Japönsk matargerð er yndisleg 15. júlí 2005 00:01 Ingibjörg var ekki há í loftinu þegar hún var farin að safna uppskriftum. "Ég fór oft í ferðalög með pabba og dáðist þá að bóndakonunum sem buðu upp á svo fínt bakkelsi. Ég fékk hjá þeim uppskriftir að kleinum, pönnukökum og kanilsnúðum, sumt uppskriftir sem ég nota ennþá," segir Ingibjörg, sem alltaf gerir stórinnkaup í Bónus en bætir svo við í gourmet-búðunum því sem hún notar sem punktinn yfir i-ið. "Krakkarnir mínir vilja helst þennan venjulega mat en ég geri stundum eitthvað aukalega fyrir mig og eiginmanninn." Ingibjörg var búsett í Grikklandi fyrir þrettán árum og kynntist þar nýjum siðum í matargerð. "Mér fannst úrvalið þar ævintýri líkast og fór hamförum í að prófa nýja rétti. Þegar ég kom heim og ætlaði að elda smokkfisk þurfti ég að elta uppi karlana í beitningaskúrunum til að ná í hráefnið. Þetta hefur sem betur fer breyst." Ingibjörg er flugfreyja og notar tækifærið þegar hún staldrar við í útlöndum til að fara á spennandi veitingastaði. "Þá er ég oft eins og brjálaður vísindamaður að spá í samsetninguna á matnum. Í augnablikinu er ég mest heilluð af svokölluðu "fusion cuisine" og svo finnst mér japönsk matargerð yndisleg, ekki síst vegna þess að hún er svo falleg. Helmingurinn af ánægjunni felst í að maturinn líti vel út og sé fallega framreiddur. Fusion-eldhúsið er sérlega skemmtilegt og gengur út á að bera fram hefðbundinn mat á nýstárlegan hátt og blanda saman hráefni frá ýmsum löndum." Ingibjörg er annáluð fyrir veislurnar sínar, sem stundum eru þematengdar. "Sömuleiðis finnst mér gaman að bjóða upp á smárétti og nýjasta matreiðslubókin mín er einmitt eftir fangelsisdrottninguna Mörthu Stewart. Hvað sem segja um Mörthu þá kann hún að búa til smárétti," segir Ingibjörg og hlær. Ingibjörg vill hvetja lesendur til að fara í kósí lautarferð og gefur þeim uppskrift að því sem er skemmtilegt að taka með. Undirstaðan að huggulegri lautarferð er að sögn Ingibjargar að undirbúa sig vel, eiga fallega körfu fyrir nestið og huggulegt teppi, hitabrúsa, servíettur og kælitösku, því þá er hægt að taka með kælifötu fyrir hvítvínið og sódavatnið og klaka í poka. Svo er hægt að fá einnota form í flestum matvöruverslunum svo maturinn sé í lokuðum formum. "Reglan er bara að hafa það eins kósí og hægt er!"Tzatziki (grísk sósa)1 dós sýrður rjómi2-3 hvítlauksrif1 tsk. Maldon saltsmá nýmalaður pipar1 msk. ólífuolía1 tsk. borð- eða hvítvínsedikca.1/4 kjarnhreinsuð agúrkaHeimalagað pestoSlatti af fersku basil, slatti af fersku klettasalati, ristuðum furuhnetum, parmesanosti og ólífuolíu, salt og pipar í matvinnsluvél.PappadumSaxið niður tómata, ferskt kóríander og cumin fræ (úr kryddstauk) og blandið saman til að nota með. Penslið með olíu og setjið hverja pappadum í örbylgjuofn í ca. 1 1/2 mín.Gazpacho, köld súpa1 rauð paprika15 jalapeno piparsneiðar1 lítill rauðlaukur500 g tómatar1 agúrka kjarnhreinsuð3 msk ferskt kóríander1/2 bolli tómatdjús (rúmlega)2 msk ólífuolía1 msk rauðvínsedik2 msk ferskur límónusafi1 tsk Maldon salt1 /4 tsk nýmalaður pipar1/3 af öllu grænmetinu, saxað niður, nokkuð fínt, rest sett í matvinnsluvél, hakkað saman og allt sett saman með sleif.BrauðteningarRistið teningana með hvítlauksolíu og berið fram með súpunni.Kjúklingaspjót:Kjúklingabringur, gott að klippa niður í ræmur (marínerað til dæmis með tilbúinni teriyaki-maríneringu), grilla eða steikja og taka með kalt. Gott er að hafa pítubrauð eða annað gott brauð og ferska niðurskorna ávexti og gott súkkulaði með kaffi í eftirmat. Kjúklingur Sósur Súpur Uppskriftir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Ingibjörg var ekki há í loftinu þegar hún var farin að safna uppskriftum. "Ég fór oft í ferðalög með pabba og dáðist þá að bóndakonunum sem buðu upp á svo fínt bakkelsi. Ég fékk hjá þeim uppskriftir að kleinum, pönnukökum og kanilsnúðum, sumt uppskriftir sem ég nota ennþá," segir Ingibjörg, sem alltaf gerir stórinnkaup í Bónus en bætir svo við í gourmet-búðunum því sem hún notar sem punktinn yfir i-ið. "Krakkarnir mínir vilja helst þennan venjulega mat en ég geri stundum eitthvað aukalega fyrir mig og eiginmanninn." Ingibjörg var búsett í Grikklandi fyrir þrettán árum og kynntist þar nýjum siðum í matargerð. "Mér fannst úrvalið þar ævintýri líkast og fór hamförum í að prófa nýja rétti. Þegar ég kom heim og ætlaði að elda smokkfisk þurfti ég að elta uppi karlana í beitningaskúrunum til að ná í hráefnið. Þetta hefur sem betur fer breyst." Ingibjörg er flugfreyja og notar tækifærið þegar hún staldrar við í útlöndum til að fara á spennandi veitingastaði. "Þá er ég oft eins og brjálaður vísindamaður að spá í samsetninguna á matnum. Í augnablikinu er ég mest heilluð af svokölluðu "fusion cuisine" og svo finnst mér japönsk matargerð yndisleg, ekki síst vegna þess að hún er svo falleg. Helmingurinn af ánægjunni felst í að maturinn líti vel út og sé fallega framreiddur. Fusion-eldhúsið er sérlega skemmtilegt og gengur út á að bera fram hefðbundinn mat á nýstárlegan hátt og blanda saman hráefni frá ýmsum löndum." Ingibjörg er annáluð fyrir veislurnar sínar, sem stundum eru þematengdar. "Sömuleiðis finnst mér gaman að bjóða upp á smárétti og nýjasta matreiðslubókin mín er einmitt eftir fangelsisdrottninguna Mörthu Stewart. Hvað sem segja um Mörthu þá kann hún að búa til smárétti," segir Ingibjörg og hlær. Ingibjörg vill hvetja lesendur til að fara í kósí lautarferð og gefur þeim uppskrift að því sem er skemmtilegt að taka með. Undirstaðan að huggulegri lautarferð er að sögn Ingibjargar að undirbúa sig vel, eiga fallega körfu fyrir nestið og huggulegt teppi, hitabrúsa, servíettur og kælitösku, því þá er hægt að taka með kælifötu fyrir hvítvínið og sódavatnið og klaka í poka. Svo er hægt að fá einnota form í flestum matvöruverslunum svo maturinn sé í lokuðum formum. "Reglan er bara að hafa það eins kósí og hægt er!"Tzatziki (grísk sósa)1 dós sýrður rjómi2-3 hvítlauksrif1 tsk. Maldon saltsmá nýmalaður pipar1 msk. ólífuolía1 tsk. borð- eða hvítvínsedikca.1/4 kjarnhreinsuð agúrkaHeimalagað pestoSlatti af fersku basil, slatti af fersku klettasalati, ristuðum furuhnetum, parmesanosti og ólífuolíu, salt og pipar í matvinnsluvél.PappadumSaxið niður tómata, ferskt kóríander og cumin fræ (úr kryddstauk) og blandið saman til að nota með. Penslið með olíu og setjið hverja pappadum í örbylgjuofn í ca. 1 1/2 mín.Gazpacho, köld súpa1 rauð paprika15 jalapeno piparsneiðar1 lítill rauðlaukur500 g tómatar1 agúrka kjarnhreinsuð3 msk ferskt kóríander1/2 bolli tómatdjús (rúmlega)2 msk ólífuolía1 msk rauðvínsedik2 msk ferskur límónusafi1 tsk Maldon salt1 /4 tsk nýmalaður pipar1/3 af öllu grænmetinu, saxað niður, nokkuð fínt, rest sett í matvinnsluvél, hakkað saman og allt sett saman með sleif.BrauðteningarRistið teningana með hvítlauksolíu og berið fram með súpunni.Kjúklingaspjót:Kjúklingabringur, gott að klippa niður í ræmur (marínerað til dæmis með tilbúinni teriyaki-maríneringu), grilla eða steikja og taka með kalt. Gott er að hafa pítubrauð eða annað gott brauð og ferska niðurskorna ávexti og gott súkkulaði með kaffi í eftirmat.
Kjúklingur Sósur Súpur Uppskriftir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira