Fastir pennar

Sóðar í bænum

Þessar myndir voru teknar á Austurvelli á laugardagskvöldið, eftir mikinn góðviðrisdag. Útlendingar sem gengu yfir völlinn horfðu forviða á - spurðu sjálfsagt hvað hefði eiginlega gerst? Þarna voru glerbrot út um allt, plastpokar,  bjórdósir, hálfétnar pizzur og skyndimatur - alls konar ógeð sem liðið hafði skilið eftir sig. Svo spyr maður líka: Er ekki hægt að hreinsa þetta upp undan sóðunum? Er sjálfsvirðing borgarstjórnarinnar svo lág að hún hafi ekki rænu á því?





×