14 Bandaríkjamenn og Íraki féllu
Fjórtán bandarískir landgönguliðar féllu sem og írakskur túlkur þeirra þegar sprengja í vegkanti tætti brynvagn þeirra í sundur í Írak í dag. Þetta er mesta mannfall í einstakri árás sem Bandaríkjamenn hafa orðið fyrir frá því stríðinu lauk.