Erlent

Aðeins til að hræða

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði á blaðamannafundi sem hann hélt í dag að árásirnar hefðu verið gerðar til að hræða fólk. Hann sagði mikilvægt að Lundúnarbúar héldu ró sinni. Ian Blair, lögreglustjóri í London, sagði að búið væri að ná tökum á ástandinu og að það væri gott ef tekið væri tillit til þess að reynt hafi verið að framkvæma fjórar hættulegar sprenginginar. Vísbendingar eru um að hyðjuverkamönnunum hafi ekki tekist ætlunarverkið eins og þeir vonuðust til. Hann tók undir orð Blairs og vonaðist til að lífið í borginni gæti gengið sinn vanagang.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×