Bendir allt til sjálfsmorðsárása 12. júlí 2005 00:01 Talið er að fjórir tilræðismenn hafi verið meðal þeirra sem létu lífið í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum síðastliðinn fimmtudag. Breska lögreglan greindi frá þessu síðdegis og bendir allt til þess að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða. Sérsveit bresku lögreglunnar gerði húsleit á nokkrum heimilum í borginni Leeds í Vestur-Jórvíkurskíri í Englandi í morgun í tengslum við leitina á hryðjuverkamönnunum sem skipulögðu sprengjuárásirnar. Sex menn voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar. Meðal heimila sem leitað var á voru heimili þriggja manna af fjórum tilræðismönnum, sem taldir eru hafa látið lífið í árásunum, en staðfest er að fimmtíu og tveir létu lífið í þeim og um 700 særðust. Réttarmeinafræðingar rannsaka nú lík mannanna fjögurra en nokkurn tíma kann að taka að fá endanlega niðurstöðu. Á blaðamannafundi sem breska lögreglan boðaði til síðdegis kom fram að verið væri að púsla saman ferðum mannanna fyrir árásina og rannsaka hvort þeir hefðu allir beðið bana í hryjuverkaárásunum, en þegar hefur verið staðfest að einn þeirra beið bana í sprengingunni sem varð við Aldgate lestarstöðina. Nú er vitað að mennirnir fjórir komu til London með lest að morgni fimmtudagsins. Myndir úr eftirlitsmyndavélum sýna þá við King´s Cross lestarstöðina rétt fyrir klukkan 8.30 að sögn Peters Clarkes hjá hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar. Andy Hayman hjá bresku lögreglunni segir engan eiga að velkjast í vafa um að verknaðurinn á fimmtudag var verk öfga- og glæpamanna, og þar sem það sé tilfellið ætti enginn að sverta eða brennimerkja nokkurt samfélag fyrir verknaðinn. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Talið er að fjórir tilræðismenn hafi verið meðal þeirra sem létu lífið í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum síðastliðinn fimmtudag. Breska lögreglan greindi frá þessu síðdegis og bendir allt til þess að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða. Sérsveit bresku lögreglunnar gerði húsleit á nokkrum heimilum í borginni Leeds í Vestur-Jórvíkurskíri í Englandi í morgun í tengslum við leitina á hryðjuverkamönnunum sem skipulögðu sprengjuárásirnar. Sex menn voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar. Meðal heimila sem leitað var á voru heimili þriggja manna af fjórum tilræðismönnum, sem taldir eru hafa látið lífið í árásunum, en staðfest er að fimmtíu og tveir létu lífið í þeim og um 700 særðust. Réttarmeinafræðingar rannsaka nú lík mannanna fjögurra en nokkurn tíma kann að taka að fá endanlega niðurstöðu. Á blaðamannafundi sem breska lögreglan boðaði til síðdegis kom fram að verið væri að púsla saman ferðum mannanna fyrir árásina og rannsaka hvort þeir hefðu allir beðið bana í hryjuverkaárásunum, en þegar hefur verið staðfest að einn þeirra beið bana í sprengingunni sem varð við Aldgate lestarstöðina. Nú er vitað að mennirnir fjórir komu til London með lest að morgni fimmtudagsins. Myndir úr eftirlitsmyndavélum sýna þá við King´s Cross lestarstöðina rétt fyrir klukkan 8.30 að sögn Peters Clarkes hjá hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar. Andy Hayman hjá bresku lögreglunni segir engan eiga að velkjast í vafa um að verknaðurinn á fimmtudag var verk öfga- og glæpamanna, og þar sem það sé tilfellið ætti enginn að sverta eða brennimerkja nokkurt samfélag fyrir verknaðinn.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira