Kapítalistar allra landa... 24. ágúst 2005 00:01 Þeir áttu það sameiginlegt Adam Smith, kennifaðir kapítalismans og höfundur bókarinnar Auðlegð þjóðanna, og Karl Marx annar höfunda Kommúnistaávarpsins, að báðir töldu að þar sem kapítalistar kæmu saman yrði óhjákvæmilega úr því samsæri. Smith taldi að úr samráði þeirra yrði til samsæri gegn neytendum um hærra verð. Hin "ósýnilega hönd", sem stýrði hagkerfinu óafvitandi til hagsbóta fyrir alla, ef samkeppni væri virk og hver kapítalisti hugsaði aðeins um eigin hag, mundi visna og lamast og í staðinn kæmi samráð fjármagnseigenda um að auðgast sem mest á kostnað neytenda. Í lýðræðisþjóðfélögum hefur löggjafinn reynt að reisa skorður við þessari tihneigingu fjármagnseigenda með kerfisbundnum inngripum í gangvirki viðskiptalífsins, lögum gegn hringamyndun og annars konar einokunartilhneigingum, auk þess sem samtök neytenda eru víða virk og mynda mótvægi gegn ofurafli fjármagnsins. Karl Marx var stærri í sniðum og í samræmi við prússneskt uppeldi sitt bjó hann til úr þessu kenningar um alheimslögmál, þar sem fjármagnið safnaðist á æ færri hendur uns meginþorri mannkyns væru öreigar, sem að lokum vörpuðu af sér oki kapítalistanna með byltingu (þ.e.a.s. útrýmingu auðstéttarinnar) og stofnuðu samfélag án ríkisvalds, þar sem gæðum jarðarinnar yrði dreift samkvæmt lögmálinu um að hver legði sitt af mörkum til framleiðslunnar eftir getu og fengi samkvæmt þörfum. Hér á landi var framrás kapítalismans heft strax á upphafsskeiði hans og komið á eins konar ríkiskapítalisma um hálfrar aldar skeið upp úr Kreppunni miklu eftir 1930 þegar allir bankar urðu ríkisbankar og skipuðu málum í atvinnulífinu með hrossakaupum milli frammámanna stjórnmálaflokkanna. Ekki er fjarri lagi að fullyrða að enginn gat orðið ríkur nema að hafa að bakhjarli einn eða fleiri stjórnmálaflokka, atvinnulífinu var miðstýrt og samkeppni og ágóðasjónarmið því sem næst gerð útlæg en ríkisstofnanir látnar stýra verðlagningu og dreifingu lífsgæðanna. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur óneitanlega verið ötull talsmaður þess að rífa atvinnulífið upp úr þessu fari og auka frelsi manna til athafna og framkvæmda. Framan af var hann líka eindreginn talsmaður lágmarks ríkisvalds þar sem allir valdamenn hafi tilhneigingu til að misnota vald sitt, reisa sjálfum sér minnismerki fyrir almannafé, sóa skattpeningum í gagnslítil gæluverkefni, þenja endalaust út ráðuneyti og stofnanir ríkisins og raða dyggum fylgisveinum sínum þar á jöturnar. En á þessu gerir hann alltaf eina undantekningu þvert ofan í staðreyndir. Hann hefur nefnilega uppgötvað "leiðtoga lífs síns", Davíð Oddsson, foringjann mikla og óskeikula, sem öfugt við alla aðra valdamenn heimsins hafi helgað sig því hlutverki að minnka vald sitt jafnt og þétt og færa það til fólksins! Að ríkisvaldi undir slíkri forystu verður að áliti Hannesar ekkert fundið. Í viðtali við Blaðið fyrir skömmu telur hann það hlutverk sitt að mynda "smámótvægi" gegn öllum nöldurskjóðunum sem standi í stöðugri og samfelldri rógsherferð gegn foringjanum mikla í öllum miðlum Baugs. Orðrétt segir Hannes: "Ágætur kunningi minn, Jón Ásgeir Jóhannesson, hefur afhent vinstri öflunum á Íslandi fjölmiðlana, sem hann á. Með því er Jón Ásgeir að grafa undan íslenskum kapítalisma. Ef menn eiga að vera bandamenn í að skapa frjálsara Ísland, þá verða þeir að geta upplifað hvern annan sem bandamenn". Hér gefur Hannes hárfínt í skyn að Jón Ásgeir geti sjálfum sér um kennt hvernig fyrir honum er komið. Hefði hann bara látið fjölmiðlaveldi sitt standa með kapítalistunum (les Davíð), þeir getað "upplifað hann sem bandamann" hefði hið góða og velviljaða ríkisvald kannski látið hann í friði. "En þótt einkennilegt megi virðast þarf að vernda kapítalismann fyrir kapítalistunum", heldur Hannes áfram. Og hverjum stendur það nær en hinu góðviljaða ríkisvaldi Davíðs að gegna því hlutverki? Í því sambandi er athyglisvert að rifja upp að undanfarinn hálfan annan áratug hefur Hannes Hólmsteinn einmitt farið hamförum gegn frjálsum fjölmiðlum eða allt frá því að Stöð 2 komst á laggirnar sem sjálfstæður fjölmiðill. Hann hamaðist gegn Stöð 2 allan síðasta áratug og taldi hana hreiður andstæðinga Davíðs Oddssonar af því fréttastofa Stöðvarinnar dirfðist stundum að leggja sjálfstætt mat á gerðir ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma var unnið að því leynt og ljóst mynda allsráðandi fjölmiðlasamsteypu undir forystu Morgunblaðsins án þess að Hannes og félagar hefðu nokkuð við slíkt eignarhald að athuga. Því er nærtækt að álykta að væru þeir Bónusfeðgar og Davíð vinir og þeir tilbúnir að beita fjölmiðlum sínum til að lofsyngja hann þá væri annað hljóð í strokki Hannesar Hólmsteins í dag. Í einn tíma lágu allir valdaþræðir í landinu gegnum hendur landshöfðingja, sem beitti því valdi sínu gegn helsta stjórnarandstæðingnum, Skúla Thoroddsen. Þá þakkaði Skúli guði fyrir að til skyldi vera danskur hæstiréttur, enda var hann sýknaður þar af öllum ákærum. Í dag er ástæða til að þakka guði fyrir að Bónusfeðgar og Davíð eru ekki vinir. Á meðan getum við vænst þess að búa áfram við frjálsari fjölmiðlun en verið hefur við lýði í landinu um langt skeið. Enn er þess minnst hversu alvarlegar afleiðingar það hafði þegar þeir Heródes og Pílatus urðu vinir. Þó eru nærri 2000 ár síðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun
Þeir áttu það sameiginlegt Adam Smith, kennifaðir kapítalismans og höfundur bókarinnar Auðlegð þjóðanna, og Karl Marx annar höfunda Kommúnistaávarpsins, að báðir töldu að þar sem kapítalistar kæmu saman yrði óhjákvæmilega úr því samsæri. Smith taldi að úr samráði þeirra yrði til samsæri gegn neytendum um hærra verð. Hin "ósýnilega hönd", sem stýrði hagkerfinu óafvitandi til hagsbóta fyrir alla, ef samkeppni væri virk og hver kapítalisti hugsaði aðeins um eigin hag, mundi visna og lamast og í staðinn kæmi samráð fjármagnseigenda um að auðgast sem mest á kostnað neytenda. Í lýðræðisþjóðfélögum hefur löggjafinn reynt að reisa skorður við þessari tihneigingu fjármagnseigenda með kerfisbundnum inngripum í gangvirki viðskiptalífsins, lögum gegn hringamyndun og annars konar einokunartilhneigingum, auk þess sem samtök neytenda eru víða virk og mynda mótvægi gegn ofurafli fjármagnsins. Karl Marx var stærri í sniðum og í samræmi við prússneskt uppeldi sitt bjó hann til úr þessu kenningar um alheimslögmál, þar sem fjármagnið safnaðist á æ færri hendur uns meginþorri mannkyns væru öreigar, sem að lokum vörpuðu af sér oki kapítalistanna með byltingu (þ.e.a.s. útrýmingu auðstéttarinnar) og stofnuðu samfélag án ríkisvalds, þar sem gæðum jarðarinnar yrði dreift samkvæmt lögmálinu um að hver legði sitt af mörkum til framleiðslunnar eftir getu og fengi samkvæmt þörfum. Hér á landi var framrás kapítalismans heft strax á upphafsskeiði hans og komið á eins konar ríkiskapítalisma um hálfrar aldar skeið upp úr Kreppunni miklu eftir 1930 þegar allir bankar urðu ríkisbankar og skipuðu málum í atvinnulífinu með hrossakaupum milli frammámanna stjórnmálaflokkanna. Ekki er fjarri lagi að fullyrða að enginn gat orðið ríkur nema að hafa að bakhjarli einn eða fleiri stjórnmálaflokka, atvinnulífinu var miðstýrt og samkeppni og ágóðasjónarmið því sem næst gerð útlæg en ríkisstofnanir látnar stýra verðlagningu og dreifingu lífsgæðanna. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur óneitanlega verið ötull talsmaður þess að rífa atvinnulífið upp úr þessu fari og auka frelsi manna til athafna og framkvæmda. Framan af var hann líka eindreginn talsmaður lágmarks ríkisvalds þar sem allir valdamenn hafi tilhneigingu til að misnota vald sitt, reisa sjálfum sér minnismerki fyrir almannafé, sóa skattpeningum í gagnslítil gæluverkefni, þenja endalaust út ráðuneyti og stofnanir ríkisins og raða dyggum fylgisveinum sínum þar á jöturnar. En á þessu gerir hann alltaf eina undantekningu þvert ofan í staðreyndir. Hann hefur nefnilega uppgötvað "leiðtoga lífs síns", Davíð Oddsson, foringjann mikla og óskeikula, sem öfugt við alla aðra valdamenn heimsins hafi helgað sig því hlutverki að minnka vald sitt jafnt og þétt og færa það til fólksins! Að ríkisvaldi undir slíkri forystu verður að áliti Hannesar ekkert fundið. Í viðtali við Blaðið fyrir skömmu telur hann það hlutverk sitt að mynda "smámótvægi" gegn öllum nöldurskjóðunum sem standi í stöðugri og samfelldri rógsherferð gegn foringjanum mikla í öllum miðlum Baugs. Orðrétt segir Hannes: "Ágætur kunningi minn, Jón Ásgeir Jóhannesson, hefur afhent vinstri öflunum á Íslandi fjölmiðlana, sem hann á. Með því er Jón Ásgeir að grafa undan íslenskum kapítalisma. Ef menn eiga að vera bandamenn í að skapa frjálsara Ísland, þá verða þeir að geta upplifað hvern annan sem bandamenn". Hér gefur Hannes hárfínt í skyn að Jón Ásgeir geti sjálfum sér um kennt hvernig fyrir honum er komið. Hefði hann bara látið fjölmiðlaveldi sitt standa með kapítalistunum (les Davíð), þeir getað "upplifað hann sem bandamann" hefði hið góða og velviljaða ríkisvald kannski látið hann í friði. "En þótt einkennilegt megi virðast þarf að vernda kapítalismann fyrir kapítalistunum", heldur Hannes áfram. Og hverjum stendur það nær en hinu góðviljaða ríkisvaldi Davíðs að gegna því hlutverki? Í því sambandi er athyglisvert að rifja upp að undanfarinn hálfan annan áratug hefur Hannes Hólmsteinn einmitt farið hamförum gegn frjálsum fjölmiðlum eða allt frá því að Stöð 2 komst á laggirnar sem sjálfstæður fjölmiðill. Hann hamaðist gegn Stöð 2 allan síðasta áratug og taldi hana hreiður andstæðinga Davíðs Oddssonar af því fréttastofa Stöðvarinnar dirfðist stundum að leggja sjálfstætt mat á gerðir ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma var unnið að því leynt og ljóst mynda allsráðandi fjölmiðlasamsteypu undir forystu Morgunblaðsins án þess að Hannes og félagar hefðu nokkuð við slíkt eignarhald að athuga. Því er nærtækt að álykta að væru þeir Bónusfeðgar og Davíð vinir og þeir tilbúnir að beita fjölmiðlum sínum til að lofsyngja hann þá væri annað hljóð í strokki Hannesar Hólmsteins í dag. Í einn tíma lágu allir valdaþræðir í landinu gegnum hendur landshöfðingja, sem beitti því valdi sínu gegn helsta stjórnarandstæðingnum, Skúla Thoroddsen. Þá þakkaði Skúli guði fyrir að til skyldi vera danskur hæstiréttur, enda var hann sýknaður þar af öllum ákærum. Í dag er ástæða til að þakka guði fyrir að Bónusfeðgar og Davíð eru ekki vinir. Á meðan getum við vænst þess að búa áfram við frjálsari fjölmiðlun en verið hefur við lýði í landinu um langt skeið. Enn er þess minnst hversu alvarlegar afleiðingar það hafði þegar þeir Heródes og Pílatus urðu vinir. Þó eru nærri 2000 ár síðan.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun