Erlent

Vill aukin úrræði fyrir ráðherra

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, vill að völd heimavarnarráðherra landsins verði aukin. Þetta kemur í kjölfar hótana eins æðsta yfirmanns al-Qaida samtakanna um frekari hryðjuverkaárásir á London. Blair vill að heimavarnarráðherrann fái aukin völd til að vísa erlendum mönnum, sem ekki eru taldir vinna að þjóðarhag, úr landi. Blair mun halda fréttamannafund í dag um málið áður en hann heldur i sumarfrí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×