Þeim sem sprengjan springur 25. júlí 2005 00:01 Það er svo undarlegt með unga menn. Þeir fara inn í strætisvagn eða lest þar sem fólk situr í hnapp hvert í sinni tilveru – og þar springa þeir. Í leiðinni sprengja þeir fólk sem gæti þess vegna verið amma þeirra, vinnufélagi, kærasta, fólkið úr næsta húsi. Þeir taka sér vald til að taka líf annarra. Það er vart hægt að hugsa sér fyrirlitlegri iðju – en við skulum muna líka að þetta er það sem þeir gera sem varpa sprengjum úr flugvélum og fara um götur skjótandi úr vélbyssum.Þetta er það sem hermenn gera. Ég las í Guardian grein eftir náfrænda eins piltanna sem frömdu ódæðin þann 7.7., Shehzad Tanweer. Þar er talað um brosmildan dreng, kurteisan, nærgætinn og blíðan. Það er talað um fjölskyldu þar sem brýnt var fyrir unga fólkinu að ofbeldi ætti ekki undir neinum kringumstæðum heima í Islam – það er vitnað í móður Shehzads Tanweer sem oft minnti ungu mennina á merkingu orðsins Islam: "Friður", sagði hún drengjunum að orðið þýddi. Í greininni talar frændinn um að Tanweer hljóti að hafa orðið leiksoppur "utanaðkomandi illra afla" en leggur áherslu á að það uppátæki að ganga inn í strætisvagn til að springa þar eigi sér ekki eðlilegar rætur í umhverfi þeirra frænda. Vitaskuld ekki: fólki er eðlilegt að lifa sínu lífi – líka því fólki sem aðhyllist Islam. Í annarri grein í sama blaði er hins vegar dregin athygli að því að sprengjumennirnir þrír frá Leeds komu allir úr fjölskyldum sem upphaflega komu frá Mirpur-héraði í Kasmírhluta Pakistan, eins og yfirgnæfandi meirihluti Pakistan-ættaðra Breta gerir. Stórfelldir fólksflutningar áttu sér stað frá þessu fátæka landbúnaðarhéraði á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar – til Englands þar sem þetta fólk var ódýrt vinnuafl. Enginn þarf að fara í grafgötur um það hvílík viðbrigði það hafa verið að flytjast til nýja landsins. Við Íslendingar höfum nú um skeið verið svo gagnteknir af sögunni um vesturfarana að við höfum væntanlega lesið um erfiðleikana við að samlagast nýrri menningu – og var menningarlegur munur þó miklu minni í tilviki vestur-Íslendinganna. Tengslin eru enn sterk við gamla landið, ekki síst vegna þess siðar að fjölskyldur ættmenna skuli tengjast með giftingum, sem veldur því að stöðugt er viðhaldið tengslunum við Mirpuri – og ekki síður vegna þess að um er að ræða sterkt karlveldi eða feðraveldi þar sem urdu-mælandi Imanar eru sóttir til gamla landsins til andlegrar uppfræðslu og leiðbeiningar: menn sem ekkert botna í vestrænum lifnaðarháttum. Ungu karlmennirnir í þessum samfélögum skilja ekki þessa gömlu þorpsvitringa; ungu mennirnir tala ensku og eru aldir upp við vestræna siði. Sem þeir þó gangast ekki fyllilega á hönd – þeir hafa reikula sjálfsmynd út af því sterka karlræðissamfélagi sem þeir sjá leysast upp fyrir augunum á sér, á meðan stúlkurnar úr þessu umhverfi eiga auðveldara með að átta sig, þær sækja sér háskólamenntun og fara í vel launuð störf, nýta sér tækifærin: ungu mennirnir gera það sjálfsagt margir hverjir líka, en of margir eru hins vegar í hálfgerðu reiðileysi að leita að inntaki í lífi sínu, dáðum til að drýgja, guði að tigna, málstað til að þjóna – þeir eru að leita að sæmd. Þessir ungu menn virðast þrá að gangast Islam á hönd en þeir eru handgengnari ofbeldi tölvuleikjanna en fornri visku. Það er kannski ekki að undra vegna þess að Islam er ekki fyrst og fremst bókstafur heldur fremur túlkun þessa bókstafs, tilraun til að aðhæfa hugmyndafræði hirðingja fyrri alda stórborgum nútímans, festa í sessi lifnaðarhætti þorpa í Pakistan í miðri London. Þessir ungu menn skilja ekki gömlu Imanana frá gamla landinu en þeir halda samt að Islam sé fótfesta í umróti tímans, bjargræði frá því að tapast. Þeir halda að þeir verði að tileinka sér þetta og eru auðveld bráð fyrir "ill utanaðkomandi öfl" sem telja þeim trú um að þeirra bíði sæmd ef þeir fórni lífi sínu í stríðinu við krossfarana. Saklausir múslimar eru drepnir í Írak, Afganistan og Palestínu – er þeim sagt – og það þarf að færa stríðið heim til krossfaranna til að almenningur í þessum löndum skilji þær þjáningar sem bræður okkar og systur þola í hinum stríðshrjáðu löndum sem krossfararnir hafa ráðist inn í. Það er svo undarlegt með unga menn: það er eins og alltaf sé hægt að telja þeim trú um að réttlætanlegt sé að myrða venjulega borgara... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það er svo undarlegt með unga menn. Þeir fara inn í strætisvagn eða lest þar sem fólk situr í hnapp hvert í sinni tilveru – og þar springa þeir. Í leiðinni sprengja þeir fólk sem gæti þess vegna verið amma þeirra, vinnufélagi, kærasta, fólkið úr næsta húsi. Þeir taka sér vald til að taka líf annarra. Það er vart hægt að hugsa sér fyrirlitlegri iðju – en við skulum muna líka að þetta er það sem þeir gera sem varpa sprengjum úr flugvélum og fara um götur skjótandi úr vélbyssum.Þetta er það sem hermenn gera. Ég las í Guardian grein eftir náfrænda eins piltanna sem frömdu ódæðin þann 7.7., Shehzad Tanweer. Þar er talað um brosmildan dreng, kurteisan, nærgætinn og blíðan. Það er talað um fjölskyldu þar sem brýnt var fyrir unga fólkinu að ofbeldi ætti ekki undir neinum kringumstæðum heima í Islam – það er vitnað í móður Shehzads Tanweer sem oft minnti ungu mennina á merkingu orðsins Islam: "Friður", sagði hún drengjunum að orðið þýddi. Í greininni talar frændinn um að Tanweer hljóti að hafa orðið leiksoppur "utanaðkomandi illra afla" en leggur áherslu á að það uppátæki að ganga inn í strætisvagn til að springa þar eigi sér ekki eðlilegar rætur í umhverfi þeirra frænda. Vitaskuld ekki: fólki er eðlilegt að lifa sínu lífi – líka því fólki sem aðhyllist Islam. Í annarri grein í sama blaði er hins vegar dregin athygli að því að sprengjumennirnir þrír frá Leeds komu allir úr fjölskyldum sem upphaflega komu frá Mirpur-héraði í Kasmírhluta Pakistan, eins og yfirgnæfandi meirihluti Pakistan-ættaðra Breta gerir. Stórfelldir fólksflutningar áttu sér stað frá þessu fátæka landbúnaðarhéraði á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar – til Englands þar sem þetta fólk var ódýrt vinnuafl. Enginn þarf að fara í grafgötur um það hvílík viðbrigði það hafa verið að flytjast til nýja landsins. Við Íslendingar höfum nú um skeið verið svo gagnteknir af sögunni um vesturfarana að við höfum væntanlega lesið um erfiðleikana við að samlagast nýrri menningu – og var menningarlegur munur þó miklu minni í tilviki vestur-Íslendinganna. Tengslin eru enn sterk við gamla landið, ekki síst vegna þess siðar að fjölskyldur ættmenna skuli tengjast með giftingum, sem veldur því að stöðugt er viðhaldið tengslunum við Mirpuri – og ekki síður vegna þess að um er að ræða sterkt karlveldi eða feðraveldi þar sem urdu-mælandi Imanar eru sóttir til gamla landsins til andlegrar uppfræðslu og leiðbeiningar: menn sem ekkert botna í vestrænum lifnaðarháttum. Ungu karlmennirnir í þessum samfélögum skilja ekki þessa gömlu þorpsvitringa; ungu mennirnir tala ensku og eru aldir upp við vestræna siði. Sem þeir þó gangast ekki fyllilega á hönd – þeir hafa reikula sjálfsmynd út af því sterka karlræðissamfélagi sem þeir sjá leysast upp fyrir augunum á sér, á meðan stúlkurnar úr þessu umhverfi eiga auðveldara með að átta sig, þær sækja sér háskólamenntun og fara í vel launuð störf, nýta sér tækifærin: ungu mennirnir gera það sjálfsagt margir hverjir líka, en of margir eru hins vegar í hálfgerðu reiðileysi að leita að inntaki í lífi sínu, dáðum til að drýgja, guði að tigna, málstað til að þjóna – þeir eru að leita að sæmd. Þessir ungu menn virðast þrá að gangast Islam á hönd en þeir eru handgengnari ofbeldi tölvuleikjanna en fornri visku. Það er kannski ekki að undra vegna þess að Islam er ekki fyrst og fremst bókstafur heldur fremur túlkun þessa bókstafs, tilraun til að aðhæfa hugmyndafræði hirðingja fyrri alda stórborgum nútímans, festa í sessi lifnaðarhætti þorpa í Pakistan í miðri London. Þessir ungu menn skilja ekki gömlu Imanana frá gamla landinu en þeir halda samt að Islam sé fótfesta í umróti tímans, bjargræði frá því að tapast. Þeir halda að þeir verði að tileinka sér þetta og eru auðveld bráð fyrir "ill utanaðkomandi öfl" sem telja þeim trú um að þeirra bíði sæmd ef þeir fórni lífi sínu í stríðinu við krossfarana. Saklausir múslimar eru drepnir í Írak, Afganistan og Palestínu – er þeim sagt – og það þarf að færa stríðið heim til krossfaranna til að almenningur í þessum löndum skilji þær þjáningar sem bræður okkar og systur þola í hinum stríðshrjáðu löndum sem krossfararnir hafa ráðist inn í. Það er svo undarlegt með unga menn: það er eins og alltaf sé hægt að telja þeim trú um að réttlætanlegt sé að myrða venjulega borgara...
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun