Breska lögregla bæði harmar og ver 13. október 2005 19:34 Breska lögreglan hefur upplýst að maðurinn sem var skotinn til bana í gær, hafi ekki tengst sprengjutilræðunum síðastliðinn fimmtudag. Ekki var hins vegar sagt hver maðurinn var, eða hvers vegna hann var undir eftirliti. Breska lögreglan ver eftir sem áður þá stefnu að það skuli skotið til að drepa, þegar fengist er við hugsanlegan sjálfsmorðssprengjumann. Breska lögreglan beitir örsjaldan skotvopnum, enda eru það aðeins sérsveitir hennar sem að jafnaði bera vopn. Lögreglumönnum er líka uppálagt að ef þeir neyðist til þess að grípa til vopna eigi þeir að reyna að gera andstæðinginn óvirkan með því að skjóta í líkama hans. Það hrukku því margir við þegar maður var skotinn til bana, af ásettu ráði, á Stockwell brautarstöðinni, í gær. Lögreglumenn skutu manninn að minnsta kosti fimm skotum, meðal annars í höfuðið, þar sem hann lá á brautarpallinum. Mannréttindasamtök múslima, í Bretlandi, hafa lýst áhyggjum sínum af þessari þróun og ýmsir andstæðingar stríðsins í Írak hafa fordæmt hana. Breska lögreglan ver hinsvegar gerðir sínar og yfirvöld standa með henni. Lögð er áhersla á að það sé ennþá regla að beita ekki skotvopnum nema í ítrustu neyð. Í tilfelli mannsins sem var skotinn í gær, er sagt að hann hafi komið út húsi sem var undir eftirliti vegna þess að þar voru hryðjuverkamenn taldir halda til. Þegar lögreglumennirnir reyndu að stöðva hann lagði hann á flótta og stökk yfir grindverk og girðingar. Maðurinn var bæði í þykkum vetrarjakka, í sumarhitanum, og með bakpoka. Þegar hann stökk inn á Stockwell brautarstöðina, þar sem mikill mannfjöldi var fyrir, töldu lögreglumennirnir svo mikla hættu á að hann væri með sprengju, að þeir skutu hann til bana. Opinber rannsókn mun að sjálfsögðu fara fram á þessum atburði. Ef kemur í ljós að maðurinn var alsaklaus, mun það líklega draga dilk á eftir sér. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Breska lögreglan hefur upplýst að maðurinn sem var skotinn til bana í gær, hafi ekki tengst sprengjutilræðunum síðastliðinn fimmtudag. Ekki var hins vegar sagt hver maðurinn var, eða hvers vegna hann var undir eftirliti. Breska lögreglan ver eftir sem áður þá stefnu að það skuli skotið til að drepa, þegar fengist er við hugsanlegan sjálfsmorðssprengjumann. Breska lögreglan beitir örsjaldan skotvopnum, enda eru það aðeins sérsveitir hennar sem að jafnaði bera vopn. Lögreglumönnum er líka uppálagt að ef þeir neyðist til þess að grípa til vopna eigi þeir að reyna að gera andstæðinginn óvirkan með því að skjóta í líkama hans. Það hrukku því margir við þegar maður var skotinn til bana, af ásettu ráði, á Stockwell brautarstöðinni, í gær. Lögreglumenn skutu manninn að minnsta kosti fimm skotum, meðal annars í höfuðið, þar sem hann lá á brautarpallinum. Mannréttindasamtök múslima, í Bretlandi, hafa lýst áhyggjum sínum af þessari þróun og ýmsir andstæðingar stríðsins í Írak hafa fordæmt hana. Breska lögreglan ver hinsvegar gerðir sínar og yfirvöld standa með henni. Lögð er áhersla á að það sé ennþá regla að beita ekki skotvopnum nema í ítrustu neyð. Í tilfelli mannsins sem var skotinn í gær, er sagt að hann hafi komið út húsi sem var undir eftirliti vegna þess að þar voru hryðjuverkamenn taldir halda til. Þegar lögreglumennirnir reyndu að stöðva hann lagði hann á flótta og stökk yfir grindverk og girðingar. Maðurinn var bæði í þykkum vetrarjakka, í sumarhitanum, og með bakpoka. Þegar hann stökk inn á Stockwell brautarstöðina, þar sem mikill mannfjöldi var fyrir, töldu lögreglumennirnir svo mikla hættu á að hann væri með sprengju, að þeir skutu hann til bana. Opinber rannsókn mun að sjálfsögðu fara fram á þessum atburði. Ef kemur í ljós að maðurinn var alsaklaus, mun það líklega draga dilk á eftir sér.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira