Þögnin grúfir yfir torginu 8. júlí 2005 00:01 Sorgin liggur í loftinu á götunum sem liggja að Tavistock Square og hún verður greinilegri eftir því sem nær dregur. Í það minnsta þrettán manns biðu bana þegar strætisvagn sem þeir voru í sprakk í loft upp við torgið og fjölmargir slösuðust. Rúmum sólarhring eftir þennan voðaatburð er svæðið ennþá girt af og lokað þeim sem ekki vinna eða búa á því. Lögreglumenn gæta girðingarinnar enda er staðurinn vettvangur glæps. Vanalega er ys og þys á þessum slóðum því að University College of London er þarna rétt hjá. Í dag ganga stúdentarnir hins vegar hljóðlega framhjá hver öðrum. Kona kemur út af bannsvæðinu með barnakerru á undan sér. Hún heitir Susan Woodward og starfar að öllu jöfnu sem blaðamaður en þessa dagana er hún í mæðraorlofi. "Ég var í íbúðinni minni með dóttur minni þegar við heyrðum mikinn hvell. Við litum báðar hvor á aðra og svo byrjaði síminn að hringja stöðugt og ættingjar að athuga hvort allt væri í lagi. Ég leit þá út um gluggann sá og heyrði að það voru mun fleiri lögreglubílar á ferðinni en vanalega. Ég þaut því út með barnið og varð allt í einu litið á strætisvagninn sem hafði algerlega flest í sundur. Þá fyrst gerði ég mér grein fyrir hvað hafði gerst." Ólíkt því sem flestir hefðu ef til vill gert í hennar sporum flýtti Susan sér ekki á brott með barnið heldur fylgdist hún með af athygli. "Sem betur fer sá ég ekki sjálf fórnarlömbin. Ég sá hins vegar hversu vel sjúkraflutninga- og slökkviliðsmennirnir stóðu sig. Dóttir mín er hins vegar orðin svo vön ysnum hérna að hún togaði skerminn á kerrunni bara yfir sig og steinsofnaði. Á meðan ég var að taka viðtöl og hringja símtöl svaf hún eins og selur." Susan er ákveðin í að láta líf sitt hafa sinn vanagang. "Ég ætla alls ekki að láta hryðjuverkamenn hafa áhrif á hvernig ég lifi mínu lífi. Ég er engu að síður mjög döpur yfir þessum hörmulegu atburðum. Að ráðast á fólk sem er fast ofan í neðanjarðarlestum er villimannlegra en orð fá lýst. Írski lýðveldisherinn, sama hversu slæmur hann var, hét því alltaf að láta neðanjarðarlestirnar í friði." Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Sorgin liggur í loftinu á götunum sem liggja að Tavistock Square og hún verður greinilegri eftir því sem nær dregur. Í það minnsta þrettán manns biðu bana þegar strætisvagn sem þeir voru í sprakk í loft upp við torgið og fjölmargir slösuðust. Rúmum sólarhring eftir þennan voðaatburð er svæðið ennþá girt af og lokað þeim sem ekki vinna eða búa á því. Lögreglumenn gæta girðingarinnar enda er staðurinn vettvangur glæps. Vanalega er ys og þys á þessum slóðum því að University College of London er þarna rétt hjá. Í dag ganga stúdentarnir hins vegar hljóðlega framhjá hver öðrum. Kona kemur út af bannsvæðinu með barnakerru á undan sér. Hún heitir Susan Woodward og starfar að öllu jöfnu sem blaðamaður en þessa dagana er hún í mæðraorlofi. "Ég var í íbúðinni minni með dóttur minni þegar við heyrðum mikinn hvell. Við litum báðar hvor á aðra og svo byrjaði síminn að hringja stöðugt og ættingjar að athuga hvort allt væri í lagi. Ég leit þá út um gluggann sá og heyrði að það voru mun fleiri lögreglubílar á ferðinni en vanalega. Ég þaut því út með barnið og varð allt í einu litið á strætisvagninn sem hafði algerlega flest í sundur. Þá fyrst gerði ég mér grein fyrir hvað hafði gerst." Ólíkt því sem flestir hefðu ef til vill gert í hennar sporum flýtti Susan sér ekki á brott með barnið heldur fylgdist hún með af athygli. "Sem betur fer sá ég ekki sjálf fórnarlömbin. Ég sá hins vegar hversu vel sjúkraflutninga- og slökkviliðsmennirnir stóðu sig. Dóttir mín er hins vegar orðin svo vön ysnum hérna að hún togaði skerminn á kerrunni bara yfir sig og steinsofnaði. Á meðan ég var að taka viðtöl og hringja símtöl svaf hún eins og selur." Susan er ákveðin í að láta líf sitt hafa sinn vanagang. "Ég ætla alls ekki að láta hryðjuverkamenn hafa áhrif á hvernig ég lifi mínu lífi. Ég er engu að síður mjög döpur yfir þessum hörmulegu atburðum. Að ráðast á fólk sem er fast ofan í neðanjarðarlestum er villimannlegra en orð fá lýst. Írski lýðveldisherinn, sama hversu slæmur hann var, hét því alltaf að láta neðanjarðarlestirnar í friði."
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira