Erlent

Mynd af hryðjuverkamönnunum

Breska lögreglan hefur birt mynd úr eftirlitsmyndavél sem sýnir mennina fjóra sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir sjálfsmorðsárásunum í Lundúnum í síðustu viku. Myndin er tekin á lestarstöðinni Luton, stuttu áður en árásirnar voru gerðar. Mennirnir hittust á brautarstöðinni í Luton klukkan tuttugu mínútur yfir sjö að breskum tíma. Þeir héldu þaðan til King´s Cross lestarstöðvarinnar í Lundúnum þar sem einnig náðist mynd af þeim saman. Fyrsta sprengingin varð á Liverpool Street stöðinni, önnur sprengjan sprakk síðan á milli King´s Cross og Russell Square stöðvarinnar, sú þriðja við Edgware Road og varð fjórða sprengingin í strætisvagni í Upper Woburn Place.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×