Erlent

Ítalir óttast hryðjuverk

Mikill meirihluti ítölsku þjóðarinnar á von á að hryðjuverkaárás verði gerð í landinu í nánustu framtíð. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var í kjölfar hryðjuverkaárásanna í London á dögunum. Áttatíu og fimm prósent aðspurðra sögðust fullviss um að árás yrði gerð á næstu vikum eða mánuðum. Svipuð niðurstaða var í könnun sem gerð var í Danmörku nýverið en í tilkynningu frá þeim sem báru ábyrgð á sprengjuárásunum í London, sem birtist sama dag og þær voru gerðar, var talað um að Ítalía og Danmörk væru ofarlega á lista væntanlegra skotmarka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×