Aron gæti komið í september 24. ágúst 2005 00:01 Líklegt þykir að Aroni Pálma Ágústssyni verði sleppt úr fangelsi í Texas á næstunni. Þing Texas hefur samþykkt lausnarbeiðnina sem bíður nú undirskriftar ríkisstjórans. Ef allt gengur að óskum kemur Aron Pálmi til Íslands í september. Aron Pálmi var árið 1997 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn yngri dreng, brot sem væri talið léttvægt í öðrum löndum. Síðustu árin hefur hann setið í stofufangelsi í Texas. Einar S. Einarsson, einn forsvarsmanna stuðningsnefndar Arons Pálma, segir að lausn sé í sjónmáli. Nafn Arons Pálma sé á lista yfir þá menn sem þingið í Texas leggi til að verði náðaðir. Þess sé einungis beðið að Rick Perry undirriti listann. Spurður hvort menn séu bjartsýnir á að þetta gangi í gegn segir Einar að menn séu hóflega bjartsýnir og að líkindum muni þetta ganga eftir. Inntur eftir því hvenær von sé á Aroni Pálma til landsins segir Einar að það verði örugglega fyrri hluta september en gæti orðið innan viku til tíu daga að mati lögmannsins sem hafi aðstoðað stuðningsmenn Arons Pálma vestra. Aðspurður hvort hann hafi heyrt í Aroni Pálma frá því að þessar fréttir bárust segist Einar hafa fengið tölvupóst frá honum í gærkvöldi. Hann sé ánægður með sína bættu aðstöðu, hann fái að sækja skóla og hafi eignast heilmikið af nýjum vinum, en hann þrái það heitast að koma heim til Íslands. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Nálægt tvö hundruð manns tilkynnt um veikindi eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
Líklegt þykir að Aroni Pálma Ágústssyni verði sleppt úr fangelsi í Texas á næstunni. Þing Texas hefur samþykkt lausnarbeiðnina sem bíður nú undirskriftar ríkisstjórans. Ef allt gengur að óskum kemur Aron Pálmi til Íslands í september. Aron Pálmi var árið 1997 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn yngri dreng, brot sem væri talið léttvægt í öðrum löndum. Síðustu árin hefur hann setið í stofufangelsi í Texas. Einar S. Einarsson, einn forsvarsmanna stuðningsnefndar Arons Pálma, segir að lausn sé í sjónmáli. Nafn Arons Pálma sé á lista yfir þá menn sem þingið í Texas leggi til að verði náðaðir. Þess sé einungis beðið að Rick Perry undirriti listann. Spurður hvort menn séu bjartsýnir á að þetta gangi í gegn segir Einar að menn séu hóflega bjartsýnir og að líkindum muni þetta ganga eftir. Inntur eftir því hvenær von sé á Aroni Pálma til landsins segir Einar að það verði örugglega fyrri hluta september en gæti orðið innan viku til tíu daga að mati lögmannsins sem hafi aðstoðað stuðningsmenn Arons Pálma vestra. Aðspurður hvort hann hafi heyrt í Aroni Pálma frá því að þessar fréttir bárust segist Einar hafa fengið tölvupóst frá honum í gærkvöldi. Hann sé ánægður með sína bættu aðstöðu, hann fái að sækja skóla og hafi eignast heilmikið af nýjum vinum, en hann þrái það heitast að koma heim til Íslands.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Nálægt tvö hundruð manns tilkynnt um veikindi eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira