Erlent

Ráðast verður að rótum hryðjuverka

Ráðast verður að félagslegum orsökum hryðjuverka ef takast á að vinna bug á þeim sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Orsakirnar sagði hann vera fátækt, skort á lýðræði og áframhaldandi átök í Mið-Austurlöndum. "Ég held að þessi gerð hryðjuverka eigi sér mjög djúpar rætur," sagði Blair í viðtali við BBC. "Auk þess að eiga við afleiðingar þessa og reyna að vernda okkur eins mikið og samfélagsgerð okkar gerir okkur kleift, verður að reyna að ráðast að rótum þess." Hann sagði að sumar af þessum orsökum hefðu leiðtogar helstu iðnríkja heims fjallað um á fundi sínum í Skotlandi. "Það sem við vitum nú, ef við vissum það ekki fyrir, er að þegar öfgastefnur, ofsatrú eða sár fátæk ríkir í einni heimsálfu eru afleiðingarnar ekki bundnar við þá heimsálfu heldur breiðast út til allra marka heimsins," sagði Blair og kvað nauðsynlegt að auka skilning milli fólks frá ólíkum heimkynnum, hjálpa íbúum Mið-Austurlanda á veg til lýðræðisvæðingar og vinna bug á því hvernig íslamskir vígamenn afmynduðu íslamska trú og notuðu hana til að réttlæta ofbeldisverk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×