Erlent

Tímabundið framsal á Hussain

Dómstóll á Ítalíu fjallar sem stendur um framsalsbeiðni Breta sem vilja að Osman Hussain, sem einnig er þekktur sem Hamdi Isaac, verði sendur til Bretlands. Yfirvöld þar vilja yfirheyra og ákæra hann fyrir aðild að misheppnuðum hryðjuverkaárásum þann tuttugasta og fyrsta júlí síðastliðinn. Hussain hefur viðurkennt aðild að árásunum en heldur því fram að enginn hafi átt að slasast heldur hafi tilgangurinn verið að hræða fólk. Ekki er búist við því að ítölsk yfirvöld leggist gegn því að hann verði framseldur til Bretlands en hugsanlega verður aðeins um tímabundið framsal að ræða. Þá gætu Bretar yfirheyrt Hussain og sent aftur til Ítalíu, þar sem yfirvöld vilja ákæra hann fyrir alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×