Erlent

Múslimar í Bretlandi biðja griða

Múslimar í Bretlandi eru undrandi yfir því að hryðjuverkamennirnir sem sprengdu upp lestar og strætisvagn í London þann sjöunda júlí síðastliðinn, hafi verið breskir ríkisborgarar. Í tilkynningu frá samtökum múslima í Bretlandi, segir að þetta sé versta mögulega útkoman fyrir múslima í landinu og að mikilvægt sé að fólk dæmi ekki alla múslima öfga- eða hryðjuverkamenn. Múslimar í Bretlandi hafa margir hverjir verið áreittir eftir sprengingarnar og heimili þeirra, vinnustaðir og moskur eyðilagðar. Tony Blair hefur beðið Breta um að vera rólegir og að sýna umburðarlyndi en um 1,6 milljón múslima búa í Bretlandi en þar af er helmingur þeirra fæddur í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×