Nú er að sýna sig og sanna 8. ágúst 2005 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, er án efa öflugasti málsvari stjórnarandstæðinga á Alþingi. Hann er ekki aðeins mælskur og þróttmikill, heldur ber málflutningur hans með sér að hann trúir á það sem hann segir. Þetta er ekki nefnt hér til að skjalla hann í tilefni af fimmtugsafmælinu í vikunni sem leið, heldur frekar til að velta upp þeirri spurningu, af hverju maður eins og Steingrímur, sem talar fyrir skoðunum sem eru, og verða áreiðanlega áfram, í minnihluta með þjóðinni, hefur skapað sér svo sterka stöðu í almenningsálitinu. Af hverju dettur fólki ekki frekar í hug Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, þegar spurt er um atkvæðamesta leiðtoga stjórnarandstöðunnar? Persónulegir eiginleikar Steingríms J., eins og orðlögð snerpa hans, hafa vafalaust sitt að segja í þessu efni. En líka spilar inn í ákveðin einsýni í stjórnmálatrú hans og boðskap. Menn geta verið snöggir og ákveðnir þegar þeir eru vel forritaðir. Ingibjörg Sólrún hefur sýnt að hún getur verið fljót að bregðast við, talað afdráttarlaust og fengið fólk á sitt band. En henni hættir oft til að tala, og enn frekar að skrifa, eins og prófessor. Hún og menntafólkið í kringum hana virðast ekki átta sig nægilega vel á því að málfar og rökfræði stjórnmálanna verður að taka mið af þjóðfélaginu í heild. Það er ekki nóg að ná sambandi við háskólasamfélagið. Mörgum finnst að þeir viti hreinlega ekki fyrir hvað Ingibjörg Sólrún stendur. Einn daginn talar hún um að hún vilji gera Samfylkinguna að flokki viðskiptalífsins, hinn daginn líkir hún einkavæðingunni við sölu á ættarsilfrinu. Hún þarf að gera upp við sig, hvort hún er með eða á móti sölu ríkisfyrirtækja. Vandamálin eru fleiri. Svo virtist um tíma sem Ingibjörg Sólrún ætlaði að beita framtíðarhóp Samfylkingarinnar, sem hún stýrði, til að kynna og afla fylgis við djarfar og nútímalegar tillögur í stjórnmálum. Ýmsar hugmyndir komu fram, en koðnuðu síðan niður og enginn veit hvað um þær varð. Verst er að enginn veit með vissu hvar í hugmyndaflórunni formaðurinn ætlaði að taka sér stöðu. Við slíkar aðstæður tapa samherjar fluginu og kjósendur áttum. Þegar Geir H. Haarde, sem þekktur er fyrir hófsaman málflutning, tekur við sem formaður Sjálfstæðisflokksins á flokkurinn möguleika á því að styrkja sig enn frekar í sessi meðal hins breiða hóps kjósenda á miðjunni. Það eru þeir kjósendur sem Samfylkingin þarf að ná til. Það mun ekki gerast nema Ingibjörg Sólrún taki sér ærlegt tak. Ætli hún sér raunverulega í stól forsætisráðherra eftir næstu þingkosningar verður hún að reka af sér slyðruorðið. Hún verður að sýna og sanna á næstu vikum og mánuðum að hún eigi erindi í stólinn og valdi þessu stóra hlutverki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, er án efa öflugasti málsvari stjórnarandstæðinga á Alþingi. Hann er ekki aðeins mælskur og þróttmikill, heldur ber málflutningur hans með sér að hann trúir á það sem hann segir. Þetta er ekki nefnt hér til að skjalla hann í tilefni af fimmtugsafmælinu í vikunni sem leið, heldur frekar til að velta upp þeirri spurningu, af hverju maður eins og Steingrímur, sem talar fyrir skoðunum sem eru, og verða áreiðanlega áfram, í minnihluta með þjóðinni, hefur skapað sér svo sterka stöðu í almenningsálitinu. Af hverju dettur fólki ekki frekar í hug Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, þegar spurt er um atkvæðamesta leiðtoga stjórnarandstöðunnar? Persónulegir eiginleikar Steingríms J., eins og orðlögð snerpa hans, hafa vafalaust sitt að segja í þessu efni. En líka spilar inn í ákveðin einsýni í stjórnmálatrú hans og boðskap. Menn geta verið snöggir og ákveðnir þegar þeir eru vel forritaðir. Ingibjörg Sólrún hefur sýnt að hún getur verið fljót að bregðast við, talað afdráttarlaust og fengið fólk á sitt band. En henni hættir oft til að tala, og enn frekar að skrifa, eins og prófessor. Hún og menntafólkið í kringum hana virðast ekki átta sig nægilega vel á því að málfar og rökfræði stjórnmálanna verður að taka mið af þjóðfélaginu í heild. Það er ekki nóg að ná sambandi við háskólasamfélagið. Mörgum finnst að þeir viti hreinlega ekki fyrir hvað Ingibjörg Sólrún stendur. Einn daginn talar hún um að hún vilji gera Samfylkinguna að flokki viðskiptalífsins, hinn daginn líkir hún einkavæðingunni við sölu á ættarsilfrinu. Hún þarf að gera upp við sig, hvort hún er með eða á móti sölu ríkisfyrirtækja. Vandamálin eru fleiri. Svo virtist um tíma sem Ingibjörg Sólrún ætlaði að beita framtíðarhóp Samfylkingarinnar, sem hún stýrði, til að kynna og afla fylgis við djarfar og nútímalegar tillögur í stjórnmálum. Ýmsar hugmyndir komu fram, en koðnuðu síðan niður og enginn veit hvað um þær varð. Verst er að enginn veit með vissu hvar í hugmyndaflórunni formaðurinn ætlaði að taka sér stöðu. Við slíkar aðstæður tapa samherjar fluginu og kjósendur áttum. Þegar Geir H. Haarde, sem þekktur er fyrir hófsaman málflutning, tekur við sem formaður Sjálfstæðisflokksins á flokkurinn möguleika á því að styrkja sig enn frekar í sessi meðal hins breiða hóps kjósenda á miðjunni. Það eru þeir kjósendur sem Samfylkingin þarf að ná til. Það mun ekki gerast nema Ingibjörg Sólrún taki sér ærlegt tak. Ætli hún sér raunverulega í stól forsætisráðherra eftir næstu þingkosningar verður hún að reka af sér slyðruorðið. Hún verður að sýna og sanna á næstu vikum og mánuðum að hún eigi erindi í stólinn og valdi þessu stóra hlutverki.