London í dag 10. júlí 2005 00:01 Snemma í morgun voru þrír karlmenn handteknir á Heathrow-flugvelli vegna gruns um tengsl við hryðjuverk. Brian Paddick, aðstoðaryfirlögreluþjónn segir að fólkið sé enn í haldi. Hann segir einnig að það sé beinlínis óviðeigandi og hreinar getgátur að tengja handtökurnar við árásirnar á London síðasliðinn miðvikudag. Hann er ekki tilbúinn til að gefa meiri upplýsingar á þessu stigi málsins. Enn hefur björgunarmönnum ekki tekist að bjarga öllum líkunum úr neðanjarðarlestargöngunum, og er í það minnsta þrjátíu saknað. Kenningunum um hverjir voru að verki í London fjölgar. Marokkómaður sem leitað var í gær liggur ekki lengur undir grun, en annarra er þó leitað, meðal annars Mustafa Setmariam Nasar, Sýrlending undir fimmtugt, sem sagður er hafa komið á fót hryðjuverkahópum á Bretlandi. Hann mun einnig hafa verið í sambandi við þá sem gerðu árásirnar í Madríd og er sagður samstarfsmaður Abu Musabs al-Zarqawis. Önnur kenning gengur út á að hvítir múslímar frá Balkanskaga hafi verið ráðnir til verksins og að þeir hafi jafnframt verið málaliðar á vegum al-Qaeda. Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúna bendir á í blaðagrein að um þrjúþúsund breskra borgara hafi sótt þjálfunarbúðir al-Qaeda og segir þá hafa verið að verki. Engin kenning hefur verið staðfest. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína á lestarstöðvarnar þar sem hryðjuverkin voru framin og lagt þar blóm. Í gærkvöldi varð uppi fótur og fit þegar trúverðug hótun barst yfirvöldum í Birmingham. Í kjölfarið var miðborgin rýmd og á milli tuttugu og þrjátíu þúsund manns var skipað að yfirgefa svæðið. Böggull í strætisvagni var sprengdur í loft upp en ekki reyndist um sprengju að ræða. Lundúnabúar eru eftir sem áður staðráðnir í að láta ekki skelfa sig og ógna: þeir mættu tugþúsundum saman á götur borgarinnar í dag til að hylla þá sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni, og kannski til að sýna að harkan sem bjó í Lundúnabúum þá er ennþá til staðar. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Snemma í morgun voru þrír karlmenn handteknir á Heathrow-flugvelli vegna gruns um tengsl við hryðjuverk. Brian Paddick, aðstoðaryfirlögreluþjónn segir að fólkið sé enn í haldi. Hann segir einnig að það sé beinlínis óviðeigandi og hreinar getgátur að tengja handtökurnar við árásirnar á London síðasliðinn miðvikudag. Hann er ekki tilbúinn til að gefa meiri upplýsingar á þessu stigi málsins. Enn hefur björgunarmönnum ekki tekist að bjarga öllum líkunum úr neðanjarðarlestargöngunum, og er í það minnsta þrjátíu saknað. Kenningunum um hverjir voru að verki í London fjölgar. Marokkómaður sem leitað var í gær liggur ekki lengur undir grun, en annarra er þó leitað, meðal annars Mustafa Setmariam Nasar, Sýrlending undir fimmtugt, sem sagður er hafa komið á fót hryðjuverkahópum á Bretlandi. Hann mun einnig hafa verið í sambandi við þá sem gerðu árásirnar í Madríd og er sagður samstarfsmaður Abu Musabs al-Zarqawis. Önnur kenning gengur út á að hvítir múslímar frá Balkanskaga hafi verið ráðnir til verksins og að þeir hafi jafnframt verið málaliðar á vegum al-Qaeda. Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúna bendir á í blaðagrein að um þrjúþúsund breskra borgara hafi sótt þjálfunarbúðir al-Qaeda og segir þá hafa verið að verki. Engin kenning hefur verið staðfest. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína á lestarstöðvarnar þar sem hryðjuverkin voru framin og lagt þar blóm. Í gærkvöldi varð uppi fótur og fit þegar trúverðug hótun barst yfirvöldum í Birmingham. Í kjölfarið var miðborgin rýmd og á milli tuttugu og þrjátíu þúsund manns var skipað að yfirgefa svæðið. Böggull í strætisvagni var sprengdur í loft upp en ekki reyndist um sprengju að ræða. Lundúnabúar eru eftir sem áður staðráðnir í að láta ekki skelfa sig og ógna: þeir mættu tugþúsundum saman á götur borgarinnar í dag til að hylla þá sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni, og kannski til að sýna að harkan sem bjó í Lundúnabúum þá er ennþá til staðar.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira