Erlent

Aukið landamæraeftirlit í Evrópu

Bæði Frakkar og Ítalir hafa í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Lundúnum á dögunum ákveðið að taka upp landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen-svæðisins. Ferðamenn og aðrir geta því búist við því að þurfa að sæta vegabréfaeftirliti við komu og brottför frá þessum löndum. Búist er við því að fleiri aðildarríki Schengen-samningsins fylgi í kjölfar þeirra á komandi vikum og auki landamæraeftirlitið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×