Benidorm norðursins 14. júlí 2005 00:01 Síðastliðinn föstudag birtist frétt í Fréttablaðinu af því að Skipulagsráð Reykjavíkur hafi samþykkt að auglýsa breytingu annars vegar á skipulagi Barónsreits og hins vegar Skuggareits neðar við Skúlagötuna. Þessi litla frétt hvarf óneitanlega í skuggann af stærri atburðum - daginn eftir sprenguárásirnar í Lundúnum. Þótt fréttir af breyttu skipulagi í höfuðborginni skori ekki hátt á heimsatburðaskalanum voru þarna á ferðinni býsna mikil tíðindi fyrir borgarbúa. Og þá kannski sérstaklega íbúa við göturnar frá Hverfisgötu og upp Skólavörðuholtið því Skipulagsráð hefur sem sagt ákveðið að rétt sé að bæta fleiri háhýsum við þau sem þegar eru risin við Skúlagötuna. Hugmyndin er að bæta tveimur turnum, tólf og fjórtán hæða, við húsin sem verið er að leggja lokahönd á í svokölluðu Skuggahverfi, milli Klapparstígs og Frakkastígs. Í öðru lagi vill Skipulagsráð að reist verði þrjú háhýsi milli Barónstígs og Vitastígs. Nú er ekkert að því byggja hátt, þvert á móti mætti gera meira af því að reisa há hús í Reykjavík í stað þess að teygja byggðina lárétt upp til heiða og fjalla. En að gera það á þessum stað, við sjávarsíðuna, og svipta þar með allt það fólk sem býr upp með Skólavörðuholtinu fjallasýn og útsýni út sundin blá, nær náttúrlega ekki nokkurri átt. Í öðrum löndum er leitast við að byggja hátt uppi á hæðum og hafa byggðina lækkandi niður að sjó. Nema auðvitað þar sem hraflað hefur verið upp húsum með hraði eins og víða hefur verið gert til dæmis við strendur Miðjarðarhafsins, unnendum arkitektúrs og öðru smekkfólki til lítillar ánægju. Hótelturnarnir í strandbænum Benidorm eru eitt hryggilegt dæmi sem margir Íslendingar þekkja vel til. Nú skal tekið fram að núverandi merihluti borgarstjórnar og Skipulagsráðs hlaut skipulag Skúlagötu í arf frá fyrri valdhöfum í borginni. Sjálfstæðismenn hljóta á sínum tíma að hafa haft sjónarhorn sæfarenda í huga þegar þeir lögðu grunn að háhýsabyggðinni við þennan hluta strandlengjunnar; borgarmyndin hefur væntanlega átt að vera stássleg frá sjó að sjá. En af hverju R-listinn hefur kosið að taka þetta skipulag upp á sína arma er erfitt að skilja. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans og formaður Skipulagsráðs, segir að með þessum tillögum fáist heildarmynd á strandlengjuna, sem er vissulega rétt. En er það virkilega eftirsóknarvert þegar sú mynd er slæm og gengur á lífsgæði þeirra sem missa útsýni yfir þann fjólubláa draum sem Skarðsheiðin er á fallegum vorkvöldum í Reykjavík? Það er synd að þessar hugmyndir skuli vera hluti af annars mjög tímabærum og metnaðarfullum áformum Dags og félaga um uppbyggingu í miðborginni og á svæðinu kringum Hlemm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Síðastliðinn föstudag birtist frétt í Fréttablaðinu af því að Skipulagsráð Reykjavíkur hafi samþykkt að auglýsa breytingu annars vegar á skipulagi Barónsreits og hins vegar Skuggareits neðar við Skúlagötuna. Þessi litla frétt hvarf óneitanlega í skuggann af stærri atburðum - daginn eftir sprenguárásirnar í Lundúnum. Þótt fréttir af breyttu skipulagi í höfuðborginni skori ekki hátt á heimsatburðaskalanum voru þarna á ferðinni býsna mikil tíðindi fyrir borgarbúa. Og þá kannski sérstaklega íbúa við göturnar frá Hverfisgötu og upp Skólavörðuholtið því Skipulagsráð hefur sem sagt ákveðið að rétt sé að bæta fleiri háhýsum við þau sem þegar eru risin við Skúlagötuna. Hugmyndin er að bæta tveimur turnum, tólf og fjórtán hæða, við húsin sem verið er að leggja lokahönd á í svokölluðu Skuggahverfi, milli Klapparstígs og Frakkastígs. Í öðru lagi vill Skipulagsráð að reist verði þrjú háhýsi milli Barónstígs og Vitastígs. Nú er ekkert að því byggja hátt, þvert á móti mætti gera meira af því að reisa há hús í Reykjavík í stað þess að teygja byggðina lárétt upp til heiða og fjalla. En að gera það á þessum stað, við sjávarsíðuna, og svipta þar með allt það fólk sem býr upp með Skólavörðuholtinu fjallasýn og útsýni út sundin blá, nær náttúrlega ekki nokkurri átt. Í öðrum löndum er leitast við að byggja hátt uppi á hæðum og hafa byggðina lækkandi niður að sjó. Nema auðvitað þar sem hraflað hefur verið upp húsum með hraði eins og víða hefur verið gert til dæmis við strendur Miðjarðarhafsins, unnendum arkitektúrs og öðru smekkfólki til lítillar ánægju. Hótelturnarnir í strandbænum Benidorm eru eitt hryggilegt dæmi sem margir Íslendingar þekkja vel til. Nú skal tekið fram að núverandi merihluti borgarstjórnar og Skipulagsráðs hlaut skipulag Skúlagötu í arf frá fyrri valdhöfum í borginni. Sjálfstæðismenn hljóta á sínum tíma að hafa haft sjónarhorn sæfarenda í huga þegar þeir lögðu grunn að háhýsabyggðinni við þennan hluta strandlengjunnar; borgarmyndin hefur væntanlega átt að vera stássleg frá sjó að sjá. En af hverju R-listinn hefur kosið að taka þetta skipulag upp á sína arma er erfitt að skilja. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans og formaður Skipulagsráðs, segir að með þessum tillögum fáist heildarmynd á strandlengjuna, sem er vissulega rétt. En er það virkilega eftirsóknarvert þegar sú mynd er slæm og gengur á lífsgæði þeirra sem missa útsýni yfir þann fjólubláa draum sem Skarðsheiðin er á fallegum vorkvöldum í Reykjavík? Það er synd að þessar hugmyndir skuli vera hluti af annars mjög tímabærum og metnaðarfullum áformum Dags og félaga um uppbyggingu í miðborginni og á svæðinu kringum Hlemm.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun