Óttast fleiri sprengjuárásir 1. ágúst 2005 00:01 Þúsundir lögreglumanna voru við eftirlit á götum Lundúna í gær af ótta við að þriðja alda hryðjuverka væri yfirvofandi og er viðbúnaður í hámarki. Talið er að þriðji hópur sjálfsmorðsárásarmanna ráðist til atlögu innan skamms. Breska dagblaðið The Times hefur eftir heimildarmönnum í bandarísku leyniþjónustunni að þriðji hópurinn samanstandi af breskum múslimum sem talið er að hafi verið langt komnir í undirbúningi fyrir sprengjuárás á fimmtudaginn í síðustu viku. Blaðið segir að yfirvofandi sprengjuárás á fimmtudaginn hafi verið ástæðan fyrir því að sex þúsund lögreglumenn hafi verið á götum úti og helmingur þeirra vopnaður. Scotland Yard sagði á fimmtudaginn að í gangi væri æfing, sú stærsta frá því í síðari heimsstyrjöldinni, í því skyni að kanna getu lögreglunnar og auka öryggistilfinningu borgaranna. The Times segir að lögregla og leyniþjónustan telji nær öruggt að hryðjuverkamenn reyni þriðju atlöguna á samgöngukerfi borgarinnar. Með henni ætli þeir meðal annars að sýna fram á hversu auðvelt það sé að fá fleiri sjálfsmorðsárásarmenn til samstarfs. Lögregla og ráðamenn hafa af því áhyggjur hversu lengi sé hægt að halda úti viðlíka viðbúnaði. Ian Blair, yfirlögreglustjóri Lundúnalögreglunnar, segir að úthald lögregluþjóna fari þverrandi og þeir séu orðnir afar þreyttir þrátt fyrir að auka mannafl hafi verið kallað til og leyfi afturkölluð. Lögregluaðgerðirnar kosta um 50 milljónir íslenskra króna á dag. Rannsókn lögreglunnar beinist nú einna helst að því að kanna tengsl milli árásanna 7. og 21. júlí auk þess sem leit að svokölluðum lykilmönnum sem skipulögðu árásirnar stendur yfir. Sjö voru handteknir í Brighton á sunnudag og hafa því alls átján verið handteknir í Bretlandi. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Þúsundir lögreglumanna voru við eftirlit á götum Lundúna í gær af ótta við að þriðja alda hryðjuverka væri yfirvofandi og er viðbúnaður í hámarki. Talið er að þriðji hópur sjálfsmorðsárásarmanna ráðist til atlögu innan skamms. Breska dagblaðið The Times hefur eftir heimildarmönnum í bandarísku leyniþjónustunni að þriðji hópurinn samanstandi af breskum múslimum sem talið er að hafi verið langt komnir í undirbúningi fyrir sprengjuárás á fimmtudaginn í síðustu viku. Blaðið segir að yfirvofandi sprengjuárás á fimmtudaginn hafi verið ástæðan fyrir því að sex þúsund lögreglumenn hafi verið á götum úti og helmingur þeirra vopnaður. Scotland Yard sagði á fimmtudaginn að í gangi væri æfing, sú stærsta frá því í síðari heimsstyrjöldinni, í því skyni að kanna getu lögreglunnar og auka öryggistilfinningu borgaranna. The Times segir að lögregla og leyniþjónustan telji nær öruggt að hryðjuverkamenn reyni þriðju atlöguna á samgöngukerfi borgarinnar. Með henni ætli þeir meðal annars að sýna fram á hversu auðvelt það sé að fá fleiri sjálfsmorðsárásarmenn til samstarfs. Lögregla og ráðamenn hafa af því áhyggjur hversu lengi sé hægt að halda úti viðlíka viðbúnaði. Ian Blair, yfirlögreglustjóri Lundúnalögreglunnar, segir að úthald lögregluþjóna fari þverrandi og þeir séu orðnir afar þreyttir þrátt fyrir að auka mannafl hafi verið kallað til og leyfi afturkölluð. Lögregluaðgerðirnar kosta um 50 milljónir íslenskra króna á dag. Rannsókn lögreglunnar beinist nú einna helst að því að kanna tengsl milli árásanna 7. og 21. júlí auk þess sem leit að svokölluðum lykilmönnum sem skipulögðu árásirnar stendur yfir. Sjö voru handteknir í Brighton á sunnudag og hafa því alls átján verið handteknir í Bretlandi.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira