Efast um niðurstöðu krufningar 24. ágúst 2005 00:01 Arnfríður Einarsdóttir hæstaréttarlögmaður tekur á föstudag afstöðu til kröfu Björns Ólafs Hallgrímssonar, verjanda Lofts Jens Magnússonar, um að kvaddir verði til matsmenn til að fara yfir krufningarskýrslu Þóru Steffensen réttarmeinafræðings. Lofti Jens er gefið að sök að hafa með hnefahöggi banað Ragnari Björnssyni á veitingahúsinu Ásláki í Mosfellsbæ í byrjun desember sl. Björn Ólafur telur Þóru hafa látið hjá líða að rannsaka til hlítar þætti sem verið gætu skjólstæðingi hans til hagsbóta. Hann sagði álit réttarmeinafræðingsins litað af fullyrðingum og að hún hafi augljóslega orðið fyrir áhrifum af skýrslu lögreglu sem fylgdi krufningarbeiðninni. Hann segir Þóru í skýrslu sinni hafa vísað til upplýsinga frá lögreglu um að Ragnar hafi "orðið fyrir hnefahöggi af ásetningi" og út af því lagt að "um manndráp að ræða." Taldi Björn Ólafur hlutverk dómara að skera úr um slíkt. Ragnheiður Harðardóttir vararíkissaksóknari fór fram á að kröfu Björns Ólafs yrði hafnað og benti á nauðsyn þess að réttarmeinafræðingur fengi afhentar grunnupplýsingar um málsatvik starfa sinna vegna. "Verjandi hefur engin rök fært fram fyrir því að hlutdrægni hafi verið gætt," sagði hún og bætti við að ekki væri hlutverk dómkvaddra matsmanna að gefa umsagnir um fyrirliggjandi gögn. "Krufning hefur þegar farið fram," sagði hún. Þá hafnaði dómari í gær beiðni Björns Ólafs um lokað þinghald meðan rædd væri krafa hans um tilkvaðningu matsmanna. Hann sagði fréttaflutning af málinu á stundum hafa verið rangan og byggði kröfu sína á því. Ákæruvaldið tók ekki undir kröfuna og vísaði til þeirrar meginreglu að réttarhöld skuli fara fram í heyranda hljóði. Dómari sagði ekki nægilegt tilefni til að verða við kröfu lögmannsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Arnfríður Einarsdóttir hæstaréttarlögmaður tekur á föstudag afstöðu til kröfu Björns Ólafs Hallgrímssonar, verjanda Lofts Jens Magnússonar, um að kvaddir verði til matsmenn til að fara yfir krufningarskýrslu Þóru Steffensen réttarmeinafræðings. Lofti Jens er gefið að sök að hafa með hnefahöggi banað Ragnari Björnssyni á veitingahúsinu Ásláki í Mosfellsbæ í byrjun desember sl. Björn Ólafur telur Þóru hafa látið hjá líða að rannsaka til hlítar þætti sem verið gætu skjólstæðingi hans til hagsbóta. Hann sagði álit réttarmeinafræðingsins litað af fullyrðingum og að hún hafi augljóslega orðið fyrir áhrifum af skýrslu lögreglu sem fylgdi krufningarbeiðninni. Hann segir Þóru í skýrslu sinni hafa vísað til upplýsinga frá lögreglu um að Ragnar hafi "orðið fyrir hnefahöggi af ásetningi" og út af því lagt að "um manndráp að ræða." Taldi Björn Ólafur hlutverk dómara að skera úr um slíkt. Ragnheiður Harðardóttir vararíkissaksóknari fór fram á að kröfu Björns Ólafs yrði hafnað og benti á nauðsyn þess að réttarmeinafræðingur fengi afhentar grunnupplýsingar um málsatvik starfa sinna vegna. "Verjandi hefur engin rök fært fram fyrir því að hlutdrægni hafi verið gætt," sagði hún og bætti við að ekki væri hlutverk dómkvaddra matsmanna að gefa umsagnir um fyrirliggjandi gögn. "Krufning hefur þegar farið fram," sagði hún. Þá hafnaði dómari í gær beiðni Björns Ólafs um lokað þinghald meðan rædd væri krafa hans um tilkvaðningu matsmanna. Hann sagði fréttaflutning af málinu á stundum hafa verið rangan og byggði kröfu sína á því. Ákæruvaldið tók ekki undir kröfuna og vísaði til þeirrar meginreglu að réttarhöld skuli fara fram í heyranda hljóði. Dómari sagði ekki nægilegt tilefni til að verða við kröfu lögmannsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira