Óttast fleiri sprengjuárásir 1. ágúst 2005 00:01 Þúsundir lögreglumanna voru við eftirlit á götum Lundúna í gær af ótta við að þriðja alda hryðjuverka væri yfirvofandi og er viðbúnaður í hámarki. Talið er að þriðji hópur sjálfsmorðsárásarmanna ráðist til atlögu innan skamms. Breska dagblaðið The Times hefur eftir heimildarmönnum í bandarísku leyniþjónustunni að þriðji hópurinn samanstandi af breskum múslimum sem talið er að hafi verið langt komnir í undirbúningi fyrir sprengjuárás á fimmtudaginn í síðustu viku. Blaðið segir að yfirvofandi sprengjuárás á fimmtudaginn hafi verið ástæðan fyrir því að sex þúsund lögreglumenn hafi verið á götum úti og helmingur þeirra vopnaður. Scotland Yard sagði á fimmtudaginn að í gangi væri æfing, sú stærsta frá því í síðari heimsstyrjöldinni, í því skyni að kanna getu lögreglunnar og auka öryggistilfinningu borgaranna. The Times segir að lögregla og leyniþjónustan telji nær öruggt að hryðjuverkamenn reyni þriðju atlöguna á samgöngukerfi borgarinnar. Með henni ætli þeir meðal annars að sýna fram á hversu auðvelt það sé að fá fleiri sjálfsmorðsárásarmenn til samstarfs. Lögregla og ráðamenn hafa af því áhyggjur hversu lengi sé hægt að halda úti viðlíka viðbúnaði. Ian Blair, yfirlögreglustjóri Lundúnalögreglunnar, segir að úthald lögregluþjóna fari þverrandi og þeir séu orðnir afar þreyttir þrátt fyrir að auka mannafl hafi verið kallað til og leyfi afturkölluð. Lögregluaðgerðirnar kosta um 50 milljónir íslenskra króna á dag. Rannsókn lögreglunnar beinist nú einna helst að því að kanna tengsl milli árásanna 7. og 21. júlí auk þess sem leit að svokölluðum lykilmönnum sem skipulögðu árásirnar stendur yfir. Sjö voru handteknir í Brighton á sunnudag og hafa því alls átján verið handteknir í Bretlandi. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Þúsundir lögreglumanna voru við eftirlit á götum Lundúna í gær af ótta við að þriðja alda hryðjuverka væri yfirvofandi og er viðbúnaður í hámarki. Talið er að þriðji hópur sjálfsmorðsárásarmanna ráðist til atlögu innan skamms. Breska dagblaðið The Times hefur eftir heimildarmönnum í bandarísku leyniþjónustunni að þriðji hópurinn samanstandi af breskum múslimum sem talið er að hafi verið langt komnir í undirbúningi fyrir sprengjuárás á fimmtudaginn í síðustu viku. Blaðið segir að yfirvofandi sprengjuárás á fimmtudaginn hafi verið ástæðan fyrir því að sex þúsund lögreglumenn hafi verið á götum úti og helmingur þeirra vopnaður. Scotland Yard sagði á fimmtudaginn að í gangi væri æfing, sú stærsta frá því í síðari heimsstyrjöldinni, í því skyni að kanna getu lögreglunnar og auka öryggistilfinningu borgaranna. The Times segir að lögregla og leyniþjónustan telji nær öruggt að hryðjuverkamenn reyni þriðju atlöguna á samgöngukerfi borgarinnar. Með henni ætli þeir meðal annars að sýna fram á hversu auðvelt það sé að fá fleiri sjálfsmorðsárásarmenn til samstarfs. Lögregla og ráðamenn hafa af því áhyggjur hversu lengi sé hægt að halda úti viðlíka viðbúnaði. Ian Blair, yfirlögreglustjóri Lundúnalögreglunnar, segir að úthald lögregluþjóna fari þverrandi og þeir séu orðnir afar þreyttir þrátt fyrir að auka mannafl hafi verið kallað til og leyfi afturkölluð. Lögregluaðgerðirnar kosta um 50 milljónir íslenskra króna á dag. Rannsókn lögreglunnar beinist nú einna helst að því að kanna tengsl milli árásanna 7. og 21. júlí auk þess sem leit að svokölluðum lykilmönnum sem skipulögðu árásirnar stendur yfir. Sjö voru handteknir í Brighton á sunnudag og hafa því alls átján verið handteknir í Bretlandi.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira