Mannréttindi víkja fyrir öryggi 5. ágúst 2005 00:01 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að hann væri tilbúinn til að breyta lögum um mannréttindi, standi þau í vegi fyrir því að ríkisvaldið geti sent útlendinga úr landi hvetji þeir til hryðjuverka. Bresk stjórnvöld geta þegar neitað þeim um aðgang, eða sent úr landi, sem teljast ógn við þjóðaröryggi. Sumar þessar breytingar kalla einungis á reglugerðabreytingar. Blair sagði möguleika á því að þingmenn yrðu kallaðir snemma til þings úr sumarfríi til að ræða lagabreytingar. Samkvæmt nýrri áætlun til að berjast gegn hryðjuverkum, sem Blair kynnti í gær, verður það gert ólöglegt að réttlæta eða lofsyngja hryðjuverk. Þá verður hverjum þeim sem á einhvern hátt tengjast hryðjuverkum hafnað um hæli í Bretlandi. Einnig á að kanna hvernig hægt verður að loka moskum sem hvetja til ofbeldisverka, og senda fólk úr landi sem tengist ákveðnum bókabúðum eða vefsíðum. Charles Kennedy, leiðtogi Frjálslyndra demókrata í Bretlandi sagði að þessar tvær síðastnefndur tillögur verði til þess að auka spennu í landinu. Kennedy sagði einnig að samvinna stjórnmálaflokka til að berjast gegn hryðjuverkum, sé í hættu vegna þessara tillagna Blairs. David Davis, skuggaráðherra innanríkismála fyrir Íhaldsflokkinn, sagðist að mestu leyti ánægður með tillögurnar, sem sneru að því að senda fólk úr landi eða meina þeim aðgang. Hann sagði þetta vera tillögur sem samræmdust því sem Íhaldsflokkurinn hefur verið að kalla eftir. Davis fannst þó sá tími sem gefinn er, eða mánuður, vera of stuttur. Ráð múslima í Bretlandi sagði að þessar breytingar muni vinna á móti tilgangi sínum, sérstaklega ákvörðunin að banna Hibz ut-Tahrir samtökin. "Ef einhver samtök eru talin brjóta gegn lögum okkar, eiga slík mál að fara í gegn um réttarkerfið en ekki neyða samtökin til að stafa í felum. Það lítur út fyrir að með því að banna samtökin séum við að grafa undan lýðræðislegum gildum okkar," sagði Inayat Bunglawala, talsmaður Ráðsins. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að hann væri tilbúinn til að breyta lögum um mannréttindi, standi þau í vegi fyrir því að ríkisvaldið geti sent útlendinga úr landi hvetji þeir til hryðjuverka. Bresk stjórnvöld geta þegar neitað þeim um aðgang, eða sent úr landi, sem teljast ógn við þjóðaröryggi. Sumar þessar breytingar kalla einungis á reglugerðabreytingar. Blair sagði möguleika á því að þingmenn yrðu kallaðir snemma til þings úr sumarfríi til að ræða lagabreytingar. Samkvæmt nýrri áætlun til að berjast gegn hryðjuverkum, sem Blair kynnti í gær, verður það gert ólöglegt að réttlæta eða lofsyngja hryðjuverk. Þá verður hverjum þeim sem á einhvern hátt tengjast hryðjuverkum hafnað um hæli í Bretlandi. Einnig á að kanna hvernig hægt verður að loka moskum sem hvetja til ofbeldisverka, og senda fólk úr landi sem tengist ákveðnum bókabúðum eða vefsíðum. Charles Kennedy, leiðtogi Frjálslyndra demókrata í Bretlandi sagði að þessar tvær síðastnefndur tillögur verði til þess að auka spennu í landinu. Kennedy sagði einnig að samvinna stjórnmálaflokka til að berjast gegn hryðjuverkum, sé í hættu vegna þessara tillagna Blairs. David Davis, skuggaráðherra innanríkismála fyrir Íhaldsflokkinn, sagðist að mestu leyti ánægður með tillögurnar, sem sneru að því að senda fólk úr landi eða meina þeim aðgang. Hann sagði þetta vera tillögur sem samræmdust því sem Íhaldsflokkurinn hefur verið að kalla eftir. Davis fannst þó sá tími sem gefinn er, eða mánuður, vera of stuttur. Ráð múslima í Bretlandi sagði að þessar breytingar muni vinna á móti tilgangi sínum, sérstaklega ákvörðunin að banna Hibz ut-Tahrir samtökin. "Ef einhver samtök eru talin brjóta gegn lögum okkar, eiga slík mál að fara í gegn um réttarkerfið en ekki neyða samtökin til að stafa í felum. Það lítur út fyrir að með því að banna samtökin séum við að grafa undan lýðræðislegum gildum okkar," sagði Inayat Bunglawala, talsmaður Ráðsins.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira