Ofbeldisverkum í miðborg fækkar 25. ágúst 2005 00:01 Ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað um 40 prósent frá árinu 2000 samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti skýringarinnar er eftirlitsmyndavélar, frjáls afgreiðslutími skemmtistaða og það að ferðir næturvagna SVR voru aflagðar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á dreifingu ofbeldisbrota á svæði 101 í Reykjavík sem kynnt var í dag. Þar kemur fram að árið 2000 voru um 62 prósent ofbeldisbrota framin í miðborginni en árið 2004 var hlutfallið komið niður í um 38 prósent, voru 181. Bogi Ragnarsson sem gerði rannsóknina fyrir embætti Lögreglustjórans í Reykjavík telur að lengdur opnunartími veitingastaða sem tekinn var upp árið 2001 hafi haft sitt að segja. Á tímabilinu dró úr tíðni afbrota hjá fólki yngri en átján ára og telur Bogi að þegar almenningsvagnar hættu að ganga á næturna hafi dregið úr fjölda þess aldurshóps í miðbænum og brotun í kjölfarið. Þótt efni úr öryggismyndavélum hafi einungis verið notað til að upplýsa fimm ofbeldisbrot á síðasta ári telur Bogi að vélarnar hafi sitt að segja. Þær hafi ákveðið forvarnagildi. Spurður hvort dregin hafi verið upp dökk mynd af miðbænum af ósekju segir Bogi að ofbeldisbrot hafi verið framin þar og þau hafi verið birt bæði árið 2000 og 2004. Hann telji sjálfur að fjölmiðlar nærist frekar á neikvæðum fréttum en jákvæðum þannig að þetta sé ekki óeðlilegt miðað við hvað neytandinn vill sjá. Ýmsar áhugaverðar upplýsingar er að finna í skýrslunni, eins og þær að 89 prósent gerenda eða þolenda voru ölvaðir. Í 92 prósentum tilfellanna voru það karlmenn sem frömdu ofbeldisverk í miðborginni og 82 prósent þolenda voru einnig karlar. Þá fjölgar brotunum þegar nýtt kreditkortatímabil gengur í garð og tilefnið er af ýmsum toga, 17 prósent tilfellanna verða í kjölfar orðaskaks, fjórtán prósent í kjölfar þess að fólki var vísað út af skemmtistað, þrettán prósent vegna skuldar og í ellefu prósentum tilfellanna voru brotin framin vegna stúlku. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Fleiri fréttir Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Sjá meira
Ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað um 40 prósent frá árinu 2000 samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti skýringarinnar er eftirlitsmyndavélar, frjáls afgreiðslutími skemmtistaða og það að ferðir næturvagna SVR voru aflagðar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á dreifingu ofbeldisbrota á svæði 101 í Reykjavík sem kynnt var í dag. Þar kemur fram að árið 2000 voru um 62 prósent ofbeldisbrota framin í miðborginni en árið 2004 var hlutfallið komið niður í um 38 prósent, voru 181. Bogi Ragnarsson sem gerði rannsóknina fyrir embætti Lögreglustjórans í Reykjavík telur að lengdur opnunartími veitingastaða sem tekinn var upp árið 2001 hafi haft sitt að segja. Á tímabilinu dró úr tíðni afbrota hjá fólki yngri en átján ára og telur Bogi að þegar almenningsvagnar hættu að ganga á næturna hafi dregið úr fjölda þess aldurshóps í miðbænum og brotun í kjölfarið. Þótt efni úr öryggismyndavélum hafi einungis verið notað til að upplýsa fimm ofbeldisbrot á síðasta ári telur Bogi að vélarnar hafi sitt að segja. Þær hafi ákveðið forvarnagildi. Spurður hvort dregin hafi verið upp dökk mynd af miðbænum af ósekju segir Bogi að ofbeldisbrot hafi verið framin þar og þau hafi verið birt bæði árið 2000 og 2004. Hann telji sjálfur að fjölmiðlar nærist frekar á neikvæðum fréttum en jákvæðum þannig að þetta sé ekki óeðlilegt miðað við hvað neytandinn vill sjá. Ýmsar áhugaverðar upplýsingar er að finna í skýrslunni, eins og þær að 89 prósent gerenda eða þolenda voru ölvaðir. Í 92 prósentum tilfellanna voru það karlmenn sem frömdu ofbeldisverk í miðborginni og 82 prósent þolenda voru einnig karlar. Þá fjölgar brotunum þegar nýtt kreditkortatímabil gengur í garð og tilefnið er af ýmsum toga, 17 prósent tilfellanna verða í kjölfar orðaskaks, fjórtán prósent í kjölfar þess að fólki var vísað út af skemmtistað, þrettán prósent vegna skuldar og í ellefu prósentum tilfellanna voru brotin framin vegna stúlku.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Fleiri fréttir Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Sjá meira