Erlent

Heita að herða á hryðjuverkavörnum

Dóms- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna 25 samþykktu í gær að herða á baráttunni gegn hryðjuverkaógninni. Á bráðafundi sem kallaður var saman í kjölfar sprengjutilræðanna í Lundúnum ákváðu ráðherrarnir að hrinda aðgerðaáætlun ESB um hryðjuverkavarnir í framkvæmd fyrir árslok. Ráðherrarnir sóru að herða tafarlaust á ráðstöfunum til að skrúfa fyrir fjárstreymi til hryðjuverkahópa og að efla samstarf um að deila leyniþjónustuupplýsingum um athafnir meintra hryðjuverkamanna. Breski innanríkisráðherrann Charles Clarke sagði það mjög brýnt að bæta slíkt samstarf ríkjanna, það væri lykillinn að því að hafa tímanlega hendur í hári manna sem hygðu á að fremja hryðjuverk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×