Pjúra íslensk hönnun 14. júlí 2005 00:01 Þær Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir, Hildur Hinriksdóttir, Íris Eggertsdóttir og Elín Arndís Gunnarsdóttir eru konurnar á bak við Pjúra. Þær hafa unnið að hönnun og listsköpun undanfarin ár en létu í vor gamlan draum rætast og opnuðu verslun þar sem þær selja eigin hönnun. Búðin fór af stað í apríl og að sögn Kolbrúnar gengur reksturinn vel. "Við hönnum allt og saumum sjálfar, hver og ein undir sínu merki. Þetta er fatnaður á konur og börn og við erum líka með töluvert úrval af fatnaði fyrir barnshafandi konur," segir Kolbrún. Búðin er björt og falleg og hönnun þeirra vinkvennanna nýtur sín vel. Verslunin er í sama húsi og Frú Fiðrildi og saman mynda búðirnar skemmtilega heild. Stemningin er notaleg og stundum er staðið fyrir skemmtilegum uppákomum. Um daginn var til að mynda haldið dömukvöld í Pjúra og þangað mættu um 100 manns. Þessa dagana er sumarútsala í Pjúra og góður afsláttur af völdum vörum. Pils, kjólar og bolir eru á tilboði og hægt er fá einstakar flíkur á frábæru verði.Fallegt rautt dress eftir Kolbrúnu sem hannar undir merkinu Kow. Bolur 4.360 kr, pils 7.800 kr.VilhelmHildur hannar barnafatnað undir merkinu HiN. Buxur 3.500 kr. mussa 3.000 kr.VilhelmSkemmtilegar barnahúfur eftir Hildi.VilhelmFatnaður Írisar ber nafnið Krúsilíus. Blár bolur með fiðrildi 4.300 kr. pils 8.700 kr. gyllt hálsmen 2.500 kr.Vilhelm Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Þær Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir, Hildur Hinriksdóttir, Íris Eggertsdóttir og Elín Arndís Gunnarsdóttir eru konurnar á bak við Pjúra. Þær hafa unnið að hönnun og listsköpun undanfarin ár en létu í vor gamlan draum rætast og opnuðu verslun þar sem þær selja eigin hönnun. Búðin fór af stað í apríl og að sögn Kolbrúnar gengur reksturinn vel. "Við hönnum allt og saumum sjálfar, hver og ein undir sínu merki. Þetta er fatnaður á konur og börn og við erum líka með töluvert úrval af fatnaði fyrir barnshafandi konur," segir Kolbrún. Búðin er björt og falleg og hönnun þeirra vinkvennanna nýtur sín vel. Verslunin er í sama húsi og Frú Fiðrildi og saman mynda búðirnar skemmtilega heild. Stemningin er notaleg og stundum er staðið fyrir skemmtilegum uppákomum. Um daginn var til að mynda haldið dömukvöld í Pjúra og þangað mættu um 100 manns. Þessa dagana er sumarútsala í Pjúra og góður afsláttur af völdum vörum. Pils, kjólar og bolir eru á tilboði og hægt er fá einstakar flíkur á frábæru verði.Fallegt rautt dress eftir Kolbrúnu sem hannar undir merkinu Kow. Bolur 4.360 kr, pils 7.800 kr.VilhelmHildur hannar barnafatnað undir merkinu HiN. Buxur 3.500 kr. mussa 3.000 kr.VilhelmSkemmtilegar barnahúfur eftir Hildi.VilhelmFatnaður Írisar ber nafnið Krúsilíus. Blár bolur með fiðrildi 4.300 kr. pils 8.700 kr. gyllt hálsmen 2.500 kr.Vilhelm
Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira