Við búum í réttarríki 22. ágúst 2005 00:01 Ákærurnar í Baugsmálinu svokallaða, sem verið hafa helsta umræðuefni landsmanna að undanförnu, stafa augljóslega af þeirri sannfæringu saksóknara lögreglunnar að lög hafi verið brotin. Ásakanir sem heyrst hafa um að eitthvað annað búi að baki eru fráleitar. Við búum í réttarríki þar sem ákæruvaldið þarf að rökstyðja og sanna málflutning sinn fyrir dómstólum. Það er ekki óalgengt að ákærum sé hrundið fyrir dómi. Þá hefur málatilbúnaður ákæruvaldsins annað hvort verið reistur á röngum ályktunum eða ónógum sönnunum í skilningi laga. Sýknudómur fyrir rétti er enginn sérstakur áfellisdómur yfir ákæruvaldinu; það er skylda ákærenda að senda dómstólunum mál til umfjöllunar, ef þeir hafa komist að þeirri niðurstöðu að lög hafi verið brotin. Í því efni er ekki hægt að fara í manngreinarálit. Þeir sem starfa fyrir ákæruvaldið lesa blöð eins og aðrir, eiga samtöl við menn og heyra hvað um er talað í þjóðfélaginu. Það blasir við að vitneskja sem þeim berst með slíkum hætti getur orðið tilefni rannsóknar. En við hljótum að treysta því að ekki sé ráðist í umfangsmikla sakamálarannsókn sem áhrif hefur á hagi fjölda einstaklinga, atvinnustarfsemi í landinu og andrúmsloftið í þjóðfélaginu nema að baki búi sterk sannfæring um lögbrot. Ef sú furðulega staða kæmi upp að lögreglan rannsakaði mál og gæfi út ákæru til þess eins að þóknast pólitískum valdhöfum, eins og dylgjað hefur verið um í Baugsmálinu, mundu dómstólar ekki aðeins sýkna viðkomandi aðila heldur fella slík áfellisorð yfir lögreglunni að yfirmönnum hennar væri ekki vært í embætti. Í kjarna sínum er Baugsmálið því eins og hvert annað mál sem ákæruvaldið rekur fyrir dómstólum án þess að þurfa að sæta ákúrum á opinberum vettvangi. Tími er til kominn að þeim linni. Baugsmálið er að því leyti sérstakt að hinir ákærðu eru allir þjóðkunnir menn og hafa greinilega meiri samúð almennings en gengur og gerist þegar menn eru sakaðir um lögbrot af því umfangi sem um ræðir. Þeir njóta þess áreiðanlega að hafa með brautryðjendastarfi sínu í viðskiptalífinu bætt lífskjör almennings. Það er ekki út í bláinn þegar sagt er að Jóhannes í Bónus og Jón Ásgeir, sonur hans, hafi á þessu sviði ekki náð minni árangri en verkalýðsfélögin með kaupgjaldsbaráttu sinni. Eðlilegt er að almenningi þyki sárt að þeir skuli þurfa að búa við þær ásakanir um lögbrot sem nú eru til umfjöllunar fyrir dómstólum. Framhjá því verður svo ekki horft að kaldar kveðjur og ásakanir um vond vinnubrögð, sem nú dynja á lögreglu og ákæruvaldi víðs vegar að, stafa meðfram af því af ýmsir háttsettir menn í landinu hafa vegna óvildar í garð eigenda Baugs misnotað áhrifamátt sinn og virðulega stöðu til að kveða upp réttnefnda <I>for-dóma<P> um ásakanir á hendur fyrirtækinu og stjórnendum þess löngu áður en ákærur komu fram. Gálaust tal ýmissa ráðamanna um þessi mál er orðið dýrt spaug sem hittir þá nú sjálfa fyrir og skaðar jafnframt þá aðila í réttarkerfinu sem nauðsynlega þurfa á mikilli tiltrú almennings að halda. Stjórnmálamenn sem hafa munninn fyrir neðan nefið eru oft í miklum metum. En réttnefndir stjórnmálaskörungar eru þeir sem kunna líka að þegja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Ákærurnar í Baugsmálinu svokallaða, sem verið hafa helsta umræðuefni landsmanna að undanförnu, stafa augljóslega af þeirri sannfæringu saksóknara lögreglunnar að lög hafi verið brotin. Ásakanir sem heyrst hafa um að eitthvað annað búi að baki eru fráleitar. Við búum í réttarríki þar sem ákæruvaldið þarf að rökstyðja og sanna málflutning sinn fyrir dómstólum. Það er ekki óalgengt að ákærum sé hrundið fyrir dómi. Þá hefur málatilbúnaður ákæruvaldsins annað hvort verið reistur á röngum ályktunum eða ónógum sönnunum í skilningi laga. Sýknudómur fyrir rétti er enginn sérstakur áfellisdómur yfir ákæruvaldinu; það er skylda ákærenda að senda dómstólunum mál til umfjöllunar, ef þeir hafa komist að þeirri niðurstöðu að lög hafi verið brotin. Í því efni er ekki hægt að fara í manngreinarálit. Þeir sem starfa fyrir ákæruvaldið lesa blöð eins og aðrir, eiga samtöl við menn og heyra hvað um er talað í þjóðfélaginu. Það blasir við að vitneskja sem þeim berst með slíkum hætti getur orðið tilefni rannsóknar. En við hljótum að treysta því að ekki sé ráðist í umfangsmikla sakamálarannsókn sem áhrif hefur á hagi fjölda einstaklinga, atvinnustarfsemi í landinu og andrúmsloftið í þjóðfélaginu nema að baki búi sterk sannfæring um lögbrot. Ef sú furðulega staða kæmi upp að lögreglan rannsakaði mál og gæfi út ákæru til þess eins að þóknast pólitískum valdhöfum, eins og dylgjað hefur verið um í Baugsmálinu, mundu dómstólar ekki aðeins sýkna viðkomandi aðila heldur fella slík áfellisorð yfir lögreglunni að yfirmönnum hennar væri ekki vært í embætti. Í kjarna sínum er Baugsmálið því eins og hvert annað mál sem ákæruvaldið rekur fyrir dómstólum án þess að þurfa að sæta ákúrum á opinberum vettvangi. Tími er til kominn að þeim linni. Baugsmálið er að því leyti sérstakt að hinir ákærðu eru allir þjóðkunnir menn og hafa greinilega meiri samúð almennings en gengur og gerist þegar menn eru sakaðir um lögbrot af því umfangi sem um ræðir. Þeir njóta þess áreiðanlega að hafa með brautryðjendastarfi sínu í viðskiptalífinu bætt lífskjör almennings. Það er ekki út í bláinn þegar sagt er að Jóhannes í Bónus og Jón Ásgeir, sonur hans, hafi á þessu sviði ekki náð minni árangri en verkalýðsfélögin með kaupgjaldsbaráttu sinni. Eðlilegt er að almenningi þyki sárt að þeir skuli þurfa að búa við þær ásakanir um lögbrot sem nú eru til umfjöllunar fyrir dómstólum. Framhjá því verður svo ekki horft að kaldar kveðjur og ásakanir um vond vinnubrögð, sem nú dynja á lögreglu og ákæruvaldi víðs vegar að, stafa meðfram af því af ýmsir háttsettir menn í landinu hafa vegna óvildar í garð eigenda Baugs misnotað áhrifamátt sinn og virðulega stöðu til að kveða upp réttnefnda <I>for-dóma<P> um ásakanir á hendur fyrirtækinu og stjórnendum þess löngu áður en ákærur komu fram. Gálaust tal ýmissa ráðamanna um þessi mál er orðið dýrt spaug sem hittir þá nú sjálfa fyrir og skaðar jafnframt þá aðila í réttarkerfinu sem nauðsynlega þurfa á mikilli tiltrú almennings að halda. Stjórnmálamenn sem hafa munninn fyrir neðan nefið eru oft í miklum metum. En réttnefndir stjórnmálaskörungar eru þeir sem kunna líka að þegja.