmorgun. Einnig gagnrýnir Fisk bresk lögregluyfirvöld fyrir að hafa ekki séð árásirnar fyrir þar sem greinilegt sé að þurft hafi margra mánaða undirbúning og skipulagningu til að framkvæma jafn samhæfðar árásir og dundu á íbúum London á fimmtudag. Robert Fisk bendir þó ekki á hugsanlegar betri lausnir á hryðjuverkavandanum. Óvenjulegt ástand kallar á óvenjulegar aðgerðirÍ leiðara breska blaðsins Times er talað um að íbúar Lundúna þurfi að sýna stillingu og sérstakt æðruleysi í kjölfar árásanna. Leiðarahöfundur bendir á að örvinglan og örvæntingafullar aðgerðir til að auka öryggisgæslu væri villuspor. Þó er bent á í leiðaranum að nauðsynlegt gæti talist að herða löggjöf á ákveðnum sviðum til þess að koma í veg fyrir önnur eins hryðjuverk. Leiðarahöfundur segir að staðfesta bresku þjóðarinnar hafi aldrei verið meiri í stríðinu gegn hryðjuverkum og einmitt eftir árásirnar, og ef tilgangur hryðjuverkamannana hafi verið að sundra bresku þjóðinni og draga úr staðfestu hennar í baráttunni gegn hryðjuverkum þá hafi það mistekist hrapallega. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira
Margir hryðjuverkasérfræðingar fullyrða að tímasetning hryðjuverkanna í London í gær hafi verið í beinum tengslum við G8-leiðtogafundinn sem haldinn er í Gleneagles í Skotlandi þessa dagana. Fljótlega eftir árásirnar hófust bollaleggingar um hverjir bæru ábyrgð á hryðjuverkunum og hvað þeim gengi til. Fljótlega hafði svo þýska blaðið Der Spiegel upp á arabískri vefsíðu þar sem fullyrt var að samtök sem kalla sig "Leynisamtök al-Kaída í Evrópu" hefðu lýst hryllingnum á hendur sér og aðgerðirnar væru hefnd fyrir hlutdeild Breta í innrásunum í Afganistan og Írak. Líklegt er að kastljós G8-leiðtoganna beinist mun meir að svokölluðu stríði gegn hryðjuverkum en til stóð og hafa stjórnmálaskýrendur og pistlahöfundar bresku dagblaðanna sumir verið duglegir við að benda leiðtogunum á að ekki er hægt að slást við eld með eldi á meðan aðrir styðja ríkisstjórn Tonys Blair, stríðið í Írak og hertar öryggisráðstafanir. Greinilegt er að ekki eru allir einhuga um það hvaða skref skuli taka næst. Rót hryðjuverka liggur í fáfræði og fátæktRobin Cook pistlahöfundur breska dagblaðsins The Guardian fullyrti í blaðinu í gær að ekki væri hægt að sigra í baráttunni gegn hryðjuverkum með hernaðaraðgerðum. Hann snýr orðum forsætisráðherrans Tonys Blair þannig að þegar Blair sagði að hryðjuverkin væru árásir á lífsgildi og viðmið vestrænna þjóða vildi Cook benda á að mikilvægast af þessum gildum væri gagnkvæm virðing fyrir náunganum, umburðarlyndi og fordómaleysi gagnvart mismunandi menningar- og kynþáttauppruna. Cook segir í grein sinni að leiðtogar G8-ríkjanna hafi tækifærið í hendi sér til að svara hryðjuverkaárásunum á hinn áhrifamesta máta; með því að láta engan bilbug á sér finna í leit að lausnum á fátækt þriðja heims ríkja. Cook fullyrðir að rætur hryðjuverkastarfsemi liggi oftar en ekki í löndum þar sem fátækt er mikil og þar sem bókstafstrú býður falska tilfinningu fyrir stolti hjá ungum mönnum sem ekki búa að tækifærum til að mennta sig og brjótast úr sárri fátækt. Því segir Cook að stríð gegn fátækt sé mun áhrifameiri leið til að berjast gegn hryðjuverkum en hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum. Cook lýkur svo grein sinni með því að segja að hvað svo sem megi segja til að verja stríðið í Írak sé aldrei hægt að segja að það hafi varið Breta gegn hryðjuverkum í heimalandinu. Máttu búast við þessuRobert Fisk, sérfræðingur blaðsins The Independent í málefnum Mið-Austurlanda tekur heldur þyngra í árinni en Robin Cook og fullyrðir að hryðjuverkin séu hreinar hefndaraðgerðir vegna íhlutunnar Breta í Írak. Helstu rök Bush í svokölluðu stríði gegn hryðjuverkum hafa að sögn Fisk verið að betra sé að sækja hryðjuverkamennina heim en að bíða eftir því að þeir kæmu til okkar. Segir hann því að rök Bush og Blair fyrir því að stríð í Írak sé stríð gegn hryðjuverkum hafi hrunið þegar ráðist var á London á fimmtudagsmorgun. Einnig gagnrýnir Fisk bresk lögregluyfirvöld fyrir að hafa ekki séð árásirnar fyrir þar sem greinilegt sé að þurft hafi margra mánaða undirbúning og skipulagningu til að framkvæma jafn samhæfðar árásir og dundu á íbúum London á fimmtudag. Robert Fisk bendir þó ekki á hugsanlegar betri lausnir á hryðjuverkavandanum. Óvenjulegt ástand kallar á óvenjulegar aðgerðirÍ leiðara breska blaðsins Times er talað um að íbúar Lundúna þurfi að sýna stillingu og sérstakt æðruleysi í kjölfar árásanna. Leiðarahöfundur bendir á að örvinglan og örvæntingafullar aðgerðir til að auka öryggisgæslu væri villuspor. Þó er bent á í leiðaranum að nauðsynlegt gæti talist að herða löggjöf á ákveðnum sviðum til þess að koma í veg fyrir önnur eins hryðjuverk. Leiðarahöfundur segir að staðfesta bresku þjóðarinnar hafi aldrei verið meiri í stríðinu gegn hryðjuverkum og einmitt eftir árásirnar, og ef tilgangur hryðjuverkamannana hafi verið að sundra bresku þjóðinni og draga úr staðfestu hennar í baráttunni gegn hryðjuverkum þá hafi það mistekist hrapallega.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira