Breska lögreglan með húsleitir 12. júlí 2005 00:01 MYND/AP Sérsveit bresku lögreglunnar gerði húsleit á fimm heimilum í borginni Leeds á Englandi í morgun í tengslum við leitina að Al-Qaida hryðjuverkamönnunum sem bera ábyrgð á sprengjutilræðunum í Lundúnum í síðustu viku. Fimmtíu og tveir létu lífið í árásunum og um 700 særðust, þar af margir alvarlega. Breska lögreglan segir aðgerðirnar mikilvægar en í Leeds er að finna eitt stærsta samfélag múslima á Bretlandseyjum. Samkvæmt Reuters-fréttastofunni eru aðgerðir lögreglunnar í morgun fyrstu skipulögðu aðgerðirnar frá því hryðjuverkaárásirnar voru framdar á neðanjarðarlestakerfi og strætisvagna Lundúnaborgar. Almenningur í Bretlandi hefur gagnrýnt yfirvöld fyrir að bregðast seint við árásunum og fyrir seinagang við að bera kennsl á lík fórnarlamba árásanna. Töluverð ólga er í landinu þótt lífið í Lundúnum sé að komast í fyrra horf. Frá því á fimmtudag hefur verið reynt að kveikja í fjórum moskum í Bretlandi og hefur gætt vaxandi spennu í garð múslima. Lögreglan hefur fengið fjölmargar tilkynningar um tilvik þar sem múslimar hafa verið áreittir á götum úti og bílar þeirra, fyrirtæki og heimili skemmd. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur heitið múslimum í landinu aðstoð sinni til að koma í veg fyrir þessar árásir. Gordon Brown fjármálaráðherra ætlar að hvetja fjármálaráðherra annarra aðildarríkja Evrópusambandsins til að taka höndum saman við að gera sjóði hryðjuverkamanna upptæka, hvar sem þeir finnast í bönkum aðildarríkjanna. Hann hittir fjármálaráðherra hinna ríkjanna í Brussel í dag. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Sérsveit bresku lögreglunnar gerði húsleit á fimm heimilum í borginni Leeds á Englandi í morgun í tengslum við leitina að Al-Qaida hryðjuverkamönnunum sem bera ábyrgð á sprengjutilræðunum í Lundúnum í síðustu viku. Fimmtíu og tveir létu lífið í árásunum og um 700 særðust, þar af margir alvarlega. Breska lögreglan segir aðgerðirnar mikilvægar en í Leeds er að finna eitt stærsta samfélag múslima á Bretlandseyjum. Samkvæmt Reuters-fréttastofunni eru aðgerðir lögreglunnar í morgun fyrstu skipulögðu aðgerðirnar frá því hryðjuverkaárásirnar voru framdar á neðanjarðarlestakerfi og strætisvagna Lundúnaborgar. Almenningur í Bretlandi hefur gagnrýnt yfirvöld fyrir að bregðast seint við árásunum og fyrir seinagang við að bera kennsl á lík fórnarlamba árásanna. Töluverð ólga er í landinu þótt lífið í Lundúnum sé að komast í fyrra horf. Frá því á fimmtudag hefur verið reynt að kveikja í fjórum moskum í Bretlandi og hefur gætt vaxandi spennu í garð múslima. Lögreglan hefur fengið fjölmargar tilkynningar um tilvik þar sem múslimar hafa verið áreittir á götum úti og bílar þeirra, fyrirtæki og heimili skemmd. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur heitið múslimum í landinu aðstoð sinni til að koma í veg fyrir þessar árásir. Gordon Brown fjármálaráðherra ætlar að hvetja fjármálaráðherra annarra aðildarríkja Evrópusambandsins til að taka höndum saman við að gera sjóði hryðjuverkamanna upptæka, hvar sem þeir finnast í bönkum aðildarríkjanna. Hann hittir fjármálaráðherra hinna ríkjanna í Brussel í dag.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira