Óttast fleiri sprengjuárásir 1. ágúst 2005 00:01 Þúsundir lögreglumanna voru við eftirlit á götum Lundúna í gær af ótta við að þriðja alda hryðjuverka væri yfirvofandi og er viðbúnaður í hámarki. Talið er að þriðji hópur sjálfsmorðsárásarmanna ráðist til atlögu innan skamms. Breska dagblaðið The Times hefur eftir heimildarmönnum í bandarísku leyniþjónustunni að þriðji hópurinn samanstandi af breskum múslimum sem talið er að hafi verið langt komnir í undirbúningi fyrir sprengjuárás á fimmtudaginn í síðustu viku. Blaðið segir að yfirvofandi sprengjuárás á fimmtudaginn hafi verið ástæðan fyrir því að sex þúsund lögreglumenn hafi verið á götum úti og helmingur þeirra vopnaður. Scotland Yard sagði á fimmtudaginn að í gangi væri æfing, sú stærsta frá því í síðari heimsstyrjöldinni, í því skyni að kanna getu lögreglunnar og auka öryggistilfinningu borgaranna. The Times segir að lögregla og leyniþjónustan telji nær öruggt að hryðjuverkamenn reyni þriðju atlöguna á samgöngukerfi borgarinnar. Með henni ætli þeir meðal annars að sýna fram á hversu auðvelt það sé að fá fleiri sjálfsmorðsárásarmenn til samstarfs. Lögregla og ráðamenn hafa af því áhyggjur hversu lengi sé hægt að halda úti viðlíka viðbúnaði. Ian Blair, yfirlögreglustjóri Lundúnalögreglunnar, segir að úthald lögregluþjóna fari þverrandi og þeir séu orðnir afar þreyttir þrátt fyrir að auka mannafl hafi verið kallað til og leyfi afturkölluð. Lögregluaðgerðirnar kosta um 50 milljónir íslenskra króna á dag. Rannsókn lögreglunnar beinist nú einna helst að því að kanna tengsl milli árásanna 7. og 21. júlí auk þess sem leit að svokölluðum lykilmönnum sem skipulögðu árásirnar stendur yfir. Sjö voru handteknir í Brighton á sunnudag og hafa því alls átján verið handteknir í Bretlandi. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Þúsundir lögreglumanna voru við eftirlit á götum Lundúna í gær af ótta við að þriðja alda hryðjuverka væri yfirvofandi og er viðbúnaður í hámarki. Talið er að þriðji hópur sjálfsmorðsárásarmanna ráðist til atlögu innan skamms. Breska dagblaðið The Times hefur eftir heimildarmönnum í bandarísku leyniþjónustunni að þriðji hópurinn samanstandi af breskum múslimum sem talið er að hafi verið langt komnir í undirbúningi fyrir sprengjuárás á fimmtudaginn í síðustu viku. Blaðið segir að yfirvofandi sprengjuárás á fimmtudaginn hafi verið ástæðan fyrir því að sex þúsund lögreglumenn hafi verið á götum úti og helmingur þeirra vopnaður. Scotland Yard sagði á fimmtudaginn að í gangi væri æfing, sú stærsta frá því í síðari heimsstyrjöldinni, í því skyni að kanna getu lögreglunnar og auka öryggistilfinningu borgaranna. The Times segir að lögregla og leyniþjónustan telji nær öruggt að hryðjuverkamenn reyni þriðju atlöguna á samgöngukerfi borgarinnar. Með henni ætli þeir meðal annars að sýna fram á hversu auðvelt það sé að fá fleiri sjálfsmorðsárásarmenn til samstarfs. Lögregla og ráðamenn hafa af því áhyggjur hversu lengi sé hægt að halda úti viðlíka viðbúnaði. Ian Blair, yfirlögreglustjóri Lundúnalögreglunnar, segir að úthald lögregluþjóna fari þverrandi og þeir séu orðnir afar þreyttir þrátt fyrir að auka mannafl hafi verið kallað til og leyfi afturkölluð. Lögregluaðgerðirnar kosta um 50 milljónir íslenskra króna á dag. Rannsókn lögreglunnar beinist nú einna helst að því að kanna tengsl milli árásanna 7. og 21. júlí auk þess sem leit að svokölluðum lykilmönnum sem skipulögðu árásirnar stendur yfir. Sjö voru handteknir í Brighton á sunnudag og hafa því alls átján verið handteknir í Bretlandi.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira