Erlent

Brasilísk stjórnvöld vilja svör

Ian Blair kveðst nú ekki hafa vitað að brasilíumaðurinn Jean Charles De Menezes hefði verið blásaklaus fyrr en sólarhring eftir að hann var skotinn á neðanjarðarlestarstöð í misgripum fyrir hryðjuverkamann. Frásögn lögreglunnar var í fyrstu kolröng. Málið er hið mesta vandræðamál fyrir Blair og bresk stjórnvöld, en í dag komu háttsettir brasilískir sendierindrekar til Lundúna til að kanna málið sjálfir. Fjölskylda De Menezes sendi svo Tony Blair bréf í dag, þar sem þess var krafist að opinber rannsókn yrði hafin á málinu. Brasilískur blaðamaður, Juliano Zappia, segir að sumir Brasilíubúum finnist framganga lögreglunnar vera persónuleg móðgun við þá Brasilíubúa sem búa í Bretlandi, en hann sagði svo ekki vera. Hann sagði málið allt vera hræðileg mistök og að sá sem lést hefði getað vera hver sem er hvaðan sem er. Hann sagði einnig að honum finnist ekkert hættulegra nú að búa í London verandi Brasilíumaður, en áður. Brasilíski kaffihúsaeigiandinn, Raenaldo Morato, tók í sama streng og sagði að þetta væri einangrað slys. Hann sagðist ekki hræðats bresku lögregluna og sagði hann vera vinveitta Brasilíubúum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×