Erlent

Múslímar verða fyrir aðkasti

Reynt hefur verið að kveikja í fjórum moskum í Bretlandi eftir hryðjuverkaárásirnar í London í síðustu viku og hefur gætt vaxandi spennu í garð múslíma. Lögreglan hefur fengið fjölmargar tilkynningar um tilvik þar sem múslímar hafa verið áreittir á götum úti og bílar þeirra, fyrirtæki og heimili skemmd. Formaður mannréttindasamtaka múslíma sagðist hafa heyrt um 40 til 60 tilvik þar sem múslímar hefðu verið áreittir, aðallega konur, og skýringin sé líklega sú að betur sést á þeim að þær séu múslímar en á körlum. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur nú heitið múslímum í landinu aðstoð til að koma í veg fyrir þessar árásir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×