Mannréttindi víkja fyrir öryggi 5. ágúst 2005 00:01 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að hann væri tilbúinn til að breyta lögum um mannréttindi, standi þau í vegi fyrir því að ríkisvaldið geti sent útlendinga úr landi hvetji þeir til hryðjuverka. Bresk stjórnvöld geta þegar neitað þeim um aðgang, eða sent úr landi, sem teljast ógn við þjóðaröryggi. Sumar þessar breytingar kalla einungis á reglugerðabreytingar. Blair sagði möguleika á því að þingmenn yrðu kallaðir snemma til þings úr sumarfríi til að ræða lagabreytingar. Samkvæmt nýrri áætlun til að berjast gegn hryðjuverkum, sem Blair kynnti í gær, verður það gert ólöglegt að réttlæta eða lofsyngja hryðjuverk. Þá verður hverjum þeim sem á einhvern hátt tengjast hryðjuverkum hafnað um hæli í Bretlandi. Einnig á að kanna hvernig hægt verður að loka moskum sem hvetja til ofbeldisverka, og senda fólk úr landi sem tengist ákveðnum bókabúðum eða vefsíðum. Charles Kennedy, leiðtogi Frjálslyndra demókrata í Bretlandi sagði að þessar tvær síðastnefndur tillögur verði til þess að auka spennu í landinu. Kennedy sagði einnig að samvinna stjórnmálaflokka til að berjast gegn hryðjuverkum, sé í hættu vegna þessara tillagna Blairs. David Davis, skuggaráðherra innanríkismála fyrir Íhaldsflokkinn, sagðist að mestu leyti ánægður með tillögurnar, sem sneru að því að senda fólk úr landi eða meina þeim aðgang. Hann sagði þetta vera tillögur sem samræmdust því sem Íhaldsflokkurinn hefur verið að kalla eftir. Davis fannst þó sá tími sem gefinn er, eða mánuður, vera of stuttur. Ráð múslima í Bretlandi sagði að þessar breytingar muni vinna á móti tilgangi sínum, sérstaklega ákvörðunin að banna Hibz ut-Tahrir samtökin. "Ef einhver samtök eru talin brjóta gegn lögum okkar, eiga slík mál að fara í gegn um réttarkerfið en ekki neyða samtökin til að stafa í felum. Það lítur út fyrir að með því að banna samtökin séum við að grafa undan lýðræðislegum gildum okkar," sagði Inayat Bunglawala, talsmaður Ráðsins. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að hann væri tilbúinn til að breyta lögum um mannréttindi, standi þau í vegi fyrir því að ríkisvaldið geti sent útlendinga úr landi hvetji þeir til hryðjuverka. Bresk stjórnvöld geta þegar neitað þeim um aðgang, eða sent úr landi, sem teljast ógn við þjóðaröryggi. Sumar þessar breytingar kalla einungis á reglugerðabreytingar. Blair sagði möguleika á því að þingmenn yrðu kallaðir snemma til þings úr sumarfríi til að ræða lagabreytingar. Samkvæmt nýrri áætlun til að berjast gegn hryðjuverkum, sem Blair kynnti í gær, verður það gert ólöglegt að réttlæta eða lofsyngja hryðjuverk. Þá verður hverjum þeim sem á einhvern hátt tengjast hryðjuverkum hafnað um hæli í Bretlandi. Einnig á að kanna hvernig hægt verður að loka moskum sem hvetja til ofbeldisverka, og senda fólk úr landi sem tengist ákveðnum bókabúðum eða vefsíðum. Charles Kennedy, leiðtogi Frjálslyndra demókrata í Bretlandi sagði að þessar tvær síðastnefndur tillögur verði til þess að auka spennu í landinu. Kennedy sagði einnig að samvinna stjórnmálaflokka til að berjast gegn hryðjuverkum, sé í hættu vegna þessara tillagna Blairs. David Davis, skuggaráðherra innanríkismála fyrir Íhaldsflokkinn, sagðist að mestu leyti ánægður með tillögurnar, sem sneru að því að senda fólk úr landi eða meina þeim aðgang. Hann sagði þetta vera tillögur sem samræmdust því sem Íhaldsflokkurinn hefur verið að kalla eftir. Davis fannst þó sá tími sem gefinn er, eða mánuður, vera of stuttur. Ráð múslima í Bretlandi sagði að þessar breytingar muni vinna á móti tilgangi sínum, sérstaklega ákvörðunin að banna Hibz ut-Tahrir samtökin. "Ef einhver samtök eru talin brjóta gegn lögum okkar, eiga slík mál að fara í gegn um réttarkerfið en ekki neyða samtökin til að stafa í felum. Það lítur út fyrir að með því að banna samtökin séum við að grafa undan lýðræðislegum gildum okkar," sagði Inayat Bunglawala, talsmaður Ráðsins.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira