Hvað ætlar Sharon sér fyrir? 24. ágúst 2005 00:01 Harðlínumaðurinn og fyrrum hershöfðinginn Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur komið mörgum á óvart vegna ákveðinnar framgöngu sinnar undanfarna daga við að flytja byggðir ísraelskra landnema af Gaza-ströndinni. Þeim flutningum lauk á mánudagskvöldið án stórkostlegra átaka. Ísraelsmenn sem þarna bjuggu voru að vísu margir hverjir mjög tregir til að yfirgefa smáhýsin sín, þar sem þeir hafa dvalið í langan tíma, en þegar þeir mættu ákveðnu lögregluliði og hermönnum létu þeir flestir hverjir undan síga. Það eru ákveðin tímamót í deilunum fyrir botni Miðjarðarhafsins nú þegar allir ísrelskir landnemar eru á brott frá Gaza og Vesturbakkanum. Þeir voru að vísu ekki margir á Gaza, aðeins hátt á níunda þúsund sem bjuggu í 21 þorpi. Þrátt fyrir að þeir væru ekki fleiri en raun ber vitni höfðu þessir landnemar ótrúleg áhrif og auðvitað bjuggu þeir þarna í skjóli Ísraelsstjórnar. Þeir hafa ráðið yfir fimmtungi landsvæðisins á Gaza, en til samanburðar búa þar um 1,3 milljónir Palestínumanna, sem í haust geta loks farið að ferðast um frjálsir á þessu umdeilda landsvæði og huga að uppbyggingu þess og framtíðarþróun. Nú þegar brottflutningi frá Gaza og Vesturbakkanum er lokið tekur við uppbyggingarstarf. Það var ekki mikil mótstaða í gær þegar aðgerðir hófust á Vesturbakkanum. Þúsundir her- og lögreglumanna voru á staðnum. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1967 sem Ísraelsmenn láta af hendi hernumið land til Palestínumanna og í fyrsta skipti sem ísraelska hernum er beitt gegn eigin landsmönum til að framfylgja ákvörðun stjórnvalda. Þegar Ariel Sharon tilkynnti fyrir nærri tveimur árum síðan að hann ætlaði að láta af hendi landnemabyggðir á Gaza og Vesturbakkanum vakti sú ákvörðun hans ekki aðeins mikla athygli í Ísrael, heldur víða um heim.Margir höfðu ekki trú á því að þetta gengi eftir en það er greinilega einbeittur vilji Sharons að efna þetta loforð eins og atburðir síðustu daga sýna. Aftur á móti er ekki öllum ljóst hvað hann hyggst fyrir í framtíðinni í þessum málum, en eitthvað hlýtur að búa undir. Brottflutningur landnemanna hefur þegar haft mikil pólitísk áhrif í landinu, ráðherrar hafa sagt af sér og mótmæli hafa verið hávær, en Sharon heldur sínu striki. Hann heldur því fram að þetta auki öryggi Ísraelsríkis, en það er þá undir því komið að Palestínumenn verði til friðs, annars fer allt í háaloft enn einu sinni fyrir botni Miðjarðarhafs. Þeir Sharon og Abbas ræddust við í síma þegar síðustu landnemarnir voru á brott frá Gaza. Þá höfðu þeir ekki talast við í tvo mánuði. Þeir virðast ná betur saman en fyrri leiðtogar í hinni löngu deilu Ísraela og Palestínumanna, og það er athyglisvert að brottflutningurinn nú fer ekki fram undir miklum þrýstingu utan frá. Leiðtogarnir sjálfir virðast hafa komist að einhverju samkomulagi, hversu lengi svo sem það heldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun
Harðlínumaðurinn og fyrrum hershöfðinginn Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur komið mörgum á óvart vegna ákveðinnar framgöngu sinnar undanfarna daga við að flytja byggðir ísraelskra landnema af Gaza-ströndinni. Þeim flutningum lauk á mánudagskvöldið án stórkostlegra átaka. Ísraelsmenn sem þarna bjuggu voru að vísu margir hverjir mjög tregir til að yfirgefa smáhýsin sín, þar sem þeir hafa dvalið í langan tíma, en þegar þeir mættu ákveðnu lögregluliði og hermönnum létu þeir flestir hverjir undan síga. Það eru ákveðin tímamót í deilunum fyrir botni Miðjarðarhafsins nú þegar allir ísrelskir landnemar eru á brott frá Gaza og Vesturbakkanum. Þeir voru að vísu ekki margir á Gaza, aðeins hátt á níunda þúsund sem bjuggu í 21 þorpi. Þrátt fyrir að þeir væru ekki fleiri en raun ber vitni höfðu þessir landnemar ótrúleg áhrif og auðvitað bjuggu þeir þarna í skjóli Ísraelsstjórnar. Þeir hafa ráðið yfir fimmtungi landsvæðisins á Gaza, en til samanburðar búa þar um 1,3 milljónir Palestínumanna, sem í haust geta loks farið að ferðast um frjálsir á þessu umdeilda landsvæði og huga að uppbyggingu þess og framtíðarþróun. Nú þegar brottflutningi frá Gaza og Vesturbakkanum er lokið tekur við uppbyggingarstarf. Það var ekki mikil mótstaða í gær þegar aðgerðir hófust á Vesturbakkanum. Þúsundir her- og lögreglumanna voru á staðnum. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1967 sem Ísraelsmenn láta af hendi hernumið land til Palestínumanna og í fyrsta skipti sem ísraelska hernum er beitt gegn eigin landsmönum til að framfylgja ákvörðun stjórnvalda. Þegar Ariel Sharon tilkynnti fyrir nærri tveimur árum síðan að hann ætlaði að láta af hendi landnemabyggðir á Gaza og Vesturbakkanum vakti sú ákvörðun hans ekki aðeins mikla athygli í Ísrael, heldur víða um heim.Margir höfðu ekki trú á því að þetta gengi eftir en það er greinilega einbeittur vilji Sharons að efna þetta loforð eins og atburðir síðustu daga sýna. Aftur á móti er ekki öllum ljóst hvað hann hyggst fyrir í framtíðinni í þessum málum, en eitthvað hlýtur að búa undir. Brottflutningur landnemanna hefur þegar haft mikil pólitísk áhrif í landinu, ráðherrar hafa sagt af sér og mótmæli hafa verið hávær, en Sharon heldur sínu striki. Hann heldur því fram að þetta auki öryggi Ísraelsríkis, en það er þá undir því komið að Palestínumenn verði til friðs, annars fer allt í háaloft enn einu sinni fyrir botni Miðjarðarhafs. Þeir Sharon og Abbas ræddust við í síma þegar síðustu landnemarnir voru á brott frá Gaza. Þá höfðu þeir ekki talast við í tvo mánuði. Þeir virðast ná betur saman en fyrri leiðtogar í hinni löngu deilu Ísraela og Palestínumanna, og það er athyglisvert að brottflutningurinn nú fer ekki fram undir miklum þrýstingu utan frá. Leiðtogarnir sjálfir virðast hafa komist að einhverju samkomulagi, hversu lengi svo sem það heldur.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun