Óhugnanleg lífsreynsla 13. október 2005 19:34 Íslendingur, sem ásamt fjölskyldu sinni varð vitni að fjöldamorðum í Egyptalandi í morgun, segir að það hafi verið óhugnanleg lífsreynsla. Að minnsta kosti áttatíu og átta manns biðu bana í árásunumHver sprengingin af annarri skók Sharm El Sheik snemma í morgun, og aðkoman var skelfileg. Lík og líkamshlutar lágu eins og hráviði út um allt, og sært fólk lá veinandi á hjálp. Mikil skelfing greip um sig, en björgunarsveitir voru fljótar á vettvang og sagðar hafa gengið fagmannlega til verks. Allt læknalið borgarinnar var kallað út, en þar sem hinir særðu voru svo margir, var gripið til þess ráðs að flytja fólk flugleiðis til Kaíró. Sjö Íslendingar eru í sumarleyfi í Sharm el-Sheikh, þeirra á meðal Jón Diðrik Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka. Jón Diðrik sagði í samtali við fréttastofuna að sprengingarnar hefðu verið gríðarlega öflugar og að eftir þá síðari hafi þau ekki verið í nokkrum vafa um hvað væri að gerast. Þá hefði mikill eldhnöttur stigið til himins og hótel þeirra nötrað. Jón sagði að þeim væri brugðið, sérstaklega börnunum. Fjölskyldan hefði í gær heimsótt verslunarmiðstöð sem nú væri rústir einar. Egypskur afgreiðslumaður þar hefði grínast og leikið sér við sex ára dóttur Jóns og hún hefði teiknað af honum mynd, eftir að heim kom. Telpan hefði nú miklar áhyggjur af því að þessi góðlegi maður væri dáinn. Jón sagði einkennilegt að horfa uppá að daglegt líf héldi nú áfram eins og ekkert hefði í skorist, fólk væri að baða sig í sjónum, og rölta um göturnar. Árásirnar voru gerðar á hótel og útimarkaði, þar sem margir voru á ferli. Sharm el-Sheik er vinsæll ferðamannastaður og yfirvöld segja að margir útlendingar hafi látið lífið eða særst. Langflest fórnarlömbin voru hinsvegar Egyptar. Borgarstjórinn í Sharm el Sheik segir að tvær bílsprengjur hafi verið sprengdar og hugsanlega ein sprengja í ferðatösku. Sprengjurnar voru svo öflugar að það fannst fyrir þeim í tíu kílómetra fjarlægð. Miklir eldhnettir risu upp frá sprengjustöðunum. Hryðjuverkamenn hafa gert þónokkrar árásir í Egyptalandi, á undanförnum árum, og þá oftar en ekki á staði sem erlendir ferðamenn sækja. Samtök sem tengjast al Kæda segjast bera ábyrgð á verknaðinum, en yfirvöld í Egyptalandi segja of snemmt að segja til um hvort það sé rétt. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Íslendingur, sem ásamt fjölskyldu sinni varð vitni að fjöldamorðum í Egyptalandi í morgun, segir að það hafi verið óhugnanleg lífsreynsla. Að minnsta kosti áttatíu og átta manns biðu bana í árásunumHver sprengingin af annarri skók Sharm El Sheik snemma í morgun, og aðkoman var skelfileg. Lík og líkamshlutar lágu eins og hráviði út um allt, og sært fólk lá veinandi á hjálp. Mikil skelfing greip um sig, en björgunarsveitir voru fljótar á vettvang og sagðar hafa gengið fagmannlega til verks. Allt læknalið borgarinnar var kallað út, en þar sem hinir særðu voru svo margir, var gripið til þess ráðs að flytja fólk flugleiðis til Kaíró. Sjö Íslendingar eru í sumarleyfi í Sharm el-Sheikh, þeirra á meðal Jón Diðrik Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka. Jón Diðrik sagði í samtali við fréttastofuna að sprengingarnar hefðu verið gríðarlega öflugar og að eftir þá síðari hafi þau ekki verið í nokkrum vafa um hvað væri að gerast. Þá hefði mikill eldhnöttur stigið til himins og hótel þeirra nötrað. Jón sagði að þeim væri brugðið, sérstaklega börnunum. Fjölskyldan hefði í gær heimsótt verslunarmiðstöð sem nú væri rústir einar. Egypskur afgreiðslumaður þar hefði grínast og leikið sér við sex ára dóttur Jóns og hún hefði teiknað af honum mynd, eftir að heim kom. Telpan hefði nú miklar áhyggjur af því að þessi góðlegi maður væri dáinn. Jón sagði einkennilegt að horfa uppá að daglegt líf héldi nú áfram eins og ekkert hefði í skorist, fólk væri að baða sig í sjónum, og rölta um göturnar. Árásirnar voru gerðar á hótel og útimarkaði, þar sem margir voru á ferli. Sharm el-Sheik er vinsæll ferðamannastaður og yfirvöld segja að margir útlendingar hafi látið lífið eða særst. Langflest fórnarlömbin voru hinsvegar Egyptar. Borgarstjórinn í Sharm el Sheik segir að tvær bílsprengjur hafi verið sprengdar og hugsanlega ein sprengja í ferðatösku. Sprengjurnar voru svo öflugar að það fannst fyrir þeim í tíu kílómetra fjarlægð. Miklir eldhnettir risu upp frá sprengjustöðunum. Hryðjuverkamenn hafa gert þónokkrar árásir í Egyptalandi, á undanförnum árum, og þá oftar en ekki á staði sem erlendir ferðamenn sækja. Samtök sem tengjast al Kæda segjast bera ábyrgð á verknaðinum, en yfirvöld í Egyptalandi segja of snemmt að segja til um hvort það sé rétt.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira