Fundu stera hjá þjálfara
Finnska lögreglan fann umtalsvert magn af sterum og öðrum ólöglegum lyfjum hjá finnska kringlukastsþjálfaranum Kari Mattila. Það er ólöglegt í Finnlandi að geyma þess konar lyf. Mattila var þjálfari finnska kringlukastarans Timo Tompuri þar til í okóber í fyrra. Talsmaður Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins segir að Mattila eigi yfir höfði sér bann. Finnska sjónvarpið greindi frá því í gær að lögregluyfirvöld í Finnlandi ætluðu að bíða með að rannsaka málið þar til eftir heimsmeistaramótið. Fyrir fjórum árum voru sex finnskir skíðagöngumenn gripnir í landhelgi fyrir að neyta ólöglegra lyfja í einhverju mesta lyfjahneykslismáli í íþróttum.