Vísbendingar um hermikrákuárásir 13. október 2005 19:33 Fjórar hryðjuverkaárásir eða tilraunir til árása voru gerðar í Lundúnum um hádegisbilið í dag og fyrir nokkrum mínútum girtu lögreglumenn University College sjúkrahúsið af. Vopnaðir lögreglumenn fóru inn í sjúkrahúsið en þar liggur töluverður fjöldi þeirra sem slösuðust í hryðjuverkaárásunum fyrir hálfum mánuði. Ekki er ljóst af hverju vopnaðir lögreglumenn eru á sjúkrahúsinu. Lögreglustjórinn í Lundúnum segir óvíst hvort að sprengjurnar sprungu, en hafi þær gert það hafi þær verið mun minni en þær sem notaðar voru í árásunum fyrir hálfum mánuði. Getgátur eru um að árásirnar hafi í raun mistekist og óljósar fregnir barast af því að sprengjan í Warren Street hafi verið naglasprengja. Heimildarmenn Sky innan Scotland Yard segja ýmislegt benda til þess að hvellhettur hafi sprungið í eða við neðanjarðarlestar á þremur stöðvum í borginni: Shephard´s Bush, Oval-stöðina og Warren Street. Öðrum lestarstöðvum hefur verið lokað: Westminster, Waterloo, King´s Cross, St. Paul og Oxford Circus. AP greinir ennfremur frá því að menn í eiturefnagöllum séu við það að fara inn í Warren Street lestarstöðina, þaðan sem fregnir bárust af sprengingu fyrr í dag. BBC segir að engar vísbendingar um eiturefna- eða sýklavopn hafi fundist. Þar mun einnig einn hafa slasast, en hvorki er ljóst hver það er né hversu alvarleg meiðslin kunna að vera. Götum í nánd við Warren Street neðanjarðarlestarstöðina í London hefur verið lokað og lögregla segir fólki að yfirgefa svæðið. Sömu sögu er að segja í nánd við Oval-stöðina og þar hafa byggingar í grennd einnig verið rýmdar, og svo Shephard´s Bush. BBC segir reyk sjáanlegan við tvær stöðvanna. Auk þess varð sprenging í strætisvagni númer 26 í Hackney og segja talsmenn fyrirtækisins sem rekur vagninn að rúðurnar úr honum hafi þeyst út. Sjónarvottar segja þetta rangt, að vagninn virðist óskemmdur. Enginn slasaðist í honum og hefur lögregla girt hann af sem er túlkað sem svo að óttast sé að sprengja kunni enn að vera um borð. Fréttastofur og fréttastöðvar á Bretlandi hafa rætt við fjölda sjónarvotta en lögregla er dugleg við að biðja fólk um að slökkva á farsímum þar sem óttast er að rafbylgjur frá símunum geti sett aðrar sprengjur af stað. Ýmislegt bendir til þess að hermikrákur hafi verið á ferð, fólk sem vildi fylgja fordæmi hryðjuverkamannanna sem gerðu sjálfsmorðsárásir fyrir hálfum mánuði. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Fjórar hryðjuverkaárásir eða tilraunir til árása voru gerðar í Lundúnum um hádegisbilið í dag og fyrir nokkrum mínútum girtu lögreglumenn University College sjúkrahúsið af. Vopnaðir lögreglumenn fóru inn í sjúkrahúsið en þar liggur töluverður fjöldi þeirra sem slösuðust í hryðjuverkaárásunum fyrir hálfum mánuði. Ekki er ljóst af hverju vopnaðir lögreglumenn eru á sjúkrahúsinu. Lögreglustjórinn í Lundúnum segir óvíst hvort að sprengjurnar sprungu, en hafi þær gert það hafi þær verið mun minni en þær sem notaðar voru í árásunum fyrir hálfum mánuði. Getgátur eru um að árásirnar hafi í raun mistekist og óljósar fregnir barast af því að sprengjan í Warren Street hafi verið naglasprengja. Heimildarmenn Sky innan Scotland Yard segja ýmislegt benda til þess að hvellhettur hafi sprungið í eða við neðanjarðarlestar á þremur stöðvum í borginni: Shephard´s Bush, Oval-stöðina og Warren Street. Öðrum lestarstöðvum hefur verið lokað: Westminster, Waterloo, King´s Cross, St. Paul og Oxford Circus. AP greinir ennfremur frá því að menn í eiturefnagöllum séu við það að fara inn í Warren Street lestarstöðina, þaðan sem fregnir bárust af sprengingu fyrr í dag. BBC segir að engar vísbendingar um eiturefna- eða sýklavopn hafi fundist. Þar mun einnig einn hafa slasast, en hvorki er ljóst hver það er né hversu alvarleg meiðslin kunna að vera. Götum í nánd við Warren Street neðanjarðarlestarstöðina í London hefur verið lokað og lögregla segir fólki að yfirgefa svæðið. Sömu sögu er að segja í nánd við Oval-stöðina og þar hafa byggingar í grennd einnig verið rýmdar, og svo Shephard´s Bush. BBC segir reyk sjáanlegan við tvær stöðvanna. Auk þess varð sprenging í strætisvagni númer 26 í Hackney og segja talsmenn fyrirtækisins sem rekur vagninn að rúðurnar úr honum hafi þeyst út. Sjónarvottar segja þetta rangt, að vagninn virðist óskemmdur. Enginn slasaðist í honum og hefur lögregla girt hann af sem er túlkað sem svo að óttast sé að sprengja kunni enn að vera um borð. Fréttastofur og fréttastöðvar á Bretlandi hafa rætt við fjölda sjónarvotta en lögregla er dugleg við að biðja fólk um að slökkva á farsímum þar sem óttast er að rafbylgjur frá símunum geti sett aðrar sprengjur af stað. Ýmislegt bendir til þess að hermikrákur hafi verið á ferð, fólk sem vildi fylgja fordæmi hryðjuverkamannanna sem gerðu sjálfsmorðsárásir fyrir hálfum mánuði.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira