Tengsl milli hryðjuverka og Íraks 26. júlí 2005 00:01 Kokhraustur Tony Blair blæs á kannanir sem sýna að almenningur telur tengsl á milli hryðjuverka í borginni og stríðsins í Írak. Rannsókn á árásunum heldur áfram og virðist lögreglan á hælum tilræðismannanna. Meðal þess sem lögreglan segist hafa fundið í dag er sprengiefni á stað sem tengist hryðjuverkamönnunum. Bifreið var einnig grandskoðuð. Fimm hafa verið handteknir í tengslum við árásirnar en enginn tilræðismannanna. Í fjölbýlishúsi einu í Norður-London er talið að einn hryðjuverkamannanna hafi búið. Einn nágranni hans virðist einnig skoðanabróðir. Hann segist vona að mennirnir fari til paradísar því þegar allt komi til alls hafi þeir fórnað lífinu sem píslarvottar. „Allir múslimar verða að taka þátt í hinu heilaga stríði, hvort sem það er í orði, verki eða með fjárstuðningi. Það er skylda sérhvers múslíma að hjálpa öðrum múslímum,“ sagði nágranninn við fjölmiðla í dag. Kannanir í Bretlandi sýna að meirihluti almennings telur samhengi á milli hryðjuverkanna í London og stríðsins í Írak. Tony Blair gefur lítið fyrir þær kannanir og harðneitar nokkrum tengslum. Í ljósi þess að vinsældir hans hafa stóraukist frá hryðjuverkunum getur hann líkast til leyft sér að vera kokhraustur. Á blaðamannafundi í dag sagði hann sama hvaða afsökun eða réttlætingar „þessir“ menn noti, ekki megi gefa eftir einn þumlung, hvort sem er í Bretlandi, Írak, Afganistan, Ísrael eða Palestínu. „11. september vakti mig. Vitið þið hvað ég held að vandamáið sé? Mikill hluti heimsins vaknaði smástund, velti sér svo á hina hliðina og fór aftur að sofa,“ sagði Blair. „Við leysum ekki þetta vandamál sem á sér svo djúpar rætur fyrr en við berjumst gegn þessu fólki á öllum stigum. Og ekki bara gegn aðferðum þeirra heldur einnig hugmyndum.“ Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Kokhraustur Tony Blair blæs á kannanir sem sýna að almenningur telur tengsl á milli hryðjuverka í borginni og stríðsins í Írak. Rannsókn á árásunum heldur áfram og virðist lögreglan á hælum tilræðismannanna. Meðal þess sem lögreglan segist hafa fundið í dag er sprengiefni á stað sem tengist hryðjuverkamönnunum. Bifreið var einnig grandskoðuð. Fimm hafa verið handteknir í tengslum við árásirnar en enginn tilræðismannanna. Í fjölbýlishúsi einu í Norður-London er talið að einn hryðjuverkamannanna hafi búið. Einn nágranni hans virðist einnig skoðanabróðir. Hann segist vona að mennirnir fari til paradísar því þegar allt komi til alls hafi þeir fórnað lífinu sem píslarvottar. „Allir múslimar verða að taka þátt í hinu heilaga stríði, hvort sem það er í orði, verki eða með fjárstuðningi. Það er skylda sérhvers múslíma að hjálpa öðrum múslímum,“ sagði nágranninn við fjölmiðla í dag. Kannanir í Bretlandi sýna að meirihluti almennings telur samhengi á milli hryðjuverkanna í London og stríðsins í Írak. Tony Blair gefur lítið fyrir þær kannanir og harðneitar nokkrum tengslum. Í ljósi þess að vinsældir hans hafa stóraukist frá hryðjuverkunum getur hann líkast til leyft sér að vera kokhraustur. Á blaðamannafundi í dag sagði hann sama hvaða afsökun eða réttlætingar „þessir“ menn noti, ekki megi gefa eftir einn þumlung, hvort sem er í Bretlandi, Írak, Afganistan, Ísrael eða Palestínu. „11. september vakti mig. Vitið þið hvað ég held að vandamáið sé? Mikill hluti heimsins vaknaði smástund, velti sér svo á hina hliðina og fór aftur að sofa,“ sagði Blair. „Við leysum ekki þetta vandamál sem á sér svo djúpar rætur fyrr en við berjumst gegn þessu fólki á öllum stigum. Og ekki bara gegn aðferðum þeirra heldur einnig hugmyndum.“
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira