Strætó fyrir þá sem eru afgangs 29. júlí 2005 00:01 Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri Strætó er afskaplega viðkunnalegur maður. Það kom fram í fréttum á mánudaginn að Ásgeir hefði verið að keyra strætisvagn til að prófa nýja leiðakerfið. Ég hélt að þetta væri einhvers konar fjölmiðlabrella – jafnvel úthugsuð af einhverju kynningarfyrirtæki. Svo sat ég í bíl á Miklubrautinni í fyrrakvöld og þá var hrópað til mín úr strætisvagni. Ég leit við og þar sat Ásgeir enn við stýrið, glaðbeittur sem fyrr. Maður getur ekki annað en borið virðingu fyrir þessu. --- --- --- Ásgeir er líklega að keyra af því það vantar bílstjóra. Það hefur gengið brösuglega að halda úti öllum leiðunum í nýja kerfinu. Annars skil ég ekki hvað menn eru leggja sig í framkróka um að tuða yfir nýja leiðakerfinu. Sjálfsagt eru einhverjir byrjunarörðugleikar. En það verður varla annað séð en að kerfið taki mið af nýjum veruleika í borginni, hvernig byggðin hefur dreifst út um allar grundir og þar af leiðandi teygst á leiðunum sem þarf að aka. Í svona bæ er ekki hægt að reka strætó sem stoppar við hvert hús. Það er á mörkunum að sé yfirleitt hægt að halda úti almenningssamgöngum sem rísa undir nafni. --- --- --- Ég man eftir því þegar leiðakerfið, sem hefur í meginatriðum verið í gildi í marga áratugi, var tekið í notkun. Finnst eins og það hafi verið í kringum 1967. Má vera að það hafi verið seinna. Þá fór til dæmis leið 4, Hagar-Sund, að aka Hofsvallagötuna en leið 6 keyrði Hringbrautina og austur í bæ. Áður hafði gengið strætisvagninn Njálsgata-Gunnarsbraut – með honum fór ég í Ísaksskóla, get ekki hafa verið meira en sjö ára. Það hefur þótt óhætt í þá daga. Þá var miðstöð strætisvagnanna ennþá niðri á Lækjartorgi. --- --- --- Ég held að nýja kerfið sé mestmegnis til bóta. Ég get til dæmis komist í strætó upp á Stöð 2 á mun skemmri tíma en áður; fyrirtækið er mjög einkennilega staðsett við ystu mörk bæjarins. Hef ekki prófað það ennþá, en samkvæmt kortinu tek ég leið S5. Þeir mættu hins vegar taka upp þá nýbreytni að gefa til baka í strætó. Fyrir okkur sem ekki kaupum græna kortið að staðaldri væri mikið hagræði að því að geta hlaupið upp í vagn með litlum fyrirvara án þess að spá í það hvort við eigum nákvæmlega 220 krónur fyrir farinu. --- --- --- Annars er næstum eins og stigma að taka strætó á Íslandi. Strætó er bara fyrir gamalmenni og undirmálsfólk, kannski líka börn – þ.e. þau börn sem er ekki ekið um allt á SUV-jeppum. Strætó er semsagt fyrir þá geta ekki með nokkru móti ekið bíl sjálfir. Þannig eru strætisvagnar ekki valkostur heldur hlutskipti sem velur mann. Hinir útvöldu taka ekki strætó, bara þeir sem eru afgangs. Ekki furða þótt Vef-Þjóðviljinn með sína frjálshyggju hatist við strætó. Það á ekki að hlaða of mikið undir aumingjana. Fræg eru orð Margaret Thatcher, guðmóður þess óhefta kapítalisma sem við lifum við: Any man who rides a bus to work after the age of 26 can count himself a failure in life. --- --- --- Nýja Hringbrautin er jafnvel enn skelfilegri en maður hélt að hún yrði, stærri, ljótari, fáránlegri – alvegt út úr kú á þessu svæði. Þetta er stuttur þriggja akgreina hraðbrautarkafli sem endar í miklu þrengri götum á alla vegu, upp við Miklubraut, út við Tjörnina og Háskólann. Maður spyr sig – hvaða fetischisma eru þeir haldnir sem byggja svona mannvirki? --- --- --- Fjölmiðlar birtu um daginn frétt um ungan mann sem hafði verið tekinn á 208 kílómetra hraða. Fram kom í fréttinni að hann hefði ekki verið sviptur ökuleyfi á staðnum. Löggan vill helst ekki nota svo róttækar aðferðir. Ég gagnrýni það ekki. Þeir hefðu hins vegar átt að gera bílinn upptækan. Á staðnum. Það hefði verið niðurlæging fyrir svona dólg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun
Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri Strætó er afskaplega viðkunnalegur maður. Það kom fram í fréttum á mánudaginn að Ásgeir hefði verið að keyra strætisvagn til að prófa nýja leiðakerfið. Ég hélt að þetta væri einhvers konar fjölmiðlabrella – jafnvel úthugsuð af einhverju kynningarfyrirtæki. Svo sat ég í bíl á Miklubrautinni í fyrrakvöld og þá var hrópað til mín úr strætisvagni. Ég leit við og þar sat Ásgeir enn við stýrið, glaðbeittur sem fyrr. Maður getur ekki annað en borið virðingu fyrir þessu. --- --- --- Ásgeir er líklega að keyra af því það vantar bílstjóra. Það hefur gengið brösuglega að halda úti öllum leiðunum í nýja kerfinu. Annars skil ég ekki hvað menn eru leggja sig í framkróka um að tuða yfir nýja leiðakerfinu. Sjálfsagt eru einhverjir byrjunarörðugleikar. En það verður varla annað séð en að kerfið taki mið af nýjum veruleika í borginni, hvernig byggðin hefur dreifst út um allar grundir og þar af leiðandi teygst á leiðunum sem þarf að aka. Í svona bæ er ekki hægt að reka strætó sem stoppar við hvert hús. Það er á mörkunum að sé yfirleitt hægt að halda úti almenningssamgöngum sem rísa undir nafni. --- --- --- Ég man eftir því þegar leiðakerfið, sem hefur í meginatriðum verið í gildi í marga áratugi, var tekið í notkun. Finnst eins og það hafi verið í kringum 1967. Má vera að það hafi verið seinna. Þá fór til dæmis leið 4, Hagar-Sund, að aka Hofsvallagötuna en leið 6 keyrði Hringbrautina og austur í bæ. Áður hafði gengið strætisvagninn Njálsgata-Gunnarsbraut – með honum fór ég í Ísaksskóla, get ekki hafa verið meira en sjö ára. Það hefur þótt óhætt í þá daga. Þá var miðstöð strætisvagnanna ennþá niðri á Lækjartorgi. --- --- --- Ég held að nýja kerfið sé mestmegnis til bóta. Ég get til dæmis komist í strætó upp á Stöð 2 á mun skemmri tíma en áður; fyrirtækið er mjög einkennilega staðsett við ystu mörk bæjarins. Hef ekki prófað það ennþá, en samkvæmt kortinu tek ég leið S5. Þeir mættu hins vegar taka upp þá nýbreytni að gefa til baka í strætó. Fyrir okkur sem ekki kaupum græna kortið að staðaldri væri mikið hagræði að því að geta hlaupið upp í vagn með litlum fyrirvara án þess að spá í það hvort við eigum nákvæmlega 220 krónur fyrir farinu. --- --- --- Annars er næstum eins og stigma að taka strætó á Íslandi. Strætó er bara fyrir gamalmenni og undirmálsfólk, kannski líka börn – þ.e. þau börn sem er ekki ekið um allt á SUV-jeppum. Strætó er semsagt fyrir þá geta ekki með nokkru móti ekið bíl sjálfir. Þannig eru strætisvagnar ekki valkostur heldur hlutskipti sem velur mann. Hinir útvöldu taka ekki strætó, bara þeir sem eru afgangs. Ekki furða þótt Vef-Þjóðviljinn með sína frjálshyggju hatist við strætó. Það á ekki að hlaða of mikið undir aumingjana. Fræg eru orð Margaret Thatcher, guðmóður þess óhefta kapítalisma sem við lifum við: Any man who rides a bus to work after the age of 26 can count himself a failure in life. --- --- --- Nýja Hringbrautin er jafnvel enn skelfilegri en maður hélt að hún yrði, stærri, ljótari, fáránlegri – alvegt út úr kú á þessu svæði. Þetta er stuttur þriggja akgreina hraðbrautarkafli sem endar í miklu þrengri götum á alla vegu, upp við Miklubraut, út við Tjörnina og Háskólann. Maður spyr sig – hvaða fetischisma eru þeir haldnir sem byggja svona mannvirki? --- --- --- Fjölmiðlar birtu um daginn frétt um ungan mann sem hafði verið tekinn á 208 kílómetra hraða. Fram kom í fréttinni að hann hefði ekki verið sviptur ökuleyfi á staðnum. Löggan vill helst ekki nota svo róttækar aðferðir. Ég gagnrýni það ekki. Þeir hefðu hins vegar átt að gera bílinn upptækan. Á staðnum. Það hefði verið niðurlæging fyrir svona dólg.