Erlent

Eftirlit á innra svæðinu

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið vekur athygli á því að Frakkar og Ítalir hafa ákveðið að taka upp landamæraeftirlit á innri landamærum aðildarríkja Schengen-samningsins. Ferðamenn sem og aðrir geta því vænst þess að þurfa að sæta vegabréfaeftirliti við komu og brottför frá Frakklandi og Ítalíu. Þá má búast við landamæraeftirliti á öðrum stöðum innan Schengen-samstarfsins á komandi vikum. Ástæðan fyrir þessum ráðstöfunum er ótti við hryðjuverk eftir árásina í London fyrr í þessum mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×